Viðar segir norskum fjölmiðlamanni að fara að vinna vinnuna sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 10:31 Viðar Örn Kjartansson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Kjartansson er kominn í fjölmiðlastríð við norskan fótboltasérfræðing sem hafði gagnrýnt leik hans og þá sérstaklega litla vinnusemi hans á vellinum. Íslenski landsliðsframherjinn hjá Vålerenga er allt annað en sáttur með gagnrýni frá Christian Gauseth sem starfar sem sjónvarpssérfræðingur í umfjöllun um norsku deildina. Gauseth gagnrýndi Viðar fyrir slæma líkamstjáningu inn á vellinum, að honum væri sama um liðsfélaga sína og að Viðar stæði sig illa í pressunni. Viðar sá ástæðu til að svara þessari gagnrýni í viðtali við Verdens Gang. Kjartansson ut mot TV-profil: Det er pisspreik https://t.co/N0Og7f8UBg— VG Sporten (@vgsporten) May 24, 2022 Gauseth er fyrrum fyrirliði Mjöndalen en hann er nú 37 ára gamall. „Þetta er alveg í takti við það að þarna er gæi sem er skítsama um liðið sitt,“ sagði Christian Gauseth meðal annars. Viðar ræddi við blaðamann VG eftir að hafa skorað sitt fjórða mark í átta leikjum í 2-3 tapi Vålerenga á móti Strømsgodset um helgina. „Ég skora ekki bara mörk heldur tel ég að þjálfarinn sé ánægður með mig af því að ég legg mig mikið fram og geri liðsfélaga mína betri. Það hafa komið slæmir leikir hjá mér eins og á móti HamKam en að halda því fram að allt tímabilið hafi verið þannig er algjör þvaður,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. „Ég tel að vinur minn „Christiano“ Gauseth ætti að horfa á fleiri leiki ekki bara þennan leik á móti HamKam. Ég var slakur í þeim leik og missti mikið boltann. Ef hann horfir á leikinn í dag þá þarf hann á gleraugum að halda ef hann sér ekki að ég stóð mig vel,“ sagði Viðar. Gauseth var í VGTV myndverinu og tjáði sig strax um gagnrýni Viðars. „Ég get fullvissað Viðar Örn Kjartansson að ef það er einhver sem situr og horfir á alla leiki og allar sekúndurnar í þeim, þá er það ég. Það er ekkert sem gerist í norsku úrvalsdeildinni sem fer fram hjá mér,“ sagði Gauseth. „Þegar ég segir eitthvað þá er ástæða fyrir því. Ég hef ekki bara horft á þennan HamKam því ég hef séð marga aðra leiki með honum. Það er ekki gagnrýnin mín sem er vandamálið heldur vinnusemi íslenska framherjans hjá Vålerenga. Við búumst við svo miklu meira af honum,“ sagði Gauseth. Aðeins tveir leikmenn í deildinni hafa samt skorað meira en Viðar Örn á leiktíðinni en það eru þeir Veton Berisha hjá Viking (6 mörk) og Sigurd Haugen hjá Aalesund. Norski boltinn Tengdar fréttir Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. 16. desember 2021 12:00 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn hjá Vålerenga er allt annað en sáttur með gagnrýni frá Christian Gauseth sem starfar sem sjónvarpssérfræðingur í umfjöllun um norsku deildina. Gauseth gagnrýndi Viðar fyrir slæma líkamstjáningu inn á vellinum, að honum væri sama um liðsfélaga sína og að Viðar stæði sig illa í pressunni. Viðar sá ástæðu til að svara þessari gagnrýni í viðtali við Verdens Gang. Kjartansson ut mot TV-profil: Det er pisspreik https://t.co/N0Og7f8UBg— VG Sporten (@vgsporten) May 24, 2022 Gauseth er fyrrum fyrirliði Mjöndalen en hann er nú 37 ára gamall. „Þetta er alveg í takti við það að þarna er gæi sem er skítsama um liðið sitt,“ sagði Christian Gauseth meðal annars. Viðar ræddi við blaðamann VG eftir að hafa skorað sitt fjórða mark í átta leikjum í 2-3 tapi Vålerenga á móti Strømsgodset um helgina. „Ég skora ekki bara mörk heldur tel ég að þjálfarinn sé ánægður með mig af því að ég legg mig mikið fram og geri liðsfélaga mína betri. Það hafa komið slæmir leikir hjá mér eins og á móti HamKam en að halda því fram að allt tímabilið hafi verið þannig er algjör þvaður,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. „Ég tel að vinur minn „Christiano“ Gauseth ætti að horfa á fleiri leiki ekki bara þennan leik á móti HamKam. Ég var slakur í þeim leik og missti mikið boltann. Ef hann horfir á leikinn í dag þá þarf hann á gleraugum að halda ef hann sér ekki að ég stóð mig vel,“ sagði Viðar. Gauseth var í VGTV myndverinu og tjáði sig strax um gagnrýni Viðars. „Ég get fullvissað Viðar Örn Kjartansson að ef það er einhver sem situr og horfir á alla leiki og allar sekúndurnar í þeim, þá er það ég. Það er ekkert sem gerist í norsku úrvalsdeildinni sem fer fram hjá mér,“ sagði Gauseth. „Þegar ég segir eitthvað þá er ástæða fyrir því. Ég hef ekki bara horft á þennan HamKam því ég hef séð marga aðra leiki með honum. Það er ekki gagnrýnin mín sem er vandamálið heldur vinnusemi íslenska framherjans hjá Vålerenga. Við búumst við svo miklu meira af honum,“ sagði Gauseth. Aðeins tveir leikmenn í deildinni hafa samt skorað meira en Viðar Örn á leiktíðinni en það eru þeir Veton Berisha hjá Viking (6 mörk) og Sigurd Haugen hjá Aalesund.
Norski boltinn Tengdar fréttir Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. 16. desember 2021 12:00 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. 16. desember 2021 12:00
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti