Dóttir Mo Salah heldur áfram að skora fyrir framan Kop-stúkuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 13:00 Mohamed Salah leikur sér við dóttur sína Makka á Anfield en eiginkonan Maggi og yngri dóttirin Kayan fylgjast með. EPA-EFE/PETER POWELL Liverpool stuðningsmenn fengu ekki að fagna titlinum eftir lokaleikinn á Anfield en misstu ekki af tækifærinu að hylla elstu dóttur markahetjunnar sinnar. Mohamed Salah átti magnað tímabil þótt að hann hafi ekki verið kosinn leikmaður ársins eða orðið enskur meistari. Egypski framherjinn var bæði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem og sá sem gaf flestar stoðsendingar á tímabilinu. Salah skoraði eitt marka Liverpool í lokaleiknum þar sem liðið vann 3-1 sigur á Úlfunum á Anfield. Eftir leikinn þökkuðu leikmenn Liverpool stuðningsmönnum sínum fyrir tímabilið og þeir voru þar að venju með fjölskyldum sínum. Some things never changed with makka Mohamed salah Between 2019 till 2022 pic.twitter.com/jXusjqtH2t— safa kadhim (@safakadhim87) May 23, 2022 Það þýddi náttúrulega bara eitt en þar að dóttir Mohamed Salah var mætt á svæðið til að halda við hefð sinni. Makka er elsta barn Salah, fædd árið 2014 og skírð í höfuðið á borginni Mekka, sem er heilagur staður Múslima. Makka byrjaði á þessu eftir sigur á Brighton í lokaleiknum á 2017-18 tímabilinu og endurtók það eftir sigur á Wolves í lokaleik 2018-19 tímabilsins. Kórónuveiran var síðan eitthvað að trufla en Makka var á sínum stað á sunnudaginn. Makka rakti boltann upp að markinu og skoraði fyrir framan Kop-stúkuna við gríðarlegan fönguð stuðningsmannanna. Hún er nú orðin átta ára gömul og hefur greinilega gaman af því að fá orku og gleði frá hörðustu stuðningsmönnum Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá lokadeginum, bæði aðdraganda leiksins, önnur sjónarhorn á mörkin sem og hátíðina eftir leikinn. Það varð ekki sigurhátíð eins og flestir voru að vonast til en mikil gleði engu að síður. Atvikið með Makka og markið má sjá eftir 16 mínútur og 45 sekúndur um það bil. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kn5qaeZW96g">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Mohamed Salah átti magnað tímabil þótt að hann hafi ekki verið kosinn leikmaður ársins eða orðið enskur meistari. Egypski framherjinn var bæði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem og sá sem gaf flestar stoðsendingar á tímabilinu. Salah skoraði eitt marka Liverpool í lokaleiknum þar sem liðið vann 3-1 sigur á Úlfunum á Anfield. Eftir leikinn þökkuðu leikmenn Liverpool stuðningsmönnum sínum fyrir tímabilið og þeir voru þar að venju með fjölskyldum sínum. Some things never changed with makka Mohamed salah Between 2019 till 2022 pic.twitter.com/jXusjqtH2t— safa kadhim (@safakadhim87) May 23, 2022 Það þýddi náttúrulega bara eitt en þar að dóttir Mohamed Salah var mætt á svæðið til að halda við hefð sinni. Makka er elsta barn Salah, fædd árið 2014 og skírð í höfuðið á borginni Mekka, sem er heilagur staður Múslima. Makka byrjaði á þessu eftir sigur á Brighton í lokaleiknum á 2017-18 tímabilinu og endurtók það eftir sigur á Wolves í lokaleik 2018-19 tímabilsins. Kórónuveiran var síðan eitthvað að trufla en Makka var á sínum stað á sunnudaginn. Makka rakti boltann upp að markinu og skoraði fyrir framan Kop-stúkuna við gríðarlegan fönguð stuðningsmannanna. Hún er nú orðin átta ára gömul og hefur greinilega gaman af því að fá orku og gleði frá hörðustu stuðningsmönnum Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá lokadeginum, bæði aðdraganda leiksins, önnur sjónarhorn á mörkin sem og hátíðina eftir leikinn. Það varð ekki sigurhátíð eins og flestir voru að vonast til en mikil gleði engu að síður. Atvikið með Makka og markið má sjá eftir 16 mínútur og 45 sekúndur um það bil. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kn5qaeZW96g">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira