Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. maí 2022 10:30 Í betra formi nú en þegar hann var þrítugur enda segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hvernig það að verða 50+ einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík. Ekki aðeins er hann orðinn duglegri að hreyfa sig, heldur líka farinn að ferðast um á hjólhýsi! Ólafur segir líka ótrúlega skemmtilegt að horfa á börnin sín breytast í flott fullorðið fólk en Ólafur á þrjú börn og tvö bónusbörn. Vísir/Vilhelm Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er B-maður sem hefur með aldrinum þróast í A-týpu og vakna yfirleitt fyrir klukkan sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Flestir dagar byrja á því að ég fæ mér gott kaffi, spjalla við kærustuna og renni yfir fréttir dagsins í símanum. Næsta verk er að hreyfa sig. Útihlaup eru uppáhaldshreyfingin mín. Ég bý innan við kílómetra bæði frá Elliðaárdalnum og Fossvogsdalnum og tek morgunhlaup í öðrum hvorum dalnum þrisvar eða fjórum sinnum í viku. Suma daga skelli ég mér í Laugardalslaugina og einstaka sinnum reyni ég að ögra eigin stirðleika á jógadýnunni. Þá er maður klár í vinnudaginn.“ Hvað hefur komið þér skemmtilega á óvart við að vera orðinn 50+? Það kemur skemmtilega á óvart að sextugsaldurinn, sem einhvern tímann leit út sem fordyri elliheimilisins, einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík. Gamli antisportistinn sá alls ekki fyrir sér að vera í daglegri hreyfingu kominn yfir fimmtugt og í mun betra formi en þegar hann var þrítugur. Mér datt heldur ekki í hug að ég yrði orðinn hjólhýsapakk og á ferð og flugi um landið allt sumarið með lítinn ferðavagn. Svo er ótrúlega skemmtilegt að horfa á börnin sín vaxa úr grasi og breytast í flott fullorðið fólk. Ég á þrjú og tvö bónusbörn til viðbótar þannig að það eru endalaus ánægjuefni.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin hjá Félagi atvinnurekenda eru jafngríðarlega fjölbreytt og félagsmennirnir, þannig að það er erfitt að nefna eitt ákveðið. Og þó; ég er nýbúinn með verkefni sem mér fannst mjög skemmtilegt. Við settum í loftið hlaðvarpsþátt sem er kallaður Kaffikrókurinn og er aðgengilegur á YouTube og Spotify. Þar tók ég viðtöl við oddvita allra átta framboðanna sem fengu menn kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur um stefnu þeirra og hagsmunamál fyrirtækjanna í borginni. Þetta gerðum við af því að okkur fannst vanta fókus á atvinnulífið og málefni fyrirtækjanna í kosningabaráttunni, þrátt fyrir að atvinnurekendur séu kjósendahópur upp á meira en tuttugu þúsund manns. Niðurstaðan varð að mér fannst, mjög gagnleg og upplýsandi viðtöl. Svo er líka skemmtilegt að tækniþróunin geri gömlum blaðamanni, sem aldrei vann í útvarpi eða sjónvarpi, kleift að vera með sinn eigin útvarps- og sjónvarpsþátt á netinu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Lykilatriði númer eitt er að halda vel utan um dagbókina sína. Ég var einu sinni mjög lélegur í því og það endaði oft með alls konar óheppilegum uppákomum, eins og þegar 30 norskir blaðamenn biðu eftir aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, sem var í sundi. Mér hefur farið fram með dagbókina en ég nota ekki mikið af öðrum rafrænum tólum. Verkefnalistinn minn er til dæmis bara uppi á tússtöflu á skrifstofunni. Í svona starfi eins og ég sinni skiptir miklu máli að átta sig á hvað er á sjóndeildarhringnum, til dæmis í pólitíkinni, og hvernig umræðan í þjóðfélaginu er að þróast þannig að maður hafi áhrif á mál þegar þau eru að mótast en þurfi ekki að bregðast við orðnum hlut. Við starfsmenn FA tökum þess vegna oft umræður um það við hverju megi búast á næstu vikum, mánuðum og árum. Síðast en ekki síst er mér að lærast að skipuleggja mig þannig að vinnan éti ekki kvöldin og helgarnar, heldur séu sæmilega skýr skil á milli vinnu og fjölskyldulífs.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Eins og ég sagði hef ég verið að umbreytast í A-manneskju og er yfirleitt kominn í bólið með góða bók upp úr klukkan tíu. Best að vera sofnaður fyrir klukkan ellefu, þá vaknar maður ferskur klukkan sjö eftir átta tíma svefn.“ Kaffispjallið Ástin og lífið Tengdar fréttir Alltaf með eitthvað á prjónunum og hreinlega elskar vorið Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðs hjá VIRK Starfsendurhæfingu er alltaf með eitthvað á prjónunum enda segir hún sköpun og handverk bestu núvitundina. 21. maí 2022 10:00 „Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“ Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér. 14. maí 2022 10:00 Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður. 7. maí 2022 10:01 Afinn sem fær meira að segja eiginkonuna til að senda sér fundarboð Við þekkjum Valgeir Magnússon flest betur sem Valla sport en Valli býr í Osló þar sem hann er að byggja upp Pipar\TBWA og The Engine fyrirtækið upp fyrir Norðurlandamarkað. 19. mars 2022 10:00 Algjör B manneskja en færir syninum þó morgunmat í rúmið þessa dagana Við höfum ósjaldan heyrt eða séð af henni í fréttum í vetur enda veðurviðvaranir sjaldan verið jafn tíðar. 26. mars 2022 10:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er B-maður sem hefur með aldrinum þróast í A-týpu og vakna yfirleitt fyrir klukkan sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Flestir dagar byrja á því að ég fæ mér gott kaffi, spjalla við kærustuna og renni yfir fréttir dagsins í símanum. Næsta verk er að hreyfa sig. Útihlaup eru uppáhaldshreyfingin mín. Ég bý innan við kílómetra bæði frá Elliðaárdalnum og Fossvogsdalnum og tek morgunhlaup í öðrum hvorum dalnum þrisvar eða fjórum sinnum í viku. Suma daga skelli ég mér í Laugardalslaugina og einstaka sinnum reyni ég að ögra eigin stirðleika á jógadýnunni. Þá er maður klár í vinnudaginn.“ Hvað hefur komið þér skemmtilega á óvart við að vera orðinn 50+? Það kemur skemmtilega á óvart að sextugsaldurinn, sem einhvern tímann leit út sem fordyri elliheimilisins, einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík. Gamli antisportistinn sá alls ekki fyrir sér að vera í daglegri hreyfingu kominn yfir fimmtugt og í mun betra formi en þegar hann var þrítugur. Mér datt heldur ekki í hug að ég yrði orðinn hjólhýsapakk og á ferð og flugi um landið allt sumarið með lítinn ferðavagn. Svo er ótrúlega skemmtilegt að horfa á börnin sín vaxa úr grasi og breytast í flott fullorðið fólk. Ég á þrjú og tvö bónusbörn til viðbótar þannig að það eru endalaus ánægjuefni.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin hjá Félagi atvinnurekenda eru jafngríðarlega fjölbreytt og félagsmennirnir, þannig að það er erfitt að nefna eitt ákveðið. Og þó; ég er nýbúinn með verkefni sem mér fannst mjög skemmtilegt. Við settum í loftið hlaðvarpsþátt sem er kallaður Kaffikrókurinn og er aðgengilegur á YouTube og Spotify. Þar tók ég viðtöl við oddvita allra átta framboðanna sem fengu menn kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur um stefnu þeirra og hagsmunamál fyrirtækjanna í borginni. Þetta gerðum við af því að okkur fannst vanta fókus á atvinnulífið og málefni fyrirtækjanna í kosningabaráttunni, þrátt fyrir að atvinnurekendur séu kjósendahópur upp á meira en tuttugu þúsund manns. Niðurstaðan varð að mér fannst, mjög gagnleg og upplýsandi viðtöl. Svo er líka skemmtilegt að tækniþróunin geri gömlum blaðamanni, sem aldrei vann í útvarpi eða sjónvarpi, kleift að vera með sinn eigin útvarps- og sjónvarpsþátt á netinu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Lykilatriði númer eitt er að halda vel utan um dagbókina sína. Ég var einu sinni mjög lélegur í því og það endaði oft með alls konar óheppilegum uppákomum, eins og þegar 30 norskir blaðamenn biðu eftir aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, sem var í sundi. Mér hefur farið fram með dagbókina en ég nota ekki mikið af öðrum rafrænum tólum. Verkefnalistinn minn er til dæmis bara uppi á tússtöflu á skrifstofunni. Í svona starfi eins og ég sinni skiptir miklu máli að átta sig á hvað er á sjóndeildarhringnum, til dæmis í pólitíkinni, og hvernig umræðan í þjóðfélaginu er að þróast þannig að maður hafi áhrif á mál þegar þau eru að mótast en þurfi ekki að bregðast við orðnum hlut. Við starfsmenn FA tökum þess vegna oft umræður um það við hverju megi búast á næstu vikum, mánuðum og árum. Síðast en ekki síst er mér að lærast að skipuleggja mig þannig að vinnan éti ekki kvöldin og helgarnar, heldur séu sæmilega skýr skil á milli vinnu og fjölskyldulífs.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Eins og ég sagði hef ég verið að umbreytast í A-manneskju og er yfirleitt kominn í bólið með góða bók upp úr klukkan tíu. Best að vera sofnaður fyrir klukkan ellefu, þá vaknar maður ferskur klukkan sjö eftir átta tíma svefn.“
Kaffispjallið Ástin og lífið Tengdar fréttir Alltaf með eitthvað á prjónunum og hreinlega elskar vorið Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðs hjá VIRK Starfsendurhæfingu er alltaf með eitthvað á prjónunum enda segir hún sköpun og handverk bestu núvitundina. 21. maí 2022 10:00 „Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“ Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér. 14. maí 2022 10:00 Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður. 7. maí 2022 10:01 Afinn sem fær meira að segja eiginkonuna til að senda sér fundarboð Við þekkjum Valgeir Magnússon flest betur sem Valla sport en Valli býr í Osló þar sem hann er að byggja upp Pipar\TBWA og The Engine fyrirtækið upp fyrir Norðurlandamarkað. 19. mars 2022 10:00 Algjör B manneskja en færir syninum þó morgunmat í rúmið þessa dagana Við höfum ósjaldan heyrt eða séð af henni í fréttum í vetur enda veðurviðvaranir sjaldan verið jafn tíðar. 26. mars 2022 10:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Alltaf með eitthvað á prjónunum og hreinlega elskar vorið Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðs hjá VIRK Starfsendurhæfingu er alltaf með eitthvað á prjónunum enda segir hún sköpun og handverk bestu núvitundina. 21. maí 2022 10:00
„Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“ Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér. 14. maí 2022 10:00
Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður. 7. maí 2022 10:01
Afinn sem fær meira að segja eiginkonuna til að senda sér fundarboð Við þekkjum Valgeir Magnússon flest betur sem Valla sport en Valli býr í Osló þar sem hann er að byggja upp Pipar\TBWA og The Engine fyrirtækið upp fyrir Norðurlandamarkað. 19. mars 2022 10:00
Algjör B manneskja en færir syninum þó morgunmat í rúmið þessa dagana Við höfum ósjaldan heyrt eða séð af henni í fréttum í vetur enda veðurviðvaranir sjaldan verið jafn tíðar. 26. mars 2022 10:00