Sindri: Fannst þetta vera fullorðins frammistaða Smári Jökull Jónsson skrifar 22. maí 2022 19:32 Sindri í leik með Keflavík. Vísir/Vilhelm „Þessi var alveg 8,5, hann var mjög sætur. Það er mjög gaman að vinna FH á heimavelli,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur eftir sigur gegn FH í Bestu deildinni í knattspyrnu. Frammistaða Keflavíkur í dag var góð og lengst af voru FH-ingar í stökustu vandræðum með að skapa eitthvað sóknarlega. „Mér fannst þetta mjög fullorðins frammistaða. Við vorum að spila vel þegar þeir voru með vindinn í bakið, vorum með línuna hátt og leyfðu þeim að sparka aðeins. Þeir vilja setja boltann afturfyrir línuna, völlurinn var aðeins rakur þannig að boltinn var að fara mikið afturfyrir,“ sagði Sindri Kristinn sem átti góðan leik fyrir Keflavík. „Í seinni hálfleik duttum við aðeins aftar og mér fannst við gera mjög vel. Ég á eftir að sjá markið þeirra aftur en mér fannst það vera smá klaufaskapur hjá okkur. Vissulega á FH tvö til þrjú dauðafæri en við áttum okkar færi og þetta féll með okkur í dag.“ Það vantaði leikmenn í lið Keflavíkur í dag. Joey Gibbs er meiddur og þá var Rúnar Már Sigurgeirsson í leikbanni. „Það er búið að vanta risastóra pósta síðan í janúar og við eigum inni til dæmis Sindra Snæ (Magnússon) sem er ekki búinn að spila eina mínútu með okkur. Það er hörku leikmaður og hann styrkir leikmannahópinn á æfingum og á leikdag þó hann sé ekki að spila.“ „Ég held að langflest lið í deildinni séu að glíma við það að það eru menn meiddir. Mér finnst menn gera þetta vel þegar þeir koma inn og þeir skila sínu.“ FH fékk tvö dauðafæri undir lok leiksins. Fyrst Steven Lennon sem var aleinn gegn Sindra og svo Baldur Logi Guðlaugsson í keimlíku færi en Sindri gerði frábærlega í bæði skiptin. Hvað fer í gegnum huga hans þegar hann sér sóknarmenn andstæðingana koma aleina á móti honum? „Maður þarf að huga að mörgu. Maður þarf að gera sig stóran og síðan eru leikmenn orðnir það góðir að þeir fara bara framhjá manni. Ég hef lent í Lenny áður og hann hefur aldrei farið framhjá mér.“ „Hitt var bara að henda sér fyrir þetta. Mig langar ekki að segja að ég hafi verið heppinn en þeir fóru ekki framhjá mér eins og þeir hefðu getað gert. Það er gaman að geta hjálpað liðinu.“ Keflavík ÍF FH Besta deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira
Frammistaða Keflavíkur í dag var góð og lengst af voru FH-ingar í stökustu vandræðum með að skapa eitthvað sóknarlega. „Mér fannst þetta mjög fullorðins frammistaða. Við vorum að spila vel þegar þeir voru með vindinn í bakið, vorum með línuna hátt og leyfðu þeim að sparka aðeins. Þeir vilja setja boltann afturfyrir línuna, völlurinn var aðeins rakur þannig að boltinn var að fara mikið afturfyrir,“ sagði Sindri Kristinn sem átti góðan leik fyrir Keflavík. „Í seinni hálfleik duttum við aðeins aftar og mér fannst við gera mjög vel. Ég á eftir að sjá markið þeirra aftur en mér fannst það vera smá klaufaskapur hjá okkur. Vissulega á FH tvö til þrjú dauðafæri en við áttum okkar færi og þetta féll með okkur í dag.“ Það vantaði leikmenn í lið Keflavíkur í dag. Joey Gibbs er meiddur og þá var Rúnar Már Sigurgeirsson í leikbanni. „Það er búið að vanta risastóra pósta síðan í janúar og við eigum inni til dæmis Sindra Snæ (Magnússon) sem er ekki búinn að spila eina mínútu með okkur. Það er hörku leikmaður og hann styrkir leikmannahópinn á æfingum og á leikdag þó hann sé ekki að spila.“ „Ég held að langflest lið í deildinni séu að glíma við það að það eru menn meiddir. Mér finnst menn gera þetta vel þegar þeir koma inn og þeir skila sínu.“ FH fékk tvö dauðafæri undir lok leiksins. Fyrst Steven Lennon sem var aleinn gegn Sindra og svo Baldur Logi Guðlaugsson í keimlíku færi en Sindri gerði frábærlega í bæði skiptin. Hvað fer í gegnum huga hans þegar hann sér sóknarmenn andstæðingana koma aleina á móti honum? „Maður þarf að huga að mörgu. Maður þarf að gera sig stóran og síðan eru leikmenn orðnir það góðir að þeir fara bara framhjá manni. Ég hef lent í Lenny áður og hann hefur aldrei farið framhjá mér.“ „Hitt var bara að henda sér fyrir þetta. Mig langar ekki að segja að ég hafi verið heppinn en þeir fóru ekki framhjá mér eins og þeir hefðu getað gert. Það er gaman að geta hjálpað liðinu.“
Keflavík ÍF FH Besta deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira