Flóaáveitan 100 ára – glæsilegt upplýsingaskilti afhjúpað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2022 21:04 Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum hélt kynngimagnaða ræða við athöfnina þar sem hann lýsti Flóaáveitunni og allri vinnunni í kringum hana. Guðmundur Stefánsson hlustar af athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjú hundruð kílómetrar af skurðum voru grafnir með höndunum um allan Flóann, sem náðu yfir tólf þúsund hektara lands, en það er upphaf Flóaáveitunnar, sem fagnar nú hundrað ára afmæli. Af því tilefni var boðið til hátíðar við Flóðgáttina. Það voru fjölmargir, sem mættu við Flóðgátt Flóaáveitunnar í Flóahreppi í gær á athöfn, sem boðað var til vegna afhjúpunar nýs upplýsingaskiltis á staðnum og 100 ára afmælisins. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins. Hátíðin var líka til minningar um Þór Vigfússon, fyrrverandi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands en hann elskaði Flóaáveituna og allt í kringum hana. Ekkja hans, Hildur Hákonardóttir afhjúpaði skiltið, sem Björn G. Björnsson hannaði og á heiðurinn af. Einnig fékk vegurinn að Flóðgáttinni nafn, Þórsvegur. „Það er óskaplega gaman að halda þessu, halda sögunni á lofti,“ segir Hildur alsæl með daginn. Við nýja skiltið, Guðmundur Stefánsson, Guðni Ágústsson, Hildur Hákonardóttir og Björn G. Björnsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Ágústsson var viðburðarstjóri gærdagsins. „Þetta var kraftaverk, 300 kílómetrar voru grafnir með höndunum hér um allan Flóann af aflmiklum mönnum. Það var erfiðasta vinnan, sem menn á þeim tíma komust í, það var akkorðsvinna og ekki fyrir neina aumingja,“ sagði Guðni. Mikið af fróðlegum upplýsingum eru á skiltinu og myndir, sem segja meira en mörg orð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir afhjúpun skiltisins var farið að Flóðgáttinni sjálfri og þar opnað fyrir vatnið úr Hvítá og skurðir fylltir af vatni. „Flóinn var fátæktarsvæði í Árnessýslu. Í Ölfusi fengu ferðamenn vatn, í Flóanum undanrennu, upp á skeiðum mjólk og upp í hrepp rjóma. Þetta var mælikvarði á auðleg þessa héraðs,“ bætir Guðni við. Guðmundur Stefánsson að opna fyrir vatnið í Hvítá til að fá það til að renna í áveituskurðina. Ágúst Guðjónsson fylgist með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Það voru fjölmargir, sem mættu við Flóðgátt Flóaáveitunnar í Flóahreppi í gær á athöfn, sem boðað var til vegna afhjúpunar nýs upplýsingaskiltis á staðnum og 100 ára afmælisins. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins. Hátíðin var líka til minningar um Þór Vigfússon, fyrrverandi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands en hann elskaði Flóaáveituna og allt í kringum hana. Ekkja hans, Hildur Hákonardóttir afhjúpaði skiltið, sem Björn G. Björnsson hannaði og á heiðurinn af. Einnig fékk vegurinn að Flóðgáttinni nafn, Þórsvegur. „Það er óskaplega gaman að halda þessu, halda sögunni á lofti,“ segir Hildur alsæl með daginn. Við nýja skiltið, Guðmundur Stefánsson, Guðni Ágústsson, Hildur Hákonardóttir og Björn G. Björnsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Ágústsson var viðburðarstjóri gærdagsins. „Þetta var kraftaverk, 300 kílómetrar voru grafnir með höndunum hér um allan Flóann af aflmiklum mönnum. Það var erfiðasta vinnan, sem menn á þeim tíma komust í, það var akkorðsvinna og ekki fyrir neina aumingja,“ sagði Guðni. Mikið af fróðlegum upplýsingum eru á skiltinu og myndir, sem segja meira en mörg orð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir afhjúpun skiltisins var farið að Flóðgáttinni sjálfri og þar opnað fyrir vatnið úr Hvítá og skurðir fylltir af vatni. „Flóinn var fátæktarsvæði í Árnessýslu. Í Ölfusi fengu ferðamenn vatn, í Flóanum undanrennu, upp á skeiðum mjólk og upp í hrepp rjóma. Þetta var mælikvarði á auðleg þessa héraðs,“ bætir Guðni við. Guðmundur Stefánsson að opna fyrir vatnið í Hvítá til að fá það til að renna í áveituskurðina. Ágúst Guðjónsson fylgist með.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira