Innlent

Úkraínu­stríðið, hús­næðis­mál og fram­tíð ís­lenskunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá Bylgjunnar í dag frá klukkan 10 til 12.

Fyrst verður til umfjöllunar Úkraínustríðið og afleiðingar þess. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var viðstödd ákvörðun finnska þingsins um að sækja um aðild að NATO sem eru að mörgu leyti stórpólitísk tíðindi. Hún ræðir málið í þættinum ásamt Hilmari Þór Hilmarssyni prófessor.

Þau Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB ræða ástandið á húsnæðismarkaði.

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra er nýkominn úr ferð til Bandaríkjanna þar sem rætt var við stórfyrirtæki í tölvubransanum um stöðu íslenskrar tungu í máltæknilausnum framtíðarinnar. Lilja ræðir þetta mál ásamt fleirum sem ofarlega eru á baugi.

Síðasti gestur verður Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, nýkomin af Viðskiptaþingi þar sem horft var gagnrýnum augum á framtíð íslensks vinnumarkaðar og samkeppnishæfni landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×