Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Snorri Másson skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm

Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. Þetta er á meðal þess sem fjallað er um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Eigendur veitingastaðar í Bolungarvík fengu fleiri hundruð umsóknir þegar þeir auglýstu eftir flóttafólki í vinnu. Þeir réðu þrjá úkraínska flóttamenn sem njóta sín vel í friðsælum smábænum.

Á meðan lítið þokast í meirihlutaviðræðum í Reykjavík, er kominn gangur í viðræður í Fjarðabyggð. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því að þar fæddist oddvita félagshyggjuframboðsins barn í miðjum viðræðum - sem var þó svo tillitsamt að koma ekki á kosninganótt.

Sókn Rússa heldur áfram í austurhluta Úkraínu en átök héldu áfram víða í dag. Úkraínuforseti segir ekki stefnt að því að ráðast á Rússland og ítrekar að Úkraínumenn séu í stríði á eigin grundu.

Stórtónleikar ítalska söngvarans Andrea Bocelli fara loksins fram í Kórnum í kvöld, tæplega tveimur árum eftir að þeir áttu upprunalega að fara fram. Fanndís Birna Logadóttir verður á staðnum.

Sauðburði er nú að ljúka hjá sauðfjárbændum landsins og á sumum stöðum er hann alveg búinn. Á bænum Álftavatni á Snæfellsnesi hefur sauðburður aldrei gengið eins vel og í vor. Forystukindin Flekka bar tveimur fallegum lömbum á meðan Magnús Hlynur leit við í fjárhúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×