Það er FourFourTwo sem greinir frá. „Það er möguleiki á því að hann [Lewandowski] komi hingað. Það eru viðræður í gangi en þetta verður ekki auðvelt. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Bayern,“ sagði Xavi á fréttamannafundi í gær.
Samningur Lewandowski við Bayern rennur út næsta sumar og hefur hann sagt Bayern að hann muni ekki skrifa undir nýjan samning.
„Ég hef sagt við félagið að ef það kemur inn tilboð þá þurfum við að íhuga það, sérstaklega fyrir klúbbinn. Við verðum að finna bestu lausnina fyrir alla aðila. Ég mun ekki skrifa undir nýjan samning,“ sagði Lewandowski.
Bayern hefur áður boðið Lewandowski samning en pólski framherjinn var óánægður með lengd samningsinstilboðsins sem hann taldi ekki vera nógu langur. Nú hafa viðræður þó siglt í strand.