Stóra uppsögnin: Vinnustaðamenning þarf að vera „mannleg“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. maí 2022 07:01 Ásdís Eir Símonardóttir segir fólk í auknum mæli sækjast í þann sveigjanleika að geta ráðið því hvar, hvenær og hvernig verkefnin þeirra í vinnunni eru unnin. Vinnuumhverfi þurfi að taka mið af því og vinnustaðamenning þurfi að vera mannleg. Ásdís er formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi og starfar sem VP of People & Culture hjá Lucinity. Vísir/Vilhelm Á vinnumarkaði er komin upp gjörbreytt staða og telja um 40% stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að stefni í skort á vinnuafli. „Fyrirtæki sem skapa umgjörð og menningu þar sem fólk upplifir tilgang með störfum sínum, finnst það tilheyra, upplifir stuðning og að það hafi tækifæri til vaxtar, þau fyrirtæki ná frekar að laða að sér og halda góðu fólki,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Ásdís er vinnusálfræðingur að mennt og starfar sem VP of People & Culture hjá nýsköpunarfyrirtækinu Lucinity, en það fyrirtæki hefur hannað hugbúnað fyrir banka og fjártæknifyrirtæki til að hjálpa þeim í baráttu sinni gegn peningaþvætti. Ásdís lýsir starfi sínu þannig að hjá Lucinity leiðir hún uppbyggingu á hvetjandi starfsumhverfi og menningu þar sem áhersla er lögð á umhyggju, nýsköpun og tækifæri til vaxtar í alþjóðlegu umhverfi. Ásdís segir mannauðsmál á mikilli siglingu þessa dagana en að fyrirtæki séu hins vegar misjafnlega vel í stakk búin til að setja fókus á mannauðsmál. „Það er ekki alls staðar sem að málaflokkurinn fær þann stuðning sem hann þarf,“ segir Ásdís en bætir við: Framsýn fyrirtæki eiga það hins vegar flest sammerkt að mannauðsfólk fær rödd við borðið og skýrt umboð til að setja „mjúk mál“ á dagskrá og innleiða breytingar.“ Í þessari viku fjallar Atvinnulífið sérstaklega um nýjar áherslur í mannauðsmálum og hvað mögulega þarf til, svo ekki stefni í skort á vinnuafli. Því að The Great Resignation er tímabil vinnumarkaðarins núna. Eða Stóra uppsögnin. Gjörbreytt staða vinnumarkaðarins er umræðuefni Viðskiptaþingsins sem haldið verður á alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí. Ásdís segir það góðs viti að eftirspurn eftir mannauðsstjórum hefur aukist á síðustu misserum. Þetta sé þróun bæði hérlendis og erlendis. „Margir hafa bent á að heimsfaraldurinn eigi stóran þátt í því að fagið sé í kastljósinu, en undanfarin ár hafa sýnt okkur að það að setja starfsfólk í forgang veitir fyrirtækjum og stofnunum ákveðið forskot.“ Góðu ráðin: Áherslur framsýnna fyrirtækja Við báðum Ásdísi um að nefna nokkur dæmi um þær breytingar sem hún er að sjá hjá fyrirtækjum núna og þá kannski sérstaklega þau atriði sem henni finnst áberandi hjá framsýnum fyrirtækjum. 1. Aukinn sveigjanleiki Stór hluti fólks á vinnumarkaði vinnur að hluta í fjarvinnu eftir heimsfaraldurinn. Fólk er í auknu mæli farið að sækjast eftir sveigjanleika varðandi hvar, hvenær, hvernig það sinnir verkefnum sínum. Þessa auknu eftirspurn eftir sveigjanleika þarf að sinna og bjóða upp á verkefnamiðaða vinnuaðstöðu, kerfi, umgjörð og vinnustaðamenningu sem styður við slíkt. 2. Áhersla á þjálfun og stuðning við vöxt fólks Örar tæknibreytingar og þróun á störfum kallar eftir stöðuga endurnýjun á færni og menningu sem styður við að fólk hafi svigrúm til að læra nýja hluti. Framsýn fyrirtæki sinna þjálfun með markvissari hætti en áður og efla þrautseigju og aðlögunarhæfni síns fólks. 3. Aukinn fókus á vellíðan í vinnu Nú er ekki nægilegt að styðja einungis við líkamlega heilsu starfsfólks, heldur eru framsýn fyrirtæki jafnframt með fókus á andlega, félagslega og fjárhagslega heilsu starfsfólks. Undanfarnir tímar hafa verið öllum krefjandi, og rannsóknir sýna að þunglyndi, kvíði og andleg vanlíðan hefur aukist hjá mörgum. Til viðbótar við einstaklingsmiðaðan stuðning leggja framsýn fyrirtæki einnig aukna áherslu á að stuðla að trausti og sálrænu öryggi á vinnustaðnum, til að efla góð samskipti og vellíðan ásamt upplifun fólks af því að tilheyra og vera metin að verðleikum. 4. Jafnræði og aukinn fjölbreytileiki Í auknu mæli þarf vinnustaðamenning að vera „mannleg“, einkennast af samkennd og gagnkvæmum skilningi til að laða að sér hæfasta fólkið. Framsýn fyrirtæki vinna ötullega að því að stuðla að jafnrétti í víðum skilningi, en það er orðin aukin krafa um að slíkt sé sannarlega á borði, ekki bara í orði. 5.Aukinn sjálfvirknivæðing Framsýn fyrirtæki vinna ötullega að því að fækka handtökum þegar kemur að mannauðsmálum og innri ferlum. Þannig skapast svigrúm fyrir mannauðsteymi að sinna virðisskapandi verkefnum og setja orku í framsýn verkefni sem styðja við stefnu fyrirtækisins, frekar en að láta handavinnu gleypa sig. Vinnustaðurinn Mannauðsmál Tengdar fréttir Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18. maí 2022 07:00 Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00 Bjóða starfsfólki svefnráðgjöf og skoða hagræðingar á vinnutíma Svefnráðgjöf, námskeið og fleira er liður í innleiðingu Samkaupa á svefnstjórnun til að auka á vellíðan starfsfólks. 5. maí 2022 07:01 Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 „Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. 28. apríl 2022 07:01 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Fyrirtæki sem skapa umgjörð og menningu þar sem fólk upplifir tilgang með störfum sínum, finnst það tilheyra, upplifir stuðning og að það hafi tækifæri til vaxtar, þau fyrirtæki ná frekar að laða að sér og halda góðu fólki,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Ásdís er vinnusálfræðingur að mennt og starfar sem VP of People & Culture hjá nýsköpunarfyrirtækinu Lucinity, en það fyrirtæki hefur hannað hugbúnað fyrir banka og fjártæknifyrirtæki til að hjálpa þeim í baráttu sinni gegn peningaþvætti. Ásdís lýsir starfi sínu þannig að hjá Lucinity leiðir hún uppbyggingu á hvetjandi starfsumhverfi og menningu þar sem áhersla er lögð á umhyggju, nýsköpun og tækifæri til vaxtar í alþjóðlegu umhverfi. Ásdís segir mannauðsmál á mikilli siglingu þessa dagana en að fyrirtæki séu hins vegar misjafnlega vel í stakk búin til að setja fókus á mannauðsmál. „Það er ekki alls staðar sem að málaflokkurinn fær þann stuðning sem hann þarf,“ segir Ásdís en bætir við: Framsýn fyrirtæki eiga það hins vegar flest sammerkt að mannauðsfólk fær rödd við borðið og skýrt umboð til að setja „mjúk mál“ á dagskrá og innleiða breytingar.“ Í þessari viku fjallar Atvinnulífið sérstaklega um nýjar áherslur í mannauðsmálum og hvað mögulega þarf til, svo ekki stefni í skort á vinnuafli. Því að The Great Resignation er tímabil vinnumarkaðarins núna. Eða Stóra uppsögnin. Gjörbreytt staða vinnumarkaðarins er umræðuefni Viðskiptaþingsins sem haldið verður á alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí. Ásdís segir það góðs viti að eftirspurn eftir mannauðsstjórum hefur aukist á síðustu misserum. Þetta sé þróun bæði hérlendis og erlendis. „Margir hafa bent á að heimsfaraldurinn eigi stóran þátt í því að fagið sé í kastljósinu, en undanfarin ár hafa sýnt okkur að það að setja starfsfólk í forgang veitir fyrirtækjum og stofnunum ákveðið forskot.“ Góðu ráðin: Áherslur framsýnna fyrirtækja Við báðum Ásdísi um að nefna nokkur dæmi um þær breytingar sem hún er að sjá hjá fyrirtækjum núna og þá kannski sérstaklega þau atriði sem henni finnst áberandi hjá framsýnum fyrirtækjum. 1. Aukinn sveigjanleiki Stór hluti fólks á vinnumarkaði vinnur að hluta í fjarvinnu eftir heimsfaraldurinn. Fólk er í auknu mæli farið að sækjast eftir sveigjanleika varðandi hvar, hvenær, hvernig það sinnir verkefnum sínum. Þessa auknu eftirspurn eftir sveigjanleika þarf að sinna og bjóða upp á verkefnamiðaða vinnuaðstöðu, kerfi, umgjörð og vinnustaðamenningu sem styður við slíkt. 2. Áhersla á þjálfun og stuðning við vöxt fólks Örar tæknibreytingar og þróun á störfum kallar eftir stöðuga endurnýjun á færni og menningu sem styður við að fólk hafi svigrúm til að læra nýja hluti. Framsýn fyrirtæki sinna þjálfun með markvissari hætti en áður og efla þrautseigju og aðlögunarhæfni síns fólks. 3. Aukinn fókus á vellíðan í vinnu Nú er ekki nægilegt að styðja einungis við líkamlega heilsu starfsfólks, heldur eru framsýn fyrirtæki jafnframt með fókus á andlega, félagslega og fjárhagslega heilsu starfsfólks. Undanfarnir tímar hafa verið öllum krefjandi, og rannsóknir sýna að þunglyndi, kvíði og andleg vanlíðan hefur aukist hjá mörgum. Til viðbótar við einstaklingsmiðaðan stuðning leggja framsýn fyrirtæki einnig aukna áherslu á að stuðla að trausti og sálrænu öryggi á vinnustaðnum, til að efla góð samskipti og vellíðan ásamt upplifun fólks af því að tilheyra og vera metin að verðleikum. 4. Jafnræði og aukinn fjölbreytileiki Í auknu mæli þarf vinnustaðamenning að vera „mannleg“, einkennast af samkennd og gagnkvæmum skilningi til að laða að sér hæfasta fólkið. Framsýn fyrirtæki vinna ötullega að því að stuðla að jafnrétti í víðum skilningi, en það er orðin aukin krafa um að slíkt sé sannarlega á borði, ekki bara í orði. 5.Aukinn sjálfvirknivæðing Framsýn fyrirtæki vinna ötullega að því að fækka handtökum þegar kemur að mannauðsmálum og innri ferlum. Þannig skapast svigrúm fyrir mannauðsteymi að sinna virðisskapandi verkefnum og setja orku í framsýn verkefni sem styðja við stefnu fyrirtækisins, frekar en að láta handavinnu gleypa sig.
Vinnustaðurinn Mannauðsmál Tengdar fréttir Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18. maí 2022 07:00 Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00 Bjóða starfsfólki svefnráðgjöf og skoða hagræðingar á vinnutíma Svefnráðgjöf, námskeið og fleira er liður í innleiðingu Samkaupa á svefnstjórnun til að auka á vellíðan starfsfólks. 5. maí 2022 07:01 Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 „Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. 28. apríl 2022 07:01 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18. maí 2022 07:00
Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00
Bjóða starfsfólki svefnráðgjöf og skoða hagræðingar á vinnutíma Svefnráðgjöf, námskeið og fleira er liður í innleiðingu Samkaupa á svefnstjórnun til að auka á vellíðan starfsfólks. 5. maí 2022 07:01
Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02
„Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. 28. apríl 2022 07:01