Óttast slysahættu af auglýsingum Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2022 13:32 Leikmenn hafa til að mynda runnið til á auglýsingum í úrslitaeinvíginu í körfubolta karla sem lýkur í kvöld. VÍSIR/BÁRA Auglýsingar á gólfum íþróttahalla eru algeng sjón í handbolta og körfubolta hér á landi en þær virðast geta aukið hættuna á slysum hjá íþróttafólkinu. „Er ekki spurning um að finna aðrar leiðir fyrir íþróttafélög en auglýsingar á gólf til að koma sponsum á framfæri, svona áður en einhver meiðir sig alvarlega?“ spyr Tómas Jónasson á Twitter. Þar birtir hann fjölda af klippum sem sýna handbolta- og körfuboltamenn renna til á auglýsingum í úrslitakeppnunum sem nú standa yfir. pic.twitter.com/8fnGeAkMfp— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 pic.twitter.com/AGTvBaFDar— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 Körfuboltaþjálfarinn Hrafn Kristjánsson tekur undir og bendir á hættu sem einnig geti skapast af auglýsingaskiltum í kringum vellina: „100% sammála. Annað þessu tengt sem er grafalvarlegt eru þessi járnskilti sem er raðað kringum vellina. Skiltin eru flugbeitt og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef leikmaður myndi detta með andlitið eða jafnvel háls/úlnlið á fullum hraða á brún þessara skilta,“ skrifar Hrafn. Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson úr KR deilir færslu Tómasar og segir einfaldlega: „Banna auglýsingar á leikvöllum,“ og Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar hvetur fólk í íþróttahreyfingunni til að skoða klippurnar. Þekkt dæmi um að menn hafi runnið til á dúk og meiðst er þegar Pavel Ermolinskij meiddist í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar árið 2015. Hrafn bendir reyndar á að Pavel hafi einnig skorist illa á hendi á auglýsingaskilti í stjörnuleik árið 2011 og misst af leikjum í framhaldinu. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla Slysavarnir Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Sjá meira
„Er ekki spurning um að finna aðrar leiðir fyrir íþróttafélög en auglýsingar á gólf til að koma sponsum á framfæri, svona áður en einhver meiðir sig alvarlega?“ spyr Tómas Jónasson á Twitter. Þar birtir hann fjölda af klippum sem sýna handbolta- og körfuboltamenn renna til á auglýsingum í úrslitakeppnunum sem nú standa yfir. pic.twitter.com/8fnGeAkMfp— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 pic.twitter.com/AGTvBaFDar— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 Körfuboltaþjálfarinn Hrafn Kristjánsson tekur undir og bendir á hættu sem einnig geti skapast af auglýsingaskiltum í kringum vellina: „100% sammála. Annað þessu tengt sem er grafalvarlegt eru þessi járnskilti sem er raðað kringum vellina. Skiltin eru flugbeitt og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef leikmaður myndi detta með andlitið eða jafnvel háls/úlnlið á fullum hraða á brún þessara skilta,“ skrifar Hrafn. Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson úr KR deilir færslu Tómasar og segir einfaldlega: „Banna auglýsingar á leikvöllum,“ og Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar hvetur fólk í íþróttahreyfingunni til að skoða klippurnar. Þekkt dæmi um að menn hafi runnið til á dúk og meiðst er þegar Pavel Ermolinskij meiddist í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar árið 2015. Hrafn bendir reyndar á að Pavel hafi einnig skorist illa á hendi á auglýsingaskilti í stjörnuleik árið 2011 og misst af leikjum í framhaldinu.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla Slysavarnir Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Sjá meira