Ráðherrar hræddir um að salan á Chelsea fari ekki í gegn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2022 07:00 Todd Boehly, verðandi eigandi Chelsea? Visionhaus/Getty Images Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ráðherrar ríkistjórnar Bretlands telji að mögulega muni salan á enska fótboltafélaginu Chelsea ekki ganga í gegn. Chelsea hefur samþykkt tilboð hóps sem leiddur er af fjárfestinum Todd Boehly, meðeiganda hafnaboltaliðsins Los Angeles Dodgers. Tilboðið hljóðar upp á 4.25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarðar íslenskra króna. Það virðist hins vegar ríkja óvissa innan bresku ríkisstjórnarinnar varðandi það hvar peningurinn sem mun fást fyrir félagið mun enda. Roman Abramovich – núverandi eigandi Chelsea – er að reyna selja félagið eftir að upp komst um tengsl hans og Vladimir Pútin, Rússlandsforseta. Auðjöfurinn gaf út að hann ætlaði sér ekki að rukka Chelsea um þann einn og hálfa milljarð sem hann hefur lánað félaginu síðan hann festi kaup á því. Í staðinn átti það fjármagn að renna til góðgerðamála en hann hefur ekki enn skrifað undir neitt sem staðfestir það. Chelsea fær sem stendur að halda úti starfsemi sinni þökk sé sérstöku leyfi frá ríkisstjórn Bretlands en það leyfi rennur út 31. maí. Það virðist alls óvíst hvort félagið fái áframhaldandi leyfi en Roman vill ekki festa það í stein að ágóði sölu félagsins fari í góðgerðamál. „Helstu tveir punktarnir eru að það er óvíst hver ágóðinn fer og hvaða lagalega staðfesting mun tryggja að peningurinn fari í góð málefni,“ segja heimildir breska ríkisútvarpsins. It is understood any sale would need to be completed by early June when the Premier League meets to grant clubs the licenses needed to compete next season.— BBC Sport (@BBCSport) May 16, 2022 Þá segir að allt þurfi að vera klappað og klárt snemma í júní þegar forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hittast til að veita félögum keppnisleyfi fyrir komandi tímabil. Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Chelsea hefur samþykkt tilboð hóps sem leiddur er af fjárfestinum Todd Boehly, meðeiganda hafnaboltaliðsins Los Angeles Dodgers. Tilboðið hljóðar upp á 4.25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarðar íslenskra króna. Það virðist hins vegar ríkja óvissa innan bresku ríkisstjórnarinnar varðandi það hvar peningurinn sem mun fást fyrir félagið mun enda. Roman Abramovich – núverandi eigandi Chelsea – er að reyna selja félagið eftir að upp komst um tengsl hans og Vladimir Pútin, Rússlandsforseta. Auðjöfurinn gaf út að hann ætlaði sér ekki að rukka Chelsea um þann einn og hálfa milljarð sem hann hefur lánað félaginu síðan hann festi kaup á því. Í staðinn átti það fjármagn að renna til góðgerðamála en hann hefur ekki enn skrifað undir neitt sem staðfestir það. Chelsea fær sem stendur að halda úti starfsemi sinni þökk sé sérstöku leyfi frá ríkisstjórn Bretlands en það leyfi rennur út 31. maí. Það virðist alls óvíst hvort félagið fái áframhaldandi leyfi en Roman vill ekki festa það í stein að ágóði sölu félagsins fari í góðgerðamál. „Helstu tveir punktarnir eru að það er óvíst hver ágóðinn fer og hvaða lagalega staðfesting mun tryggja að peningurinn fari í góð málefni,“ segja heimildir breska ríkisútvarpsins. It is understood any sale would need to be completed by early June when the Premier League meets to grant clubs the licenses needed to compete next season.— BBC Sport (@BBCSport) May 16, 2022 Þá segir að allt þurfi að vera klappað og klárt snemma í júní þegar forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hittast til að veita félögum keppnisleyfi fyrir komandi tímabil.
Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira