Systkinin voru yfirveguð á sviðinu og raddirnar hljómuðu mjög vel. 12 stig frá okkur Dóru Júlíu, en við erum ekki beint hlutlausar.
En ef þið trúið okkur ekki þá getið þið hlustað á flutninginn hér að neðan.
Hægt er að fylgjast með öllu tengdu keppninni í vaktinni okkar HÉR.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.