Son myndi fórna markakóngstitlinum fyrir Meistaradeildarsæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 12:46 Heung-Min Son fagnar marki sínu gegn Arsenal. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Heung-Min Son er í harðri baráttu við Liverpool-manninn Mohamed Salah um markakóngstitilinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kóreumaðurinn segist hins vegar vera tilbúinn að fórna titlinum ef það þýðir að Tottenham vinnur sér inn sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Son hefur verið iðinn við markaskorun þetta tímabilið og hefur séð til þess að markverðir deildarinnar hafa þurft að sækja boltann í netið í 21 skipti. Hann er einu marki á eftir efsta manni listans, Mohamed Salah, sem hefur skorað 22 mörk þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu, Það er þó önnur barátta sem Kóreumaðurinn telur mun mikilvægari, en það er baráttan um Meistaradeildarsæti. Son og félagar hans í Tottenham sitja í fimmta sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir erkifjendum þeirra í Arsenal sem sitja í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. „Það væri frábært að verða markakóngur, en fyrir okkur sem lið er mikilvægt að lenda í einu af efstu fjórum sætunum,“ sagði Son. Kóreumaðurinn skoraði mark númer 21 á tímabilinu í öruggum 3-0 sigri Tottenham gegn erkifjendunum í Arsenal síðastliðinn Fimmtudag. Hann hefur nú skorað tíu mörk í seinustu átta leikjum, en aðspurður að því hvort hann myndi fórna einhverjum af þessum mörkum fyrir sæti í Meistaradeildinni stóð ekki á svörum. „Já, hundrað prósent. Auðvitað er gott að maður sé að keppa að því að verða markakóngur, en ég hef sagt það áður að það að enda í topp fjórum er það mikilvægasta af öllu fyrir okkur,“ sagði Kóreumaðurinn að lokum. Son Heung-min has admitted he'd sacrifice the Premier League Golden Boot to play in the #UCL with Tottenham. - Express pic.twitter.com/9wwvz4Hkoy— The Spurs Web (@thespursweb) May 13, 2022 Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Son hefur verið iðinn við markaskorun þetta tímabilið og hefur séð til þess að markverðir deildarinnar hafa þurft að sækja boltann í netið í 21 skipti. Hann er einu marki á eftir efsta manni listans, Mohamed Salah, sem hefur skorað 22 mörk þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu, Það er þó önnur barátta sem Kóreumaðurinn telur mun mikilvægari, en það er baráttan um Meistaradeildarsæti. Son og félagar hans í Tottenham sitja í fimmta sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir erkifjendum þeirra í Arsenal sem sitja í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. „Það væri frábært að verða markakóngur, en fyrir okkur sem lið er mikilvægt að lenda í einu af efstu fjórum sætunum,“ sagði Son. Kóreumaðurinn skoraði mark númer 21 á tímabilinu í öruggum 3-0 sigri Tottenham gegn erkifjendunum í Arsenal síðastliðinn Fimmtudag. Hann hefur nú skorað tíu mörk í seinustu átta leikjum, en aðspurður að því hvort hann myndi fórna einhverjum af þessum mörkum fyrir sæti í Meistaradeildinni stóð ekki á svörum. „Já, hundrað prósent. Auðvitað er gott að maður sé að keppa að því að verða markakóngur, en ég hef sagt það áður að það að enda í topp fjórum er það mikilvægasta af öllu fyrir okkur,“ sagði Kóreumaðurinn að lokum. Son Heung-min has admitted he'd sacrifice the Premier League Golden Boot to play in the #UCL with Tottenham. - Express pic.twitter.com/9wwvz4Hkoy— The Spurs Web (@thespursweb) May 13, 2022
Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira