Innlent

Fimm skjálftar yfir 3,0 við Reykja­nes­tá í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Reykjanesviti á blíðviðrisdegi.
Reykjanesviti á blíðviðrisdegi. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga en í gær mældust fimm skjálftar yfir 3,0 að stærð við Reykjanestá.

Á vef Veðurstofunnar segir að sá stærsti hafi mælst 3,5 að stærð klukkan 15:41 og voru upptök hans 2,1 kílómetra norðvestur af Reykjanestá.

Í athugasemd frá jarðvísindamanni segir að klukkan 19:28 í gærkvöldi hafi orðið skjálfti 3,2 að stærð, klukkan 17:04 skjálfti 3,1 að stærð, klukkan 16:41 skjálfti 3,3 að stærð, klukkan 15:41 skjálfti 3,5 að stærð og klukkan 11:09 í gærmorgun hafi mælst skjálfti af stærðinni 3,4 á sömu slóðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×