Valsfjölskylda gæti hafa varið 250 þúsund krónum í miða á tveimur mánuðum Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 08:01 Stuðningsmenn Vals á öllum aldri hafa skemmt sér vel síðustu vikurnar. vísir/Hulda Margrét Valsarar ætla sér að vera stórveldi í stóru boltagreinunum þremur, hjá konum og körlum, eins og síðustu vikur hafa sýnt svo glögglega. Stuðningsmenn Vals gætu mögulega mætt á 29 heimaleiki á aðeins tveimur mánuðum. Valur hefur átt fulltrúa í öllum úrslitakeppnunum fjórum í handbolta og körfubolta og á einnig lið í fremstu röð í Bestu deildum karla og kvenna. Lið félagsins hafa jafnvel verið að spila þrjá leiki á sama degi og mikið líf og fjör verið á Hlíðarenda, eins og til að mynda í gærkvöld þegar kvennaliðið í handbolta og karlaliðið í körfubolta spiluðu. Vísitöluvalsfjölskylda gæti því hafa varið 134 þúsund krónum í miðakaup með því að mæta aðeins á heimaleiki Vals í apríl og maí, hjá liðunum sex sem félagið á í handbolta, körfubolta og fótbolta. Miði fyrir fullorðinn kostar í flestum tilvikum 2.000 krónur. Valsarar hafa getað fagnað mikið síðustu vikur og gætu uppskorið fleiri en einn og fleiri en tvo Íslandsmeistaratitla.vísir/Hulda Margrét Ef útileikjunum í þessum tveimur mánuðum er bætt við hátt í tvöfaldast upphæðin og nemur 253.000 krónum hjá einni fjölskyldu, með tvo fullorðna og tvö börn. Fjölskyldan þyrfti þá að mæta á alla 55 leikina sem í boði voru og eru á 61 degi í apríl og maí. Í þessari upphæð er þó gert ráð fyrir því að Valur komist í fimm leikja úrslitaeinvígi í Olís-deild kvenna í handbolta og að til oddaleikja komi í úrslitunum í Olís-deild karla, þar sem Valur mætir ÍBV, og í Subway-deild karla í körfubolta. Valskonur féllu út í undanúrslitum í Subway-deild kvenna en náðu þó að spila tvo heimaleiki. Við bætist ferðakostnaður og kaup á veitingum Í upphæðinni er hins vegar aðeins kostnaður við miða. Ekki er gert ráð fyrir ferðakostnaði en stuðningsmenn Vals fá til dæmis tvö tækifæri til að heimsækja Skagafjörð í þessum mánuði. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir kostnaði við kalt öl í Fjósinu fyrir leik eða kaupum á hamborgurum og öðru sjoppufæði sem í boði er fyrir fjölskyldur á leikjum á Hlíðarenda og ætti að færa Val helling af krónum í kassann. Spennan er mikil í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.vísir/bára Aðeins dýrara á úrslitin í körfunni Samkvæmt upplýsingum frá Val er miðaverð á leiki í flestum tilvikum 2.000 krónur og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Þó hefur kostað 2.500 krónur á leiki karlaliðsins í körfubolta sem freistar þess að vinna langþráðan Íslandsmeistaratitil, og 1.000 krónur fyrir börn. Hér að neðan má sjá heimaleiki Vals á Hlíðarenda í apríl og maí, í handbolta, körfubolta og fótbolta. Mögulegt er að einn bikarleikur bætist við hjá kvennaliðinu í fótbolta. Heimaleikir Vals í apríl og maí Kvennalið Vals í handbolta: 3. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 14. apríl: Valur – KA/Þór, deildarleikur 6. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 12. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit Einnig mögulega: 16. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 23. maí: Valur – Fram, úrslit 29. maí: Valur – Fram, úrslit Karlalið Vals í handbolta: 6. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 21. apríl: Valur – Fram, 8-liða úrslit 2. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 8. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 19. maí: Valur – ÍBV, úrslit 25. maí: Valur – ÍBV, úrslit Einnig mögulega: 30. maí: Valur – ÍBV, úrslit Kvennalið Vals í körfubolta: 4. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit 10. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit Karlalið Vals í körfubolta: 5. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 11. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 23. apríl: Valur – Þór Þ., undanúrslit 6. maí: Valur – Tindastóll, úrslit 12. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Einnig mögulega: 18. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Kvennalið Vals í fótbolta: 26. apríl: Valur – Þróttur, deildarleikur 9. maí: Valur – Keflavík, deildarleikur 19. maí: Valur – KR, deildarleikur Karlalið Vals í fótbolta: 19. apríl: Valur – ÍBV, deildarleikur 30. apríl: Valur – KR, deildarleikur 11. maí: Valur – ÍA, deildarleikur 22. maí: Valur – Víkingur, deildarleikur Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Sjá meira
Valur hefur átt fulltrúa í öllum úrslitakeppnunum fjórum í handbolta og körfubolta og á einnig lið í fremstu röð í Bestu deildum karla og kvenna. Lið félagsins hafa jafnvel verið að spila þrjá leiki á sama degi og mikið líf og fjör verið á Hlíðarenda, eins og til að mynda í gærkvöld þegar kvennaliðið í handbolta og karlaliðið í körfubolta spiluðu. Vísitöluvalsfjölskylda gæti því hafa varið 134 þúsund krónum í miðakaup með því að mæta aðeins á heimaleiki Vals í apríl og maí, hjá liðunum sex sem félagið á í handbolta, körfubolta og fótbolta. Miði fyrir fullorðinn kostar í flestum tilvikum 2.000 krónur. Valsarar hafa getað fagnað mikið síðustu vikur og gætu uppskorið fleiri en einn og fleiri en tvo Íslandsmeistaratitla.vísir/Hulda Margrét Ef útileikjunum í þessum tveimur mánuðum er bætt við hátt í tvöfaldast upphæðin og nemur 253.000 krónum hjá einni fjölskyldu, með tvo fullorðna og tvö börn. Fjölskyldan þyrfti þá að mæta á alla 55 leikina sem í boði voru og eru á 61 degi í apríl og maí. Í þessari upphæð er þó gert ráð fyrir því að Valur komist í fimm leikja úrslitaeinvígi í Olís-deild kvenna í handbolta og að til oddaleikja komi í úrslitunum í Olís-deild karla, þar sem Valur mætir ÍBV, og í Subway-deild karla í körfubolta. Valskonur féllu út í undanúrslitum í Subway-deild kvenna en náðu þó að spila tvo heimaleiki. Við bætist ferðakostnaður og kaup á veitingum Í upphæðinni er hins vegar aðeins kostnaður við miða. Ekki er gert ráð fyrir ferðakostnaði en stuðningsmenn Vals fá til dæmis tvö tækifæri til að heimsækja Skagafjörð í þessum mánuði. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir kostnaði við kalt öl í Fjósinu fyrir leik eða kaupum á hamborgurum og öðru sjoppufæði sem í boði er fyrir fjölskyldur á leikjum á Hlíðarenda og ætti að færa Val helling af krónum í kassann. Spennan er mikil í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.vísir/bára Aðeins dýrara á úrslitin í körfunni Samkvæmt upplýsingum frá Val er miðaverð á leiki í flestum tilvikum 2.000 krónur og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Þó hefur kostað 2.500 krónur á leiki karlaliðsins í körfubolta sem freistar þess að vinna langþráðan Íslandsmeistaratitil, og 1.000 krónur fyrir börn. Hér að neðan má sjá heimaleiki Vals á Hlíðarenda í apríl og maí, í handbolta, körfubolta og fótbolta. Mögulegt er að einn bikarleikur bætist við hjá kvennaliðinu í fótbolta. Heimaleikir Vals í apríl og maí Kvennalið Vals í handbolta: 3. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 14. apríl: Valur – KA/Þór, deildarleikur 6. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 12. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit Einnig mögulega: 16. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 23. maí: Valur – Fram, úrslit 29. maí: Valur – Fram, úrslit Karlalið Vals í handbolta: 6. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 21. apríl: Valur – Fram, 8-liða úrslit 2. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 8. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 19. maí: Valur – ÍBV, úrslit 25. maí: Valur – ÍBV, úrslit Einnig mögulega: 30. maí: Valur – ÍBV, úrslit Kvennalið Vals í körfubolta: 4. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit 10. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit Karlalið Vals í körfubolta: 5. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 11. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 23. apríl: Valur – Þór Þ., undanúrslit 6. maí: Valur – Tindastóll, úrslit 12. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Einnig mögulega: 18. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Kvennalið Vals í fótbolta: 26. apríl: Valur – Þróttur, deildarleikur 9. maí: Valur – Keflavík, deildarleikur 19. maí: Valur – KR, deildarleikur Karlalið Vals í fótbolta: 19. apríl: Valur – ÍBV, deildarleikur 30. apríl: Valur – KR, deildarleikur 11. maí: Valur – ÍA, deildarleikur 22. maí: Valur – Víkingur, deildarleikur
Kvennalið Vals í handbolta: 3. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 14. apríl: Valur – KA/Þór, deildarleikur 6. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 12. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit Einnig mögulega: 16. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 23. maí: Valur – Fram, úrslit 29. maí: Valur – Fram, úrslit Karlalið Vals í handbolta: 6. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 21. apríl: Valur – Fram, 8-liða úrslit 2. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 8. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 19. maí: Valur – ÍBV, úrslit 25. maí: Valur – ÍBV, úrslit Einnig mögulega: 30. maí: Valur – ÍBV, úrslit Kvennalið Vals í körfubolta: 4. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit 10. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit Karlalið Vals í körfubolta: 5. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 11. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 23. apríl: Valur – Þór Þ., undanúrslit 6. maí: Valur – Tindastóll, úrslit 12. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Einnig mögulega: 18. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Kvennalið Vals í fótbolta: 26. apríl: Valur – Þróttur, deildarleikur 9. maí: Valur – Keflavík, deildarleikur 19. maí: Valur – KR, deildarleikur Karlalið Vals í fótbolta: 19. apríl: Valur – ÍBV, deildarleikur 30. apríl: Valur – KR, deildarleikur 11. maí: Valur – ÍA, deildarleikur 22. maí: Valur – Víkingur, deildarleikur
Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Sjá meira