Tónlist

Framlag Lettlands tók íslenska lagið í beinni fyrir blaðamenn

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Hljómsveitin Citi Zēni sótti innblástur í íslensku náttúruna fyrir lagið sitt Eat Your Salad.
Hljómsveitin Citi Zēni sótti innblástur í íslensku náttúruna fyrir lagið sitt Eat Your Salad. Júrógarðurinn

Hljómsveitin Citi Zēni keppti fyrir hönd Lettlands í Eurovision í ár. Lagið þeirra Eat Your Salad komst ekki áfram úr undanriðlinum en þeir náðu þó að dreifa boðskap sínum, sem snýst um að velja grænmetisfæðu og hugsa vel um plánetuna. Júrógarðurinn átti líflegt spjall við hljómsveitina, sem söng meðal annars fyrir okkur eigin útgáfu af Með hækkandi sól.

„Ég fór til Íslands og tólf klukkutímum síðar stofnuðum við þessa hljómsveit,“ segir Jānis Pētersons, söngvari Citi Zēni. Hann segir fegurð íslensku náttúrunnar hafa verið innblástur að laginu Eat Your Salad.

Citi Zēni tók þátt í fyrri undanriðlinum en komst ekki áfram á lokakvöldið. EBU

Í laginu syngja þeir meðal annars að það sé töff að vera grænn og borða salatið sitt. Þeir eru léttir og skemmtilegir í framkomu en segja lagið þó fela í sér mikilvæg skilaboð. 

„Við þurfum að hugsa vel um náttúruna, jafnvel þó það sé bara með litlu hlutunum sem við gerum. Við reyndum að gera mjög alvarleg skilaboð mjög skemmtileg og vonandi skilar það sér áleiðis,“ segja hljómsveitarmeðlimirnir en þeir eru allir grænmetisætur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Koma mikilvægum skilaboðum áleiðis með því að vera skemmtilegir

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Þetta segja erlendir blaðamenn um íslenska atriðið í ár

Íslenska atriðið er komið upp í tólfta sæti í veðbönkum en aðeins tíu lönd komast upp úr fyrra undankvöldinu. Við tókum púlsinn á erlendum blaðamönnum í höllinni og fengum að heyra hvað þeim finnst um lagið Með hækkandi sól. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.