Fótbolti

Atli Barkar byrjaði inn á er SönderjyskE féll úr efstu deild

Atli Arason skrifar
Atli Barkarson í leik með SönderjyskE.
Atli Barkarson í leik með SönderjyskE. Twitter/@@SEfodbold

Atli Barkarson var í byrjunarliði SönderjyskE og spilaði í 91 mínútu áður en honum var skipt af leikvelli í 1-1 jafntefli gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Leikurinn í kvöld var þriðji leikur Atla í röð fyrir SönderjyskE eftir að hafa verið á bekknum eða utan hóps í átta leiki í röð þar á undan.

Leikmenn SönderjyskE fara eflaust svekktir á koddann í kvöld þar sem á 32. mínútu leiksins fékk Adamo Nagalo, leikmaður Nordsjælland, rautt spjald og gestirnir spiluðu restina af leiknum einum leikmanni færri. Peter Christiansen kom SönderjyskE yfir á 62. mínútu en Magnus Andersen jafnaði leikinn fyrir 10 leikmenn Nordsjælland sex mínútum fyrir leikslok. Mark sem fellir SönderjyskE úr efstu deild.

SönderjyskE er í neðsta sæti deildarinnar, eftir að henni var tvískipt, með 22 stig. Aarhus er í síðasta örugga sæti deildarinnar með 29 stig þegar sex stig eru eftir í pottinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×