Að þegja, hlusta og endurtaka er ekki nóg Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. maí 2022 07:01 Þegar við erum að vanda okkur við að hlusta á annað fólk erum við mjög oft í raun upptekin af því í huganum að vera að ákveða eða móta hvernig við ætlum að svara eða hvað við ætlum að segja. Að vanda sig við að þegja þegar aðrir tala, vanda sig við að hlusta og endurtaka síðan það sem sagt er virkar hins vegar ekki nema við vöndum okkur við þau atriði sem vísindin segja að skipti mestu máli. Vísir/Getty Flest okkar verðum reglulega uppvís að því að byrja að tala of fljótt þegar annað fólk hættir að tala (því við vorum allan tímann í huganum að undirbúa okkar eigið svar) eða að heyra hreinlega ekki alveg hvað annað fólk er að segja því við erum að multitaska. Já, það geta nefnilega fáir státað sig af því að vera meistaralega góðir í virkri hlustun. Þó er virk hlustun eitt af því sem fullorðnu fólki er svo sannarlega bent á að þjálfa sig í. Því virk hlustun getur gert kraftaverk í starfi en ekkert síður í foreldrahlutverkinu eða ef við þjálfumst í að hlusta betur á vini og vandamenn. Þó er svo sannarlega til mikils að vinna að ná tökum á virkri hlustun. Því rannsóknir hafa sýnt að fólk sem nær góðum tökum á virkri hlustun mælist ekki aðeins hæfari eða betri sem leiðtogar heldur upplifir annað fólk það trúverðugra. Sem skýrist einfaldlega af þeim mannlega eiginleika okkar að treysta betur fólki sem við vitum að hlustar á okkur og sýnir þannig að það skiptir máli hvað okkur finnst. Þá hafa rannsóknir sýnt að fólk sem virkilega stendur sig vel í að hlusta á annað fólk, nær meiri árangri í starfi. Sá árangur getur endurspeglast í alls kyns atriðum. Allt frá því að afkasta meira eða að ná lengra í starfsframa. Í umfjöllun FastCompany er því fleygt fram að eitt einfaldasta ráðið til að ná virkri hlustun gæti verið eitthvað á þessa leið: Þegja Hlusta vel á viðkomandi Endurtaka það sem sagt var Hins vegar er á það bent að ofangreint ráð dugar fæstum á endanum. Enda hafa vísindin skýrt út hvers vegna og því eru það frekar eftirfarandi fjögur atriði sem við ættum að einbeita okkur að. 1. Um hvað ertu að hugsa þegar þú ert að hlusta á annað fólk? Það er ekki nóg að þegja á meðan annað fólk talar og leggja sig fram við að vera að hlusta á það, ef hugurinn okkar fer af stað í sjálfstæðar hugsanir á meðan. Því þá erum við meira að reyna að þykjast hlusta frekar en að VERA að hlusta. Algengasta vandamálið hjá fólki er að fara strax að hugsa um til dæmis sínar skoðanir eða hvernig það ætlar að svara eða hvað það ætlar að segja þegar viðkomandi hefur lokið máli sínu. Sem þýðir að við erum ekki beint að hlusta á viðkomandi, heldur að undirbúa okkur sjálf í því hvað við ætlum að segja. Það fyrsta sem okkur er því bent á er að huga að einbeitingunni okkar. Að leyfa huganum ekki að hugsa um neitt annað en hvað viðkomandi er að segja þannig að hlustunin sé algjör og mjög einbeitt. Sem að sjálfsögðu þýðir líka að við eigum ekki að multitaska á meðan (ekki kíkja á símann eða í tölvuna eða halda áfram að gera það sem við vorum að gera). 2. Erum fæst jafn góð í samkennd og við höldum Þá hafa vísindin sýnt að við erum fæst jafn góð í samkennd og við höldum sjálf. Þetta þýðir að samkvæmt rannsóknum teljum við okkur vera betri í því að skilja annað fólk eða setja okkur í þeirra spor heldur en við erum í raun. Góða ráðið sem við fáum hvað þetta varðar er að auka meðvitundina okkar í þessu þegar að við hlustum. Þannig að í staðinn fyrir að kinka kolli og láta sem við skiljum viðkomandi fullkomlega, þurfum við að beita beita gagnrýnni hugsun á okkur sjálf og virkilega velta því fyrir okkur hvort við séum að átta okkur á sjónarmiði hins aðilans fyrir alvöru. Eða hvort við ættum að einbeita okkur enn frekar að því að hlusta vel á viðkomandi og skilja sjónarmið hans/hennar betur. 3. Að grípa fram í eða byrja að tala of fljótt Þá er það þessi ótrúlega algengi vani hjá okkur sem ýmist felst í því að grípa fram í fyrir fólki eða byrja að tala of fljótt sjálf. Að gera þetta er oft vísbending um að hlustunin er ekki nægilega virk. Þannig að ef við stöndum okkur sjálf að því að byrja mjög oft að kinka kolli og getum nánast ekki beðið eftir því að byrja að tala sjálf, gæti þetta verið ágætis vísbending til okkar um að vanda okkur betur við einbeitta og virka hlustun. Núvitund er sögð hjálpa mikið í þessu en í umræddri grein er því haldið fram að fólk sem náð hefur góðum árangri í núvitund, nær oft um leið góðum tökum á virkri hlustun. 4. Þegar röðin kemur að þér… Loksins þegar röðin er komin að þér er ágætt að vera meðvituð um það sjálf hvernig við svörum og hvað við segjum þá. Því eftirfylgni góðra hlustenda er að svara með tilvísun eða samhljóm í það sem viðkomandi var rétt í þessu að segja og tengja þau orð við svarið okkar. Sem er allt annað en að svara miðað við svarið sem við hugsuðum um og mótuðum í huganum á meðan hinn aðilinn var að tala og við því ekki virk í hlustun. Algengt er að fólk nái tökum á því að hætta að grípa fram í, reyni að vanda sig við einbeitinguna og þjálfi sig í samkennd og skilning en klikki síðan á þessu lokaatriði og svari í raun aðeins út frá sínum eigin skoðunum eða líðan. Meistari í virkri hlustun sýnir hins vegar með endurgjöf og orðum að hann/hún var að hlusta og það skiptir máli hvað öðru fólki finnst eða hvað það segir. Góðu ráðin Stjórnun Tengdar fréttir Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. 20. apríl 2022 07:01 Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. 14. október 2021 07:00 Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 „Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. 2. september 2020 09:00 „Stjórnandi sem er undirlagður af streitu er ekki að sýna sínar bestu hliðar“ Stjórnandi sem er undirlagður af streitu og álagi sýnir ekki sínar bestu hliðar og er ekki góð fyrirmynd fyrir starfsfólk. 15. júlí 2020 10:37 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Já, það geta nefnilega fáir státað sig af því að vera meistaralega góðir í virkri hlustun. Þó er virk hlustun eitt af því sem fullorðnu fólki er svo sannarlega bent á að þjálfa sig í. Því virk hlustun getur gert kraftaverk í starfi en ekkert síður í foreldrahlutverkinu eða ef við þjálfumst í að hlusta betur á vini og vandamenn. Þó er svo sannarlega til mikils að vinna að ná tökum á virkri hlustun. Því rannsóknir hafa sýnt að fólk sem nær góðum tökum á virkri hlustun mælist ekki aðeins hæfari eða betri sem leiðtogar heldur upplifir annað fólk það trúverðugra. Sem skýrist einfaldlega af þeim mannlega eiginleika okkar að treysta betur fólki sem við vitum að hlustar á okkur og sýnir þannig að það skiptir máli hvað okkur finnst. Þá hafa rannsóknir sýnt að fólk sem virkilega stendur sig vel í að hlusta á annað fólk, nær meiri árangri í starfi. Sá árangur getur endurspeglast í alls kyns atriðum. Allt frá því að afkasta meira eða að ná lengra í starfsframa. Í umfjöllun FastCompany er því fleygt fram að eitt einfaldasta ráðið til að ná virkri hlustun gæti verið eitthvað á þessa leið: Þegja Hlusta vel á viðkomandi Endurtaka það sem sagt var Hins vegar er á það bent að ofangreint ráð dugar fæstum á endanum. Enda hafa vísindin skýrt út hvers vegna og því eru það frekar eftirfarandi fjögur atriði sem við ættum að einbeita okkur að. 1. Um hvað ertu að hugsa þegar þú ert að hlusta á annað fólk? Það er ekki nóg að þegja á meðan annað fólk talar og leggja sig fram við að vera að hlusta á það, ef hugurinn okkar fer af stað í sjálfstæðar hugsanir á meðan. Því þá erum við meira að reyna að þykjast hlusta frekar en að VERA að hlusta. Algengasta vandamálið hjá fólki er að fara strax að hugsa um til dæmis sínar skoðanir eða hvernig það ætlar að svara eða hvað það ætlar að segja þegar viðkomandi hefur lokið máli sínu. Sem þýðir að við erum ekki beint að hlusta á viðkomandi, heldur að undirbúa okkur sjálf í því hvað við ætlum að segja. Það fyrsta sem okkur er því bent á er að huga að einbeitingunni okkar. Að leyfa huganum ekki að hugsa um neitt annað en hvað viðkomandi er að segja þannig að hlustunin sé algjör og mjög einbeitt. Sem að sjálfsögðu þýðir líka að við eigum ekki að multitaska á meðan (ekki kíkja á símann eða í tölvuna eða halda áfram að gera það sem við vorum að gera). 2. Erum fæst jafn góð í samkennd og við höldum Þá hafa vísindin sýnt að við erum fæst jafn góð í samkennd og við höldum sjálf. Þetta þýðir að samkvæmt rannsóknum teljum við okkur vera betri í því að skilja annað fólk eða setja okkur í þeirra spor heldur en við erum í raun. Góða ráðið sem við fáum hvað þetta varðar er að auka meðvitundina okkar í þessu þegar að við hlustum. Þannig að í staðinn fyrir að kinka kolli og láta sem við skiljum viðkomandi fullkomlega, þurfum við að beita beita gagnrýnni hugsun á okkur sjálf og virkilega velta því fyrir okkur hvort við séum að átta okkur á sjónarmiði hins aðilans fyrir alvöru. Eða hvort við ættum að einbeita okkur enn frekar að því að hlusta vel á viðkomandi og skilja sjónarmið hans/hennar betur. 3. Að grípa fram í eða byrja að tala of fljótt Þá er það þessi ótrúlega algengi vani hjá okkur sem ýmist felst í því að grípa fram í fyrir fólki eða byrja að tala of fljótt sjálf. Að gera þetta er oft vísbending um að hlustunin er ekki nægilega virk. Þannig að ef við stöndum okkur sjálf að því að byrja mjög oft að kinka kolli og getum nánast ekki beðið eftir því að byrja að tala sjálf, gæti þetta verið ágætis vísbending til okkar um að vanda okkur betur við einbeitta og virka hlustun. Núvitund er sögð hjálpa mikið í þessu en í umræddri grein er því haldið fram að fólk sem náð hefur góðum árangri í núvitund, nær oft um leið góðum tökum á virkri hlustun. 4. Þegar röðin kemur að þér… Loksins þegar röðin er komin að þér er ágætt að vera meðvituð um það sjálf hvernig við svörum og hvað við segjum þá. Því eftirfylgni góðra hlustenda er að svara með tilvísun eða samhljóm í það sem viðkomandi var rétt í þessu að segja og tengja þau orð við svarið okkar. Sem er allt annað en að svara miðað við svarið sem við hugsuðum um og mótuðum í huganum á meðan hinn aðilinn var að tala og við því ekki virk í hlustun. Algengt er að fólk nái tökum á því að hætta að grípa fram í, reyni að vanda sig við einbeitinguna og þjálfi sig í samkennd og skilning en klikki síðan á þessu lokaatriði og svari í raun aðeins út frá sínum eigin skoðunum eða líðan. Meistari í virkri hlustun sýnir hins vegar með endurgjöf og orðum að hann/hún var að hlusta og það skiptir máli hvað öðru fólki finnst eða hvað það segir.
Góðu ráðin Stjórnun Tengdar fréttir Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. 20. apríl 2022 07:01 Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. 14. október 2021 07:00 Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 „Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. 2. september 2020 09:00 „Stjórnandi sem er undirlagður af streitu er ekki að sýna sínar bestu hliðar“ Stjórnandi sem er undirlagður af streitu og álagi sýnir ekki sínar bestu hliðar og er ekki góð fyrirmynd fyrir starfsfólk. 15. júlí 2020 10:37 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. 20. apríl 2022 07:01
Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. 14. október 2021 07:00
Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00
„Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. 2. september 2020 09:00
„Stjórnandi sem er undirlagður af streitu er ekki að sýna sínar bestu hliðar“ Stjórnandi sem er undirlagður af streitu og álagi sýnir ekki sínar bestu hliðar og er ekki góð fyrirmynd fyrir starfsfólk. 15. júlí 2020 10:37