Hefur farið 23 sinnum á Eurovision Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. maí 2022 16:00 Peter Fenner fór meðal annars með íslenska hópnum á Eurovision í Úkraínu 2017. Aðsend Peter Fenner er mikill Eurovision spekúlant sem hefur oft á tíðum verið íslenskum hópum innan handar í keppninni og aðstoðað íslenska Eurovision þula. Hann hefur einnig komið að gerð nokkurra íslenskra Eurovision laga á borð við This is my life og Valentine Lost og segist elska íslenska listamenn. Blaðamaður hafði samband við þennan lífskúnstner og fékk hann til að svara nokkrum Júró-spurningum. Hvenær kviknaði áhugi þinn á Eurovision? Ég man ekki eftir því að hafa ekki haft áhuga á Eurovision! Ein af fyrstu minningum mínum var þegar Sandie Shaw sigraði 1967 en ég veit ekki hvort ég sá keppnina sjálfa. Ég held að margir muni eftir því að hafa verið börn sem máttu vaka lengur til að horfa á Eurovision, en það er mjög spennandi þegar þú ert sex ára. Ég man líka eftir því að hafa fundið plötu með laginu Congratulations eftir Cliff Richard’s í húsinu hjá frænku minni sumarið 1968 og spilað það villt og galið. Hvað elskarðu mest við Eurovision? Fjölbreytnina, tungumálin og klikkaða tilgangsleysið í að dæma eitt lag á móti öðru, sem er fáránlegt að gera. Og svo er það glamúrinn og framandleikinn, sem varð meira af eftir að Ísland og austur Evrópu þjóðirnar urðu hluti af keppninni. Ég hef í kjölfarið af því verið svo heppinn að hafa hitt ótal marga frábæra listamenn og fjölmiðlamenn ásamt því að hafa fengið að skrifa með fullt af fólki. Auk þess hef ég fengið tækifæri til að heimsækja staði sem ég hefði annars mögulega ekki leyft mér að dreyma um, eins og Riga, Helsinki og Baku. Peter ásamt Gísla Marteini á Eurovision 2017.Aðsend Hvað finnst þér um lögin í keppninni í ár? Mér finnst nokkur lög bera af, eins og Ítalía, Bretland og Svíþjóð. Ég myndi vilja sjá fleiri lög flutt á sínu þjóðar tungumáli, ef marka má síðasta ár þá virkar það vel þar sem efstu þrjú lögin voru ekki sungin á ensku í fyrra. Ég held líka að viðkvæmur radd stíll Duncan Laurence, sem sigraði keppnina 2019, hafi áhrif á of marga keppendur í ár. Það er gott að hafa frumleika og ferskleika í keppninni. Hvað er uppáhalds lagið þitt í ár? Mér finnst Ítalía vera með magnað lag. Hér er líka á ferðinni sjaldgæft dæmi um tvo karlkyns söngvara að syngja rómantíska ballöðu til hvors annars. Meira að segja hafa Elton John og George Michael aldrei almennilega tekist það! Sviss finnst mér líka vera með frábært lag, smá Nina Simone í því, og Litháen, því ég hef aldrei heyrt neitt sem líkist því. Hvað finnst þér mikilvægast þegar það kemur að góðu Eurovision atriði? Þú verður að líta út fyrir að meina það, gera það sem þú gerir og gera það vel, og fara upp á svið lítandi út fyrir að hafa nú þegar sigrað, ekki eins og þú sért að reyna að vinna. Það er mjög mikilvægt að virka ekki örvæntingarfullur, með klikkað hár og garga Come on Europe og baða þig í óþarfa flugeldum. Ef þú ert að reyna að vera fyndinn þarftu líka að vera viss um að þú sért í alvöru fyndinn og það má aldrei vera óviljandi ógnvekjandi. Dana, sem sigraði árið 1971 fyrir hönd Írlands, er eina aðal söngkonan sem sigraði sitjandi. Mjög fáir hafa náð að vinna með því að reyna að feta í hennar fótspor. Jay Aston hjá Bucks Fizz er eina manneskjan sem hefur unnið í gulum fötum þannig að ég myndi segja að Noregur og Finnland séu í miklum vandræðum. Enginn vinnur í fjólubláu heldur. Svartur og hvítur virðast vera stóru litirnir til að vinna með, annað hvort aðskildir eða saman. Það er mikilvægt að hreyfa sig ekki of mikið frá miðjunni. Netta frá Ísrael er þó sjaldgæft dæmi um sigurvegara sem fór út um allt svið. Hvernig finnst þér hinar íslensku Systur? Mér finnst þær flottar og mjög íslenskar. Textinn er fallegur og þær flytja þetta virkilega vel. Við verðum bara að vona að fólk kunni að meta það inn á milli flugeldanna og bers holds. Hvað er uppáhalds íslenska Eurovision lagið þitt? All Out Of Luck og Minn Hinsti Dans. Bæði lög eru stórkostleg popplög og virkilega vel flutt. Það eru nú liðin 25 ár síðan ég hitti Pál Óskar í Dublin og við erum enn vinir, sem og ég og Selma. Þetta voru mjög einstakir tímar. Peter Fenner og Selma Björns.Aðsend Það eru samt bara þrjú íslensk Eurovision lög sem mér finnst ekki góð - en ég mun ekki segja hvaða lög það eru! Hvað hefur þú farið á mörg Eurovision og hvað stendur mest upp úr? Ég hef farið á 23 núna síðan 1995. Fyrsta var að sjálfsögðu mjög einstakt, áhorfendur þurftu að klæðast jökkum og bindi og vera í formlegum klæðnaði og boðið var upp á súkkulaði og endalaust af drykkjum. Það var líka mjög eftirminnilegt þegar Eiki Hauksson keppti í Helsinki 2007, af því að ég var með í að skrifa lagið og svo aftur þegar Friðrik og Regína kepptu í Belgrade 2008. Þar þekktu leigubílstjórarnir öll lögin og veðrið þar frábært. Ég held að af öllum séu þó Portúgal og Austurríki uppáhalds Eurovision-in því ég var svo glaður að sjá þau vinna eftir svona langan tíma. Sigur frá Íslandi og Kýpur eru enn á bucket listanum, biðjum fyrir því! Peter klæddist sokkum með íslenska fánalitnum þegar blaðamaður ræddi við hann.Aðsend Hvaðan sækir þú innblástur í þínu starfi? Ég vil reyna að gera eins vel og ég get og reyni að vera frumlegur með því að fá innblástur frá fólki sem er mikið hæfileikaríkara en ég. En listin misheppnast alltaf. Þú getur alltaf gert betur! Ég fékk einu sinni umsögn frá kennaranum mínum sem sagði: „Hann finnur alltaf erfiðu leiðina út úr öllum aðstæðum“. Það er svo satt, ég geri það alltaf. Ég hefði til dæmis átt að gefa þér mikið styttri svör við þessum spurningum. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. Eurovision Júrógarðurinn Tónlist Tengdar fréttir Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir. 9. maí 2022 20:46 Júrógarðurinn: Eurovision stórstjörnur í viðtali á túrkís dreglinum Eurovision keppendur skörtuðu sínum skemmtilegustu flíkum á túrkís dreglinum í gær. Hátíðin fór fram með pomp og prakt í höllinni Reggia di Venaria og Júrógarðurinn var á staðnum. 9. maí 2022 23:17 Átti ekki von á svona mörgum viðtalsbeiðnum frá erlendum fjölmiðlum „Ég hélt einhvern veginn fyrir fram að það yrði minna af viðtalsbeiðnum frá blaðamönnum og svona en það hefur ekki verið. Stelpurnar eru með skýr skilaboð sem fólk hlustar á,“ sagði Rúnar Freyr í viðtali á túrkís dreglinum á opnunarhátíð Eurovision í gær. 9. maí 2022 22:53 Handhafi dýrmætasta minjagrips Íslands í Eurovision Englendingurinn Peter Fenner er skilgreiningin á aðdáanda Íslands í Eurovision. Hann hefur fylgt íslenska hópnum eftir allt frá því hann heillaðist af All out of luck í Jerúsalem fyrir tuttugu árum. Enn er hann mættur og með tuttugu ára gamlan minjagrip með sér. 18. maí 2019 09:37 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hvenær kviknaði áhugi þinn á Eurovision? Ég man ekki eftir því að hafa ekki haft áhuga á Eurovision! Ein af fyrstu minningum mínum var þegar Sandie Shaw sigraði 1967 en ég veit ekki hvort ég sá keppnina sjálfa. Ég held að margir muni eftir því að hafa verið börn sem máttu vaka lengur til að horfa á Eurovision, en það er mjög spennandi þegar þú ert sex ára. Ég man líka eftir því að hafa fundið plötu með laginu Congratulations eftir Cliff Richard’s í húsinu hjá frænku minni sumarið 1968 og spilað það villt og galið. Hvað elskarðu mest við Eurovision? Fjölbreytnina, tungumálin og klikkaða tilgangsleysið í að dæma eitt lag á móti öðru, sem er fáránlegt að gera. Og svo er það glamúrinn og framandleikinn, sem varð meira af eftir að Ísland og austur Evrópu þjóðirnar urðu hluti af keppninni. Ég hef í kjölfarið af því verið svo heppinn að hafa hitt ótal marga frábæra listamenn og fjölmiðlamenn ásamt því að hafa fengið að skrifa með fullt af fólki. Auk þess hef ég fengið tækifæri til að heimsækja staði sem ég hefði annars mögulega ekki leyft mér að dreyma um, eins og Riga, Helsinki og Baku. Peter ásamt Gísla Marteini á Eurovision 2017.Aðsend Hvað finnst þér um lögin í keppninni í ár? Mér finnst nokkur lög bera af, eins og Ítalía, Bretland og Svíþjóð. Ég myndi vilja sjá fleiri lög flutt á sínu þjóðar tungumáli, ef marka má síðasta ár þá virkar það vel þar sem efstu þrjú lögin voru ekki sungin á ensku í fyrra. Ég held líka að viðkvæmur radd stíll Duncan Laurence, sem sigraði keppnina 2019, hafi áhrif á of marga keppendur í ár. Það er gott að hafa frumleika og ferskleika í keppninni. Hvað er uppáhalds lagið þitt í ár? Mér finnst Ítalía vera með magnað lag. Hér er líka á ferðinni sjaldgæft dæmi um tvo karlkyns söngvara að syngja rómantíska ballöðu til hvors annars. Meira að segja hafa Elton John og George Michael aldrei almennilega tekist það! Sviss finnst mér líka vera með frábært lag, smá Nina Simone í því, og Litháen, því ég hef aldrei heyrt neitt sem líkist því. Hvað finnst þér mikilvægast þegar það kemur að góðu Eurovision atriði? Þú verður að líta út fyrir að meina það, gera það sem þú gerir og gera það vel, og fara upp á svið lítandi út fyrir að hafa nú þegar sigrað, ekki eins og þú sért að reyna að vinna. Það er mjög mikilvægt að virka ekki örvæntingarfullur, með klikkað hár og garga Come on Europe og baða þig í óþarfa flugeldum. Ef þú ert að reyna að vera fyndinn þarftu líka að vera viss um að þú sért í alvöru fyndinn og það má aldrei vera óviljandi ógnvekjandi. Dana, sem sigraði árið 1971 fyrir hönd Írlands, er eina aðal söngkonan sem sigraði sitjandi. Mjög fáir hafa náð að vinna með því að reyna að feta í hennar fótspor. Jay Aston hjá Bucks Fizz er eina manneskjan sem hefur unnið í gulum fötum þannig að ég myndi segja að Noregur og Finnland séu í miklum vandræðum. Enginn vinnur í fjólubláu heldur. Svartur og hvítur virðast vera stóru litirnir til að vinna með, annað hvort aðskildir eða saman. Það er mikilvægt að hreyfa sig ekki of mikið frá miðjunni. Netta frá Ísrael er þó sjaldgæft dæmi um sigurvegara sem fór út um allt svið. Hvernig finnst þér hinar íslensku Systur? Mér finnst þær flottar og mjög íslenskar. Textinn er fallegur og þær flytja þetta virkilega vel. Við verðum bara að vona að fólk kunni að meta það inn á milli flugeldanna og bers holds. Hvað er uppáhalds íslenska Eurovision lagið þitt? All Out Of Luck og Minn Hinsti Dans. Bæði lög eru stórkostleg popplög og virkilega vel flutt. Það eru nú liðin 25 ár síðan ég hitti Pál Óskar í Dublin og við erum enn vinir, sem og ég og Selma. Þetta voru mjög einstakir tímar. Peter Fenner og Selma Björns.Aðsend Það eru samt bara þrjú íslensk Eurovision lög sem mér finnst ekki góð - en ég mun ekki segja hvaða lög það eru! Hvað hefur þú farið á mörg Eurovision og hvað stendur mest upp úr? Ég hef farið á 23 núna síðan 1995. Fyrsta var að sjálfsögðu mjög einstakt, áhorfendur þurftu að klæðast jökkum og bindi og vera í formlegum klæðnaði og boðið var upp á súkkulaði og endalaust af drykkjum. Það var líka mjög eftirminnilegt þegar Eiki Hauksson keppti í Helsinki 2007, af því að ég var með í að skrifa lagið og svo aftur þegar Friðrik og Regína kepptu í Belgrade 2008. Þar þekktu leigubílstjórarnir öll lögin og veðrið þar frábært. Ég held að af öllum séu þó Portúgal og Austurríki uppáhalds Eurovision-in því ég var svo glaður að sjá þau vinna eftir svona langan tíma. Sigur frá Íslandi og Kýpur eru enn á bucket listanum, biðjum fyrir því! Peter klæddist sokkum með íslenska fánalitnum þegar blaðamaður ræddi við hann.Aðsend Hvaðan sækir þú innblástur í þínu starfi? Ég vil reyna að gera eins vel og ég get og reyni að vera frumlegur með því að fá innblástur frá fólki sem er mikið hæfileikaríkara en ég. En listin misheppnast alltaf. Þú getur alltaf gert betur! Ég fékk einu sinni umsögn frá kennaranum mínum sem sagði: „Hann finnur alltaf erfiðu leiðina út úr öllum aðstæðum“. Það er svo satt, ég geri það alltaf. Ég hefði til dæmis átt að gefa þér mikið styttri svör við þessum spurningum. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Eurovision Júrógarðurinn Tónlist Tengdar fréttir Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir. 9. maí 2022 20:46 Júrógarðurinn: Eurovision stórstjörnur í viðtali á túrkís dreglinum Eurovision keppendur skörtuðu sínum skemmtilegustu flíkum á túrkís dreglinum í gær. Hátíðin fór fram með pomp og prakt í höllinni Reggia di Venaria og Júrógarðurinn var á staðnum. 9. maí 2022 23:17 Átti ekki von á svona mörgum viðtalsbeiðnum frá erlendum fjölmiðlum „Ég hélt einhvern veginn fyrir fram að það yrði minna af viðtalsbeiðnum frá blaðamönnum og svona en það hefur ekki verið. Stelpurnar eru með skýr skilaboð sem fólk hlustar á,“ sagði Rúnar Freyr í viðtali á túrkís dreglinum á opnunarhátíð Eurovision í gær. 9. maí 2022 22:53 Handhafi dýrmætasta minjagrips Íslands í Eurovision Englendingurinn Peter Fenner er skilgreiningin á aðdáanda Íslands í Eurovision. Hann hefur fylgt íslenska hópnum eftir allt frá því hann heillaðist af All out of luck í Jerúsalem fyrir tuttugu árum. Enn er hann mættur og með tuttugu ára gamlan minjagrip með sér. 18. maí 2019 09:37 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir. 9. maí 2022 20:46
Júrógarðurinn: Eurovision stórstjörnur í viðtali á túrkís dreglinum Eurovision keppendur skörtuðu sínum skemmtilegustu flíkum á túrkís dreglinum í gær. Hátíðin fór fram með pomp og prakt í höllinni Reggia di Venaria og Júrógarðurinn var á staðnum. 9. maí 2022 23:17
Átti ekki von á svona mörgum viðtalsbeiðnum frá erlendum fjölmiðlum „Ég hélt einhvern veginn fyrir fram að það yrði minna af viðtalsbeiðnum frá blaðamönnum og svona en það hefur ekki verið. Stelpurnar eru með skýr skilaboð sem fólk hlustar á,“ sagði Rúnar Freyr í viðtali á túrkís dreglinum á opnunarhátíð Eurovision í gær. 9. maí 2022 22:53
Handhafi dýrmætasta minjagrips Íslands í Eurovision Englendingurinn Peter Fenner er skilgreiningin á aðdáanda Íslands í Eurovision. Hann hefur fylgt íslenska hópnum eftir allt frá því hann heillaðist af All out of luck í Jerúsalem fyrir tuttugu árum. Enn er hann mættur og með tuttugu ára gamlan minjagrip með sér. 18. maí 2019 09:37