Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm

Í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar segjum við frá heimilisofbeldi, dulbúnum orgíum og stjórnlausum ofskynjunartrippum sem séu meðal þess sem sett er í búning sjálfsvinnu þegar kemur að hinum sístækkandi andlega heimi hér á landi. Ekkert eftirlit er með starfseminni. Eftir fréttatímann verður kafað ofan í þessi mál í Kompás.

Úkraínumenn og Rússar mótmæltu í dag við bústað rússneska sendiherrans á Íslandi. Mótmælendur voru margir klæddir hvítu og ataðir rauðri málningu til að vekja athygli á þeim voðaverkum sem hafi verið framin í Úkraínu.

Við ræðum við sóttvarnarlækni sem segir að Íslendingar geti hrósað happi yfir stöðu faraldursins. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar benda til þess að hjarðónæmi sé komið hér á landi.

Við segjum frá tveimur lítt áberandi smáframboðum í borgarstjórnarkosningunum sem eiga það sammerkt að setja Reykjavíkurflugvöll á oddinn, en eru þó algerlega á öndverðum meiði.

Og verðum í beinni útsendingu frá Júróvisjónþorpinu í Torínó á Ítalíu þar sem rætt er við íslensku þátttakendurna og farastjóra íslenska hópsins. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×