„Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2022 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir er ein tólf sem hafa spilað hundrað leiki fyrir íslenska landsliðið. Vísir/Hulda Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. Glódís lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland vann Hvíta-Rússland í Belgrad, 0-5, í undankeppni HM 7. apríl síðastliðinn. Dagný lék einnig sinn hundraðasta landsleik þann daginn. „Tilfinningin var ótrúlega góð. Það var gaman að ná þessu og haka við þetta,“ sagði Glódís í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Glódís lék sinn 101. landsleik þegar Íslendingar unnu 0-1 sigur á Tékkum í Teplice. „Þetta hafði verið markmið í smá tíma. Þegar maður fór að nálgast þetta hugsaði maður að gæti verið ógeðslega gaman að vera komin með hundrað leiki. Ég er ótrúlega glöð og þakklát að hafa fengið að vera partur af hópnum svona lengi og fengið svona mikið traust til að spila svona mikið svona ung.“ Klippa: Glódís um hundraðasta landsleikinn Glódís lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Skotland 4. ágúst 2012. Rétt rúmum mánuði áður hafði hún fagnað sautján ára afmæli sínu. Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjamet íslenska landsliðsins sem er 138 leikir. Ljóst er að það met er í hættu þar sem Glódís er enn ung og hefur varla misst af landsleik síðustu ár. Hún er samt ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum. „Æ, ég veit það ekki. Við sjáum til. Við sjáum hvaða Sara nennir að spila lengi. Svo slæ ég metið hennar og hætti svo,“ sagði Glódís hlæjandi. Glódís náði samt ekki að bæta met Söru að vera sú yngsta til leika hundrað landsleiki fyrir Ísland þótt það hafi staðið tæpt. Sara var 26 ára og fimm mánaða þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik í mars 2017. Glódís var 26 ára og níu mánaða þegar hún lék hundraðasta landsleikinn sinn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Glódís lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland vann Hvíta-Rússland í Belgrad, 0-5, í undankeppni HM 7. apríl síðastliðinn. Dagný lék einnig sinn hundraðasta landsleik þann daginn. „Tilfinningin var ótrúlega góð. Það var gaman að ná þessu og haka við þetta,“ sagði Glódís í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Glódís lék sinn 101. landsleik þegar Íslendingar unnu 0-1 sigur á Tékkum í Teplice. „Þetta hafði verið markmið í smá tíma. Þegar maður fór að nálgast þetta hugsaði maður að gæti verið ógeðslega gaman að vera komin með hundrað leiki. Ég er ótrúlega glöð og þakklát að hafa fengið að vera partur af hópnum svona lengi og fengið svona mikið traust til að spila svona mikið svona ung.“ Klippa: Glódís um hundraðasta landsleikinn Glódís lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Skotland 4. ágúst 2012. Rétt rúmum mánuði áður hafði hún fagnað sautján ára afmæli sínu. Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjamet íslenska landsliðsins sem er 138 leikir. Ljóst er að það met er í hættu þar sem Glódís er enn ung og hefur varla misst af landsleik síðustu ár. Hún er samt ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum. „Æ, ég veit það ekki. Við sjáum til. Við sjáum hvaða Sara nennir að spila lengi. Svo slæ ég metið hennar og hætti svo,“ sagði Glódís hlæjandi. Glódís náði samt ekki að bæta met Söru að vera sú yngsta til leika hundrað landsleiki fyrir Ísland þótt það hafi staðið tæpt. Sara var 26 ára og fimm mánaða þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik í mars 2017. Glódís var 26 ára og níu mánaða þegar hún lék hundraðasta landsleikinn sinn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira