Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 12:30 Sveíndís Jane Jónsdóttir varð Þýskalandsmeistari í fyrstu tilraun með Wolfsburg og fagnaði því vel. Alex Popp var áberandi í fagnaðarlátunum og gaf Svenju Huth bjórbað. Getty og Skjáskot/Wölfe TV Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. Sveindís er fimmta íslenska knattspyrnukonan til að verða Þýskalandsmeistari og önnur til að vinna titilinn með Wolfsburg. Hún skoraði og lagði upp mark í 10-1 sigrinum gegn Jena í gær sem endanlega tryggði Wolfsburg titilinn. Sveindís var komin á varamannabekkinn þegar lokaflautið gall í Jena í gær en þá hlupu allir leikmenn Wolfsburg inn á völlinn, féllust í faðma og fögnuðu titlinum. Fagnaðarlætin héldu áfram utan vallar, þar sem kampavínsflöskur voru opnaðar og leikmenn fögnuðu með þeim stuðningsmönnum sem gerðu sér ferð til Jena. Risavaxið bjórglas var sömuleiðis látið ganga áður en að þýska „drottningin“ Alex Popp, sem unnið hefur tvo Evrópumeistaratitla og nú sex Þýskalandsmeistaratitla með Wolfsburg, tók það með sér í liðsrútuna. Fagnaðarlætin má sjá hér að neðan í myndbandi frá Wolfsburg. Sex ár síðan lið án Íslendings vann titilinn Sveindís, sem er aðeins tvítug og hóf að spila með Wolfsburg í vetur, fetar í fótspor fjögurra íslenskra knattspyrnukvenna sem orðið hafa Þýskalandsmeistarar. Raunar eru sex ár liðin síðan að lið varð þýskur meistari án þess að vera með Íslending innanborðs. Sara Björk Gunnarsdóttir vann titilinn með Wolfsburg fjögur ár í röð, árin 2017-2020. Í fyrra fagnaði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir titlinum með Bayern München, líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði árið 2015, og Margrét Lára Viðarsdóttir varð fyrst íslenskra knattspyrnukvenna til að vinna titilinn, með Potsdam árið 2012. Sveindís og stöllur hennar fögnuðu titlinum áfram í rútunni á leið heim frá Jena og við komuna til Wolfsburg tóku stuðningsmenn á móti þeim og saman kyrjuðu þau söngva fram eftir kvöldi. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Tímabilinu er þó ekki lokið hjá Wolfsburg því liðið mætir Potsdam í bikarúrslitaleik 28. maí. Þá tekur við stutt hlé fyrir Sveindísi áður en Evrópumótið í fótbolta hefst í júlí. Þýski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. 8. maí 2022 15:50 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Sveindís er fimmta íslenska knattspyrnukonan til að verða Þýskalandsmeistari og önnur til að vinna titilinn með Wolfsburg. Hún skoraði og lagði upp mark í 10-1 sigrinum gegn Jena í gær sem endanlega tryggði Wolfsburg titilinn. Sveindís var komin á varamannabekkinn þegar lokaflautið gall í Jena í gær en þá hlupu allir leikmenn Wolfsburg inn á völlinn, féllust í faðma og fögnuðu titlinum. Fagnaðarlætin héldu áfram utan vallar, þar sem kampavínsflöskur voru opnaðar og leikmenn fögnuðu með þeim stuðningsmönnum sem gerðu sér ferð til Jena. Risavaxið bjórglas var sömuleiðis látið ganga áður en að þýska „drottningin“ Alex Popp, sem unnið hefur tvo Evrópumeistaratitla og nú sex Þýskalandsmeistaratitla með Wolfsburg, tók það með sér í liðsrútuna. Fagnaðarlætin má sjá hér að neðan í myndbandi frá Wolfsburg. Sex ár síðan lið án Íslendings vann titilinn Sveindís, sem er aðeins tvítug og hóf að spila með Wolfsburg í vetur, fetar í fótspor fjögurra íslenskra knattspyrnukvenna sem orðið hafa Þýskalandsmeistarar. Raunar eru sex ár liðin síðan að lið varð þýskur meistari án þess að vera með Íslending innanborðs. Sara Björk Gunnarsdóttir vann titilinn með Wolfsburg fjögur ár í röð, árin 2017-2020. Í fyrra fagnaði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir titlinum með Bayern München, líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði árið 2015, og Margrét Lára Viðarsdóttir varð fyrst íslenskra knattspyrnukvenna til að vinna titilinn, með Potsdam árið 2012. Sveindís og stöllur hennar fögnuðu titlinum áfram í rútunni á leið heim frá Jena og við komuna til Wolfsburg tóku stuðningsmenn á móti þeim og saman kyrjuðu þau söngva fram eftir kvöldi. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Tímabilinu er þó ekki lokið hjá Wolfsburg því liðið mætir Potsdam í bikarúrslitaleik 28. maí. Þá tekur við stutt hlé fyrir Sveindísi áður en Evrópumótið í fótbolta hefst í júlí.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. 8. maí 2022 15:50 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. 8. maí 2022 15:50