Þrátt fyrir að Patrik Sigurður hafi þurft að hrifsa boltann þrisvar sinnum í netið á marki sínu kom það ekki sök þar sem leikmenn Viking Stavanger svöruðu því með fjórum mörkum.
Samúel Kári Friðjónsson kom inná sem varamaður hjá Viking Stavanger þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum.
Þessi sigur fleytti Viking Stavanger í toppsæti deildarinnar en liðið hefur tveggja stiga forskot á Hólmbert Aron Friðjónsson og liðsfélaga hans hjá Lilleström sem mæta Alfons Sampsted og samherjum hans Bodö/Glimt á morgun.