Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Óviðeigandi er að kalla það sértæk úrræði að leiðrétta kjör lífeyrisþega að sögn þingmanns Samfylkingarinnar. Forseti Alþýðusambandsins tekur undir gagnrýnina. Forsætisráðherra segir leitast við að tryggja að efnahagshremmingar auki ekki ójöfnuð. Við ræðum við Kristrúnu Frostadóttur, þingmann stjórnarandstöðunnar og Drífu Snædal forseta ASÍ í kvöldfréttartímanum.

Bankasölunni var mótmælt í fimmta sinn á Austurvelli í dag. Mótmælendur báru trommur og skilti og kröfðust þess að Bjarni Benediktsson segði af sér.

Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið hratt á síðustu fimm árum og hefur íbúum fjölgað um nær þriðjung á þessum tíma. Þessu hafa fylgt vaxtarverkir og því er uppbygging á innviðum frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninganna ofarlega í huga. Við ræðum við frambjóðendur og kjósendur í fréttatímanum.

Við skoðum hvernig breikkun Suðurlandsvegar á fimm kílómetra kafla við bæjardyr Reykjavíkur, milli Rauðavatns og Hólmsár, mun líta út. Kíkjum á götuhátíð í Aðalstræti og hittum rófubónda í Sandvík sem er í óða önn að setja niður.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×