Upplifa íslenska náttúru í sængurfatnaði frá Lín Design Lín Design 9. maí 2022 08:53 „Hótel og gististaðir velja í auknum mæli rúmföt úr náttúrlegum efnum sem endast vel til að mæta kröfum gesta." Lín Design hannar og framleiðir hágæða rúmfatnað úr náttúruvænum efnum fyrir heimili, hótel og gististaði. Ferðamenn sem sækja landið heim vilja ekki síst upplifa íslenska náttúru og hreinleika hennar og gera ríka kröfu um umhverfisvitund gististaða. „Hótel og gististaðir velja í auknum mæli rúmföt úr náttúrlegum efnum sem endast vel til að mæta kröfum gesta. Þá er umhverfisvitund sterk meðal fólks og ferðamenn sækja frekar í fyrirtæki sem geta boðið umhverfisvæn rúmföt og vörur úr efnum sem brotna niður í umhverfinu. Þetta á ekki síður við íslenska ferðamenn en þeir gera jafnan miklar kröfur. Þetta eru dýrar ferðir og fólk vill allan pakkann. Eitt af því sem skiptir höfuð máli er góður svefn, ekki síst á ferðalögum, og upplifunin af því að sofa við góð rúmföt úr náttúrlegum efnum er hótelum og gististöðum mikilvæg. Umsagnir ferðamanna á vefsíðum hafa mikið að segja,“ segir Ágústa. Umsögn frá Diamond Suites sem er fimm stjörnu hótel í Keflavík. „Erlendir ferðamenn sem vilja koma til Íslands koma fyrir náttúruna og við bjóðum upp á rúmföt og fleiri vörur sem byggja á Íslenskri náttúru. Þar má nefna rúmföt með munstrum eins og biðukolla, blóðberg, gleym mér ey og hvönn svo segja má að fólk leggist til hvíldar í íslenskri náttúru.“ Ferðamenn kaupa sængurver ef þeir sofa vel Ágústa bendir á að hótel og gistihús geti aukið tekjur sínar með því að bjóða rúmfatnaðinn og fleiri vörur til sölu. Ferðamenn vilja taka með sér minjagrip úr ferðinni sem minnir þá á Ísland. „Margir ferðamenn kaupa hjá okkur rúmfatnað eftir að hafa sofið vel undir sæng og sængurfatnaði frá okkur á hóteli. Sængurnar okkar eru úr vistvænum andadún og vottaðar. Þá eigum við til mikið úrval af öðrum vörum sem byggja á náttúrunni, til dæmis blóðbergsilminn, ullarteppi úr íslenskri ull með átta blaða rósinni, sem er rótgróin í íslenskri menningu. Við eigum einnig til hágæða baðsloppa fyrir öll kyn, með og án hettu sem eru afar vinsælir,“ segir Ágústa. Hönnunarráðgjöf „Við bjóðum upp á heildarútlit fyrir hótel og gististaði, samstæða liti í rúmfötum, handklæðum, rúmteppum og púðum. Við tökum að okkur hönnunarráðgjöf fyrir hótel og gististaði en hjá okkur starfa hönnuðir með mikla þekkingu á hönnun og framleiðslu á textíl. Hvert einasta smáatriði skiptir máli þegar kemur að upplifun gesta og við tökum að okkur verkefni.“ Samfélagsleg ábyrgð hjá Lín Design „Við leggjum mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og umhverfisvernd í allri okkar hönnun og framleiðslu. Við tökum meðal annars á móti öllu líni til baka sem fólk er hætt að nota og komum því til Rauða krossins í endurvinnslu. Þegar þú kemur með lín til okkar færðu 20% afslátt af nýrri vöru. Við pökkum einnig öllum rúmfötum í púðaver í sama mynstri og rúmfötin og því nýtast umbúðirnar áfram.“ Nánar á Lindesign.is Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Hús og heimili Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Hótel og gististaðir velja í auknum mæli rúmföt úr náttúrlegum efnum sem endast vel til að mæta kröfum gesta. Þá er umhverfisvitund sterk meðal fólks og ferðamenn sækja frekar í fyrirtæki sem geta boðið umhverfisvæn rúmföt og vörur úr efnum sem brotna niður í umhverfinu. Þetta á ekki síður við íslenska ferðamenn en þeir gera jafnan miklar kröfur. Þetta eru dýrar ferðir og fólk vill allan pakkann. Eitt af því sem skiptir höfuð máli er góður svefn, ekki síst á ferðalögum, og upplifunin af því að sofa við góð rúmföt úr náttúrlegum efnum er hótelum og gististöðum mikilvæg. Umsagnir ferðamanna á vefsíðum hafa mikið að segja,“ segir Ágústa. Umsögn frá Diamond Suites sem er fimm stjörnu hótel í Keflavík. „Erlendir ferðamenn sem vilja koma til Íslands koma fyrir náttúruna og við bjóðum upp á rúmföt og fleiri vörur sem byggja á Íslenskri náttúru. Þar má nefna rúmföt með munstrum eins og biðukolla, blóðberg, gleym mér ey og hvönn svo segja má að fólk leggist til hvíldar í íslenskri náttúru.“ Ferðamenn kaupa sængurver ef þeir sofa vel Ágústa bendir á að hótel og gistihús geti aukið tekjur sínar með því að bjóða rúmfatnaðinn og fleiri vörur til sölu. Ferðamenn vilja taka með sér minjagrip úr ferðinni sem minnir þá á Ísland. „Margir ferðamenn kaupa hjá okkur rúmfatnað eftir að hafa sofið vel undir sæng og sængurfatnaði frá okkur á hóteli. Sængurnar okkar eru úr vistvænum andadún og vottaðar. Þá eigum við til mikið úrval af öðrum vörum sem byggja á náttúrunni, til dæmis blóðbergsilminn, ullarteppi úr íslenskri ull með átta blaða rósinni, sem er rótgróin í íslenskri menningu. Við eigum einnig til hágæða baðsloppa fyrir öll kyn, með og án hettu sem eru afar vinsælir,“ segir Ágústa. Hönnunarráðgjöf „Við bjóðum upp á heildarútlit fyrir hótel og gististaði, samstæða liti í rúmfötum, handklæðum, rúmteppum og púðum. Við tökum að okkur hönnunarráðgjöf fyrir hótel og gististaði en hjá okkur starfa hönnuðir með mikla þekkingu á hönnun og framleiðslu á textíl. Hvert einasta smáatriði skiptir máli þegar kemur að upplifun gesta og við tökum að okkur verkefni.“ Samfélagsleg ábyrgð hjá Lín Design „Við leggjum mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og umhverfisvernd í allri okkar hönnun og framleiðslu. Við tökum meðal annars á móti öllu líni til baka sem fólk er hætt að nota og komum því til Rauða krossins í endurvinnslu. Þegar þú kemur með lín til okkar færðu 20% afslátt af nýrri vöru. Við pökkum einnig öllum rúmfötum í púðaver í sama mynstri og rúmfötin og því nýtast umbúðirnar áfram.“ Nánar á Lindesign.is
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Hús og heimili Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira