Gamli Púlarinn segir mögulega fernu Liverpool ekki betri en þrennu United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 09:30 Leikmenn Manchester United fagna með alla þrjá bikarana vorið 1999. Getty/Morris & Stenning Fyrrum framherji Liverpool á tíunda áratugnum er á þeirri skoðun að þrenna Manchester United frá 1999 sé meira afrek en að vinna fernuna í dag eins og Liverpool á enn möguleika á. Liverpool er búið að vinna enska deildabikarinn, er einu stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og er komið í bæði úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool told a quadruple wouldn't top Man United's treble#LFC https://t.co/AQFBWdSmIx— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 3, 2022 Stan Collymore, sem skoraði 26 mörk í 61 deildarleik fyrir Liverpool frá 1995 til 1997, vill ekki gera of mikið úr mögulegri fernu Liverpool liðsins. Hann segir að hún sé ekki betri en þrenna Manchester United frá 1998/99 en heldur ekki merkilegri en tvenna Tottenham frá 1960/61 og Arsenal 1970/71. Að hans mati yrði þrenna Manchester United síðan merkilegust af þeim öllum. Ástæðan að mati Collymore er hvernig fótboltinn hafi breyst í gegnum tíðina og allir peningarnir sem eru komnir inn í boltann. Vellirnir séu nú betri og líkamleg átök séu minni í leikjunum. Hann viðurkennir þó að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð eins mikil gæði hjá liðum eins og hjá Liverpool og Manchester City þessi misserin. Manchester United varð fyrsta enska liðið til að vinna þrennuna vorið 1999 en liðið tryggði sér þá alla titlana þrjá á ótrúlegum tíu dögum. Liverpool are six games away from immortality pic.twitter.com/XV3wh7w4eb— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 United tryggði sér sigur í deildinni 16. maí eftir mikið einvígi við Arsenal, vann Newcastle United í úrslitaleik bikarkeppninnar 22. maí og vann síðan Meistaradeildina eftir endurkomusigur á Bayern München í úrslitaleik í Barcelona 26. maí. „Ég veit að einhver ykkar, þá sérstaklega unga fólkið, muni segja að fótboltinn sé miklu betri í dag en hann var á árum áður. Sem dæmi um það getum við bara skoðað stigin sem Liverpool og City hafi náð í hús á síðustu tveimur til þremur árum og hið mikla bil sem er á milli þessara tveggja liða og restarinnar af deildinni, skrifaði Stan Collymore í pistil sinn í Mirror. „Ég samþykki það sjónarmið en segi líka það að það getur ekki verið tilviljun, þegar að leikurinn reynir ekki eins líkamlega á menn lengur, með minni samkeppni frá öðrum liðum og færri samstuðum í leikjunum, að öll met um alla Evrópu hafi fallið. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að lið fyrri tíma spiluðu á skelfilegum völlum og það voru ekki þessir peningar í boltanum eins og nú, skrifaði Collymore. „Sjáið bara hvernig Liverpool tók Virgil van Dijk og Sadio Mane frá Southampton. Þegar ég spilaði þá eyddi Matt Le Tissier öllum ferli sínum með Saints þrátt fyrir að öll stóru liðin hefðu viljað taka hann eftir tvö eða þrjú ár, hvort sem það var að láta hann spila eða sitja á bekknum, skrifaði Collymore. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=yzAdAJSj7Bs">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Liverpool er búið að vinna enska deildabikarinn, er einu stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og er komið í bæði úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool told a quadruple wouldn't top Man United's treble#LFC https://t.co/AQFBWdSmIx— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 3, 2022 Stan Collymore, sem skoraði 26 mörk í 61 deildarleik fyrir Liverpool frá 1995 til 1997, vill ekki gera of mikið úr mögulegri fernu Liverpool liðsins. Hann segir að hún sé ekki betri en þrenna Manchester United frá 1998/99 en heldur ekki merkilegri en tvenna Tottenham frá 1960/61 og Arsenal 1970/71. Að hans mati yrði þrenna Manchester United síðan merkilegust af þeim öllum. Ástæðan að mati Collymore er hvernig fótboltinn hafi breyst í gegnum tíðina og allir peningarnir sem eru komnir inn í boltann. Vellirnir séu nú betri og líkamleg átök séu minni í leikjunum. Hann viðurkennir þó að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð eins mikil gæði hjá liðum eins og hjá Liverpool og Manchester City þessi misserin. Manchester United varð fyrsta enska liðið til að vinna þrennuna vorið 1999 en liðið tryggði sér þá alla titlana þrjá á ótrúlegum tíu dögum. Liverpool are six games away from immortality pic.twitter.com/XV3wh7w4eb— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 United tryggði sér sigur í deildinni 16. maí eftir mikið einvígi við Arsenal, vann Newcastle United í úrslitaleik bikarkeppninnar 22. maí og vann síðan Meistaradeildina eftir endurkomusigur á Bayern München í úrslitaleik í Barcelona 26. maí. „Ég veit að einhver ykkar, þá sérstaklega unga fólkið, muni segja að fótboltinn sé miklu betri í dag en hann var á árum áður. Sem dæmi um það getum við bara skoðað stigin sem Liverpool og City hafi náð í hús á síðustu tveimur til þremur árum og hið mikla bil sem er á milli þessara tveggja liða og restarinnar af deildinni, skrifaði Stan Collymore í pistil sinn í Mirror. „Ég samþykki það sjónarmið en segi líka það að það getur ekki verið tilviljun, þegar að leikurinn reynir ekki eins líkamlega á menn lengur, með minni samkeppni frá öðrum liðum og færri samstuðum í leikjunum, að öll met um alla Evrópu hafi fallið. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að lið fyrri tíma spiluðu á skelfilegum völlum og það voru ekki þessir peningar í boltanum eins og nú, skrifaði Collymore. „Sjáið bara hvernig Liverpool tók Virgil van Dijk og Sadio Mane frá Southampton. Þegar ég spilaði þá eyddi Matt Le Tissier öllum ferli sínum með Saints þrátt fyrir að öll stóru liðin hefðu viljað taka hann eftir tvö eða þrjú ár, hvort sem það var að láta hann spila eða sitja á bekknum, skrifaði Collymore. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=yzAdAJSj7Bs">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira