Aðeins eitt sem kemst að hjá Súðvíkingum fyrir kosningar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. maí 2022 18:25 Súðavíkurhlíðin getur reynst hættuleg. Stöð 2 Það er aðeins eitt sem Súðvíkingar vilja á næsta kjörtímabili - göng. Sveitarfélagið segir skilið við flokkakerfið og velur í kosningum þá fimm í sveitarfélaginu sem eru best til þess fallnir að stjórna bænum og fá ríkið til að leggja göngin. Við sunnanvert Ísafjarðardjúp stendur nokkuð stórt en fámennt sveitarfélag. Súðavíkurhreppur en þar búa ekki nema 215 manns. Í sveitarstjórn sitja fimm fulltrúar. Í meirihluta eru þrír frá Hreppslistanum en í minnihluta tveir frá Víkurlistanum. En nú á að breyta þessu kerfi og efna til óhlutbundinna kosninga í annað skipti í sögu sveitarfélagsins. Það virkar þannig að allir sem eru kjörgengir í sveitarfélaginu, samtals 174, gætu verið kosnir í þessa fimm manna sveitarstjórn af sveitungum sínum og verða að vinna saman út kjörtímabilið. Fátt annað en göng komast að fyrir kosningar En hver eru stærstu málin fyrir íbúum Súðarvíkurhrepps á næsta kjörtímabili? Svarið virðist einfalt. Við litum við í Álftaveri í Súðavík þar sem finna má bæjarskrifstofurnar en einnig félagsaðstöðu eldri borgara. „Ja, við höfum nú alltaf verið að berjast fyrir því að fá jarðgöng hérna á milli, mér finnst það nú bara vera númer eitt, tvö og þrjú í rauninni. Það hefur verið hitamálið hérna,“ segir Oddný Elínborg Bergsdóttir. Oddný Elínborg Bergsdóttir. Og vinkona Oddnýjar, Rannveig Jóna Ragnarsdóttir, er sammála henni: „Það brennur nú mest á að við fáum göng hérna. Og bara kannski fleiri atvinnutækifæri.“ Rannveig Jóna Ragnarsdóttir. Samúel Snær Jónasson verktaki er einmitt í miðjum klíðum við að taka grjót úr Súðavíkurhlíð þegar við rekumst á hann. Hann væri til í göng til Ísafjarðar. „Jú það væri ekki leiðinlegt. Eins og þú sérð hérna fyrir aftan mig þá er hlíðin alveg hryllileg. Nóg af grjóthruni og snjóflóðum,“ segir hann. Sigurður Ingi veit það Já, göng yfir til Ísafjarðar eru mjög greinilega það sem Súðvíkingar vilja. Ástand Súðavíkurvegar er vandamálið en þar falla árlega snjóflóð og er grjóthrun ansi mikið á veginum. Bragi Þór Thoroddsen er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og hann er vel meðvitaður um vilja íbúa. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. „Já, þetta hefur alveg gríðarleg áhrif í samfélagið hérna. Það eru margir sem veigra sér við að keyra þennan vetrarveg,“ segir Bragi. Og lausnin á ástandinu er aðeins ein að hans mati: „Sigurður Ingi veit það. Við erum auðvitað að tala um göng hér. Það er eina raunhæfa lausnin, það segir sig bara sjálft. Þú getur ekki stýrt því hvað fellur mikið af úrkomu í snjókomu yfir veturinn.“ Súðavíkurhreppur Vegagerð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Náttúruhamfarir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Við sunnanvert Ísafjarðardjúp stendur nokkuð stórt en fámennt sveitarfélag. Súðavíkurhreppur en þar búa ekki nema 215 manns. Í sveitarstjórn sitja fimm fulltrúar. Í meirihluta eru þrír frá Hreppslistanum en í minnihluta tveir frá Víkurlistanum. En nú á að breyta þessu kerfi og efna til óhlutbundinna kosninga í annað skipti í sögu sveitarfélagsins. Það virkar þannig að allir sem eru kjörgengir í sveitarfélaginu, samtals 174, gætu verið kosnir í þessa fimm manna sveitarstjórn af sveitungum sínum og verða að vinna saman út kjörtímabilið. Fátt annað en göng komast að fyrir kosningar En hver eru stærstu málin fyrir íbúum Súðarvíkurhrepps á næsta kjörtímabili? Svarið virðist einfalt. Við litum við í Álftaveri í Súðavík þar sem finna má bæjarskrifstofurnar en einnig félagsaðstöðu eldri borgara. „Ja, við höfum nú alltaf verið að berjast fyrir því að fá jarðgöng hérna á milli, mér finnst það nú bara vera númer eitt, tvö og þrjú í rauninni. Það hefur verið hitamálið hérna,“ segir Oddný Elínborg Bergsdóttir. Oddný Elínborg Bergsdóttir. Og vinkona Oddnýjar, Rannveig Jóna Ragnarsdóttir, er sammála henni: „Það brennur nú mest á að við fáum göng hérna. Og bara kannski fleiri atvinnutækifæri.“ Rannveig Jóna Ragnarsdóttir. Samúel Snær Jónasson verktaki er einmitt í miðjum klíðum við að taka grjót úr Súðavíkurhlíð þegar við rekumst á hann. Hann væri til í göng til Ísafjarðar. „Jú það væri ekki leiðinlegt. Eins og þú sérð hérna fyrir aftan mig þá er hlíðin alveg hryllileg. Nóg af grjóthruni og snjóflóðum,“ segir hann. Sigurður Ingi veit það Já, göng yfir til Ísafjarðar eru mjög greinilega það sem Súðvíkingar vilja. Ástand Súðavíkurvegar er vandamálið en þar falla árlega snjóflóð og er grjóthrun ansi mikið á veginum. Bragi Þór Thoroddsen er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og hann er vel meðvitaður um vilja íbúa. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. „Já, þetta hefur alveg gríðarleg áhrif í samfélagið hérna. Það eru margir sem veigra sér við að keyra þennan vetrarveg,“ segir Bragi. Og lausnin á ástandinu er aðeins ein að hans mati: „Sigurður Ingi veit það. Við erum auðvitað að tala um göng hér. Það er eina raunhæfa lausnin, það segir sig bara sjálft. Þú getur ekki stýrt því hvað fellur mikið af úrkomu í snjókomu yfir veturinn.“
Súðavíkurhreppur Vegagerð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Náttúruhamfarir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira