Salah: Ég vil spila á móti Real Madrid Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. maí 2022 07:02 Mohamed Salah veit nákvæmlega hvaða liði hann vill mæta í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Silvestre Szpylma/Quality Sport Images/Getty Images Mohamed Salah, framherji Liverpool, var eðlilega kátur eftir að liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með 3-2 sigri gegn Villarreal í gærkvöldi. „Það er frábært að við séum komnir í úrslit,“ sagði Salah í samtali við BT Sport eftir leik. „Þetta er í þriðja skipti á fimm árum og það er alveg ótrúlegt. Við erum allir mjög glaðir og ég er viss um að strákarnir munu fagna og fá sér aðeins í tána. En við eigum leik á móti Tottenham á laugardaginn og við verðum líka að einbeita okkur að honum. Á morgun er nýr dagur og þá höldum við áfram.“ Eins og þeir sem fylgdust með leiknum vita þá höfðu heimamenn í Villarreal ágætis stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og fóru með 2-0 forystu inn í hléið. Salah segir þó að leikmenn liðsins hafi ekki verið farnir að hafa of miklar áhyggjur alveg strax. „Þetta var erfitt í fyrri hálfleik, en svo komum við inn í klefa og stjórinn talaði við okkur. Það er karakter og andi í klefanum. Við erum með lið í hæsta gæðaflokki og þess vegna getum við komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í hálfleik.“ Liverpool er á góðri leið með að vinna fernuna, en það er eitthvað sem ekkert annað enskt lið hefur nokkurn tíman gert. Salah ræddi stuttlega um möguleikann á því afreki, ásamt sínum persónulegu markmiðum, en þrátt fyrir að vera kominn með 30 mörk í öllum keppnum er Egyptinn ekki saddur. „Við berjumst um alla titla. Við erum búnir að vinna einn og nú erum við komnir í annan úrslitaleik og við höldum áfram að berjast í ensku úrvalsdeildinni. Ég er einbeittur, æfi vel og reyni nú að ná góðri endurheimt. Ég veit hvað ég vil og vonandi get ég náð því.“ „Fyrir hvert einasta tímabil veit ég hvað ég vil gera persónulega og sem lið. Ég er enn fyrir neðan það sem ég vil ná persónulega. Ég hef aldrei sagt þetta áður, en áður en tímabilið byrjaði þá sagðist ég vilja skora 40 mörk og leggja upp kannski 15. Ég er búinn að ná stoðsendingamarkmiðinu þannig að nú þarf ég að einbeita mér að mörkunum.“ „En fernan er markmiðið núna. Hún var það kannski ekki í byrjun tímabils, en af hverju ekki núna? Ég er alltaf heiðarlegur og einbeiti mér að Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni. Eftir að við unnum Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins þá hefur mér fundist eins og við eigum möguleika á því að ná þessu [fernunni]. Eftir riðlakeppnina í þessari keppni þá hugsaði ég: „Já, okei. Við erum að fara að vinna Meistaradeildina í ár.“ Að lokum var Salah spurður að því hvort hann myndi vilja mæta Real Madrid eða Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ekki stóð á svörum hjá Egyptanum, enda þurftu leikmenn Liverpool að sætta sig við tap í úrslitaleiknum árið 2018 gegn Real Madrid þar sem Salah þurfti að fara meiddur af velli. „Ég vil spila á móti Real Madrid,“ sagði Salah að lokum. Mo wants another shot 🔄 pic.twitter.com/N6HA3AgG7A— B/R Football (@brfootball) May 3, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
„Það er frábært að við séum komnir í úrslit,“ sagði Salah í samtali við BT Sport eftir leik. „Þetta er í þriðja skipti á fimm árum og það er alveg ótrúlegt. Við erum allir mjög glaðir og ég er viss um að strákarnir munu fagna og fá sér aðeins í tána. En við eigum leik á móti Tottenham á laugardaginn og við verðum líka að einbeita okkur að honum. Á morgun er nýr dagur og þá höldum við áfram.“ Eins og þeir sem fylgdust með leiknum vita þá höfðu heimamenn í Villarreal ágætis stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og fóru með 2-0 forystu inn í hléið. Salah segir þó að leikmenn liðsins hafi ekki verið farnir að hafa of miklar áhyggjur alveg strax. „Þetta var erfitt í fyrri hálfleik, en svo komum við inn í klefa og stjórinn talaði við okkur. Það er karakter og andi í klefanum. Við erum með lið í hæsta gæðaflokki og þess vegna getum við komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í hálfleik.“ Liverpool er á góðri leið með að vinna fernuna, en það er eitthvað sem ekkert annað enskt lið hefur nokkurn tíman gert. Salah ræddi stuttlega um möguleikann á því afreki, ásamt sínum persónulegu markmiðum, en þrátt fyrir að vera kominn með 30 mörk í öllum keppnum er Egyptinn ekki saddur. „Við berjumst um alla titla. Við erum búnir að vinna einn og nú erum við komnir í annan úrslitaleik og við höldum áfram að berjast í ensku úrvalsdeildinni. Ég er einbeittur, æfi vel og reyni nú að ná góðri endurheimt. Ég veit hvað ég vil og vonandi get ég náð því.“ „Fyrir hvert einasta tímabil veit ég hvað ég vil gera persónulega og sem lið. Ég er enn fyrir neðan það sem ég vil ná persónulega. Ég hef aldrei sagt þetta áður, en áður en tímabilið byrjaði þá sagðist ég vilja skora 40 mörk og leggja upp kannski 15. Ég er búinn að ná stoðsendingamarkmiðinu þannig að nú þarf ég að einbeita mér að mörkunum.“ „En fernan er markmiðið núna. Hún var það kannski ekki í byrjun tímabils, en af hverju ekki núna? Ég er alltaf heiðarlegur og einbeiti mér að Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni. Eftir að við unnum Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins þá hefur mér fundist eins og við eigum möguleika á því að ná þessu [fernunni]. Eftir riðlakeppnina í þessari keppni þá hugsaði ég: „Já, okei. Við erum að fara að vinna Meistaradeildina í ár.“ Að lokum var Salah spurður að því hvort hann myndi vilja mæta Real Madrid eða Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ekki stóð á svörum hjá Egyptanum, enda þurftu leikmenn Liverpool að sætta sig við tap í úrslitaleiknum árið 2018 gegn Real Madrid þar sem Salah þurfti að fara meiddur af velli. „Ég vil spila á móti Real Madrid,“ sagði Salah að lokum. Mo wants another shot 🔄 pic.twitter.com/N6HA3AgG7A— B/R Football (@brfootball) May 3, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53