Hrakfarir Eddu í fyrsta keppnisferðalagi ársins: Ég trúði ekki eigin augum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2022 09:00 Guðlaug Edda Hannesdóttir var mætt út til að keppa en mikil orka fór í að redda málum sínum utan keppni. Instagram/@eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur lent í ýmsu á ferlinum og er nú byrjuð að keppa á ný eftir að hafa farið í erfiða mjaðmaaðgerð. Það er óhætt að segja að fyrsta keppnisferðalag hennar á árinu 2022 hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig eins og hún segir frá í pistli á fésbókarsíðu sinni. Tvær keppnir eru nú að baki og þar gekk á ýmsu áður en hún hóf sjálfa keppnina. Þurfti að finna keppnishjólið Edda hefur keppt í Portúgal og svo á sjálfeignarsvæði Spánverja innan Marokkó. „Þegar ég ferðaðist niður frá Lisbon til Quarteira týndist hjólið mitt og síðan festust nýju gjarðirnar mínar í portúgalska tollinum. Við tóku nokkrir erfiðir og stressandi dagar til þess að hafa uppi á hjólinu og reyna að losa gjarðirnar úr tollinum án þess að þurfa að borga morðfjár fyrir. Ég stend alveg ein þegar kemur að svona málum og eyddi því mörgum klukkutímum í símanum að reyna að leysa málin tvö talandi við fólk sem skyldi litla sem enga ensku og ég get ekki einu sinni talið hversu oft var skellt á mig. Sem betur fer leystist allt, hjólið fannst og gjarðirnar voru afhentar fyrir keppni,“ skrifaði Guðlaug Edda Hannesdóttir í pistli sínum. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Smá móðursýkiskast á flugvellinum Næsta keppni var átta dögum síðar og þá tók annað vesen við. „Ég trúði ekki eigin augum þegar ég sá að allar töskur höfðu verið afhentar þegar ég lenti á flugvellinum í Melilla og taskan mín hafði ekki komið. Hvernig gat þetta komið fyrir mig aftur??,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún fór aftur upp á flugvöll og náði að hafa upp á tösku sinni en þá voru bara tuttugu tímar í keppni. Hún viðurkennir að hafa með smá móðursýkiskasti komist inn á flugvöllinn til að hafa upp á töskunni. „Ég náði mér aldrei niður eftir þetta “fight or flight” kast eftir týndu töskuna í Melilla fyrr en ég lenti á Íslandi þremur dögum eftir keppni. Þessa þrjá daga áður en ég komst heim átti ég erfitt með að sofna. Ég bara náði ekki að slökkva á mér. Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn uppgefin eftir tvær keppnisferðir. Ónæmiskerfið mitt var í rugli og blæðingum hafði seinkað vegna stress og álags,“ skrifaði Guðlaug Edda sem náði sér í flensuna á leiðinni heim. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Ekkert sérstaklega spennt fyrir því að ferðast ein í allt sumar Vandræði Eddu hafa mikil áhrif á frammistöðu hennar því hún sjálf þarf að leysa öll vandamál þegar hún ætti í raun að vera safna kröftum fyrir keppni. Hún skrifar líka um þetta. „Eftir þessar áhugaverðu raunir í fyrstu keppnum ársins get ég viðurkennt að ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að ferðast ein í allt sumar og þurfa að skipuleggja allt sjálf, leysa úr öllum vandamálum og finna lausnir hratt ásamt því að þurfa að keppa til að standa mig vel! Ég þarf heldur betur að finna eitthvað gott kerfi til að minnka stress sem mest til þess að geta hámarkað árangur og haldið mér í jafnvægi,“ skrifaði Guðlaug Edda. Vildi óska þess að afreksíþróttir á Íslandi fengju meiri stuðning „Það er ekki skrítið að flestir keppinautar mínir keppi ekki án aðstoðarfólks eða stuðningsaðila í þríþraut. Það er fullvinna bara að sjá um skipulag og vandamál sem kemur að svona stórum keppnum. Ég vildi stundum óska þess að afreksíþróttir á Íslandi fengju meiri stuðning til þess að við getum keppt á sama grundvelli og allir okkar keppinautar. Þríþraut á Ólympíuleveli er ótrúlega kostnaðarsöm og því miður þá fáum við í ÞRÍ ekki nægjanlega mikið fjármagn frá stjórnvöldum til þess að geta sent annan einstakling með mér í nokkrar keppnir til þess að styðja við mig og aðstoða. Það virðist ekki skipta máli þrátt fyrir að ég hafi sýnt góðan árangur og miklar líkur á Ólympíusæti,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan. Þríþraut Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira
Það er óhætt að segja að fyrsta keppnisferðalag hennar á árinu 2022 hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig eins og hún segir frá í pistli á fésbókarsíðu sinni. Tvær keppnir eru nú að baki og þar gekk á ýmsu áður en hún hóf sjálfa keppnina. Þurfti að finna keppnishjólið Edda hefur keppt í Portúgal og svo á sjálfeignarsvæði Spánverja innan Marokkó. „Þegar ég ferðaðist niður frá Lisbon til Quarteira týndist hjólið mitt og síðan festust nýju gjarðirnar mínar í portúgalska tollinum. Við tóku nokkrir erfiðir og stressandi dagar til þess að hafa uppi á hjólinu og reyna að losa gjarðirnar úr tollinum án þess að þurfa að borga morðfjár fyrir. Ég stend alveg ein þegar kemur að svona málum og eyddi því mörgum klukkutímum í símanum að reyna að leysa málin tvö talandi við fólk sem skyldi litla sem enga ensku og ég get ekki einu sinni talið hversu oft var skellt á mig. Sem betur fer leystist allt, hjólið fannst og gjarðirnar voru afhentar fyrir keppni,“ skrifaði Guðlaug Edda Hannesdóttir í pistli sínum. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Smá móðursýkiskast á flugvellinum Næsta keppni var átta dögum síðar og þá tók annað vesen við. „Ég trúði ekki eigin augum þegar ég sá að allar töskur höfðu verið afhentar þegar ég lenti á flugvellinum í Melilla og taskan mín hafði ekki komið. Hvernig gat þetta komið fyrir mig aftur??,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún fór aftur upp á flugvöll og náði að hafa upp á tösku sinni en þá voru bara tuttugu tímar í keppni. Hún viðurkennir að hafa með smá móðursýkiskasti komist inn á flugvöllinn til að hafa upp á töskunni. „Ég náði mér aldrei niður eftir þetta “fight or flight” kast eftir týndu töskuna í Melilla fyrr en ég lenti á Íslandi þremur dögum eftir keppni. Þessa þrjá daga áður en ég komst heim átti ég erfitt með að sofna. Ég bara náði ekki að slökkva á mér. Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn uppgefin eftir tvær keppnisferðir. Ónæmiskerfið mitt var í rugli og blæðingum hafði seinkað vegna stress og álags,“ skrifaði Guðlaug Edda sem náði sér í flensuna á leiðinni heim. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Ekkert sérstaklega spennt fyrir því að ferðast ein í allt sumar Vandræði Eddu hafa mikil áhrif á frammistöðu hennar því hún sjálf þarf að leysa öll vandamál þegar hún ætti í raun að vera safna kröftum fyrir keppni. Hún skrifar líka um þetta. „Eftir þessar áhugaverðu raunir í fyrstu keppnum ársins get ég viðurkennt að ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að ferðast ein í allt sumar og þurfa að skipuleggja allt sjálf, leysa úr öllum vandamálum og finna lausnir hratt ásamt því að þurfa að keppa til að standa mig vel! Ég þarf heldur betur að finna eitthvað gott kerfi til að minnka stress sem mest til þess að geta hámarkað árangur og haldið mér í jafnvægi,“ skrifaði Guðlaug Edda. Vildi óska þess að afreksíþróttir á Íslandi fengju meiri stuðning „Það er ekki skrítið að flestir keppinautar mínir keppi ekki án aðstoðarfólks eða stuðningsaðila í þríþraut. Það er fullvinna bara að sjá um skipulag og vandamál sem kemur að svona stórum keppnum. Ég vildi stundum óska þess að afreksíþróttir á Íslandi fengju meiri stuðning til þess að við getum keppt á sama grundvelli og allir okkar keppinautar. Þríþraut á Ólympíuleveli er ótrúlega kostnaðarsöm og því miður þá fáum við í ÞRÍ ekki nægjanlega mikið fjármagn frá stjórnvöldum til þess að geta sent annan einstakling með mér í nokkrar keppnir til þess að styðja við mig og aðstoða. Það virðist ekki skipta máli þrátt fyrir að ég hafi sýnt góðan árangur og miklar líkur á Ólympíusæti,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Þríþraut Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira