Jón Dagur kominn úr fyrstikistunni: „Fékk tíma til að spila smá golf“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2022 23:15 Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið úti í kuldanum hjá AGF síðan í byrjun mars en var mættur aftur í byrjunarliðið í dag. AGF Jón Dagur Þorsteinsson var mættur í byrjunarlið AGF í danska boltanum í dag eftir langan tíma í frystikistunni hjá félaginu. Hann segir þó að það sé ekki það versta sem geti komið fyrir og grínaðist með að hafa nýtt tímann í að æfa golfsveifluna. Þetta sagði Jón Dagur í stuttu viðtali við danska miðilinn Bold.dk í dag, en leikmaðurinn hafði verið úti í kuldanum hjá félaginu síðan í byrjun mars. Yfirmenn hans hjá AGF höfðu frekar viljað veðja á unga leikmenn liðsins, en eftir slæmt gengi var Jón Dagur kallaður aftur inn í byrjunarliðið. Þrátt fyrir 1-0 tap AGF gegn OB í dag gat Jón dagur þó grínast með stöðuna. „Þetta er ekki það versta sem getur komið fyrir mann,“ sagði Jón Dagur í samtali við Bold.dk. „Ég fékk tíma til að spila smá golf sem var fínt. Mig skortir stundum einbeitingu, en maður getur æft það á golfvellinum.“ „En auðvitað hefur þetta verið erfiður tími á meðan ég hef verið fyrir utan liðið,“ sagði Jón Dagur einnig. Jón Dagur segir að Stig Inge Bjørnebye, yfirmaður íþróttamála hjá AGF, hafi hringt í sig og tilkynnt honum að hann gæti farið að spila aftur fyrir AGF. „Mér var bara sagt að ég ætti að spila daginn eftir að liðið tapaði 2-1 á móti OB. Við áttum stutt samtal þar sem hann sagði mér að ég ætti að spila.“ Þá fer Jón Dagur ekkert í felur með það að hann sé ósáttur við það hvernig félagið fór að í þessum málum, en segir þó að það séu engin leiðindi á milli hans og félagsins. „Auðvitað er ég ekki ánægður með það hvernig farið var að í þessu máli. Þetta kom virkilega aftan að mér.“ „Félagið gerði mistök og þeir eru búnir að biðjast afsökunar. Þannig að nú er bara að halda áfram og það er enginn í fýlu yfir þessu,“ sagði Jón Dagur að lokum. Danski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira
Þetta sagði Jón Dagur í stuttu viðtali við danska miðilinn Bold.dk í dag, en leikmaðurinn hafði verið úti í kuldanum hjá félaginu síðan í byrjun mars. Yfirmenn hans hjá AGF höfðu frekar viljað veðja á unga leikmenn liðsins, en eftir slæmt gengi var Jón Dagur kallaður aftur inn í byrjunarliðið. Þrátt fyrir 1-0 tap AGF gegn OB í dag gat Jón dagur þó grínast með stöðuna. „Þetta er ekki það versta sem getur komið fyrir mann,“ sagði Jón Dagur í samtali við Bold.dk. „Ég fékk tíma til að spila smá golf sem var fínt. Mig skortir stundum einbeitingu, en maður getur æft það á golfvellinum.“ „En auðvitað hefur þetta verið erfiður tími á meðan ég hef verið fyrir utan liðið,“ sagði Jón Dagur einnig. Jón Dagur segir að Stig Inge Bjørnebye, yfirmaður íþróttamála hjá AGF, hafi hringt í sig og tilkynnt honum að hann gæti farið að spila aftur fyrir AGF. „Mér var bara sagt að ég ætti að spila daginn eftir að liðið tapaði 2-1 á móti OB. Við áttum stutt samtal þar sem hann sagði mér að ég ætti að spila.“ Þá fer Jón Dagur ekkert í felur með það að hann sé ósáttur við það hvernig félagið fór að í þessum málum, en segir þó að það séu engin leiðindi á milli hans og félagsins. „Auðvitað er ég ekki ánægður með það hvernig farið var að í þessu máli. Þetta kom virkilega aftan að mér.“ „Félagið gerði mistök og þeir eru búnir að biðjast afsökunar. Þannig að nú er bara að halda áfram og það er enginn í fýlu yfir þessu,“ sagði Jón Dagur að lokum.
Danski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti