Jón Dagur kominn úr fyrstikistunni: „Fékk tíma til að spila smá golf“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2022 23:15 Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið úti í kuldanum hjá AGF síðan í byrjun mars en var mættur aftur í byrjunarliðið í dag. AGF Jón Dagur Þorsteinsson var mættur í byrjunarlið AGF í danska boltanum í dag eftir langan tíma í frystikistunni hjá félaginu. Hann segir þó að það sé ekki það versta sem geti komið fyrir og grínaðist með að hafa nýtt tímann í að æfa golfsveifluna. Þetta sagði Jón Dagur í stuttu viðtali við danska miðilinn Bold.dk í dag, en leikmaðurinn hafði verið úti í kuldanum hjá félaginu síðan í byrjun mars. Yfirmenn hans hjá AGF höfðu frekar viljað veðja á unga leikmenn liðsins, en eftir slæmt gengi var Jón Dagur kallaður aftur inn í byrjunarliðið. Þrátt fyrir 1-0 tap AGF gegn OB í dag gat Jón dagur þó grínast með stöðuna. „Þetta er ekki það versta sem getur komið fyrir mann,“ sagði Jón Dagur í samtali við Bold.dk. „Ég fékk tíma til að spila smá golf sem var fínt. Mig skortir stundum einbeitingu, en maður getur æft það á golfvellinum.“ „En auðvitað hefur þetta verið erfiður tími á meðan ég hef verið fyrir utan liðið,“ sagði Jón Dagur einnig. Jón Dagur segir að Stig Inge Bjørnebye, yfirmaður íþróttamála hjá AGF, hafi hringt í sig og tilkynnt honum að hann gæti farið að spila aftur fyrir AGF. „Mér var bara sagt að ég ætti að spila daginn eftir að liðið tapaði 2-1 á móti OB. Við áttum stutt samtal þar sem hann sagði mér að ég ætti að spila.“ Þá fer Jón Dagur ekkert í felur með það að hann sé ósáttur við það hvernig félagið fór að í þessum málum, en segir þó að það séu engin leiðindi á milli hans og félagsins. „Auðvitað er ég ekki ánægður með það hvernig farið var að í þessu máli. Þetta kom virkilega aftan að mér.“ „Félagið gerði mistök og þeir eru búnir að biðjast afsökunar. Þannig að nú er bara að halda áfram og það er enginn í fýlu yfir þessu,“ sagði Jón Dagur að lokum. Danski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Þetta sagði Jón Dagur í stuttu viðtali við danska miðilinn Bold.dk í dag, en leikmaðurinn hafði verið úti í kuldanum hjá félaginu síðan í byrjun mars. Yfirmenn hans hjá AGF höfðu frekar viljað veðja á unga leikmenn liðsins, en eftir slæmt gengi var Jón Dagur kallaður aftur inn í byrjunarliðið. Þrátt fyrir 1-0 tap AGF gegn OB í dag gat Jón dagur þó grínast með stöðuna. „Þetta er ekki það versta sem getur komið fyrir mann,“ sagði Jón Dagur í samtali við Bold.dk. „Ég fékk tíma til að spila smá golf sem var fínt. Mig skortir stundum einbeitingu, en maður getur æft það á golfvellinum.“ „En auðvitað hefur þetta verið erfiður tími á meðan ég hef verið fyrir utan liðið,“ sagði Jón Dagur einnig. Jón Dagur segir að Stig Inge Bjørnebye, yfirmaður íþróttamála hjá AGF, hafi hringt í sig og tilkynnt honum að hann gæti farið að spila aftur fyrir AGF. „Mér var bara sagt að ég ætti að spila daginn eftir að liðið tapaði 2-1 á móti OB. Við áttum stutt samtal þar sem hann sagði mér að ég ætti að spila.“ Þá fer Jón Dagur ekkert í felur með það að hann sé ósáttur við það hvernig félagið fór að í þessum málum, en segir þó að það séu engin leiðindi á milli hans og félagsins. „Auðvitað er ég ekki ánægður með það hvernig farið var að í þessu máli. Þetta kom virkilega aftan að mér.“ „Félagið gerði mistök og þeir eru búnir að biðjast afsökunar. Þannig að nú er bara að halda áfram og það er enginn í fýlu yfir þessu,“ sagði Jón Dagur að lokum.
Danski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira