Flóðið í Demydiv sem bjargaði Kænugarði Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 16:19 Úkraínumenn ákváðu að fórna Demydiv til að stöðva sókn Rússa í átt að Kænugarði. Skjáskot/AP Bænum Demydiv í Úkraínu var fórnað til að stöðva för rússneskra skriðdreka. Samt sem áður eru íbúar bæjarins ánægðir og segjast hafa bjargað Kænugarði. Í bænum Demydiv rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð í Úkraínu hafa íbúar verið að jafna sig eftir mikil flóð, sem undir venjulegum kringumstæðum væru einn af mörgum slæmum atburðum síðustu vikna. Í þetta skiptið var hins vegar um að ræða taktískan sigur Úkraínumanna. Vatnið var látið flæða yfir bæinn og akrana þar í kring með vilja. Þá varð til mýri sem kom í veg fyrir að skriðdrekar Rússa kæmust að Kænugarði og gaf úkraínska hernum tíma til að undirbúa sig fyrir árás. Í mörgum húsum er vatnsmagnið mikið.Skjáskot/AP Íbúar Demydiv sitja uppi með íbúðarhús sem mörg hafa skemmst vegna flóðanna. Þeir gætu hins vegar ekki verið ánægðari. „Allir skilja ástæðuna og enginn sér eftir þessu í eitt augnablik,“ segir Antonina Kostuchenko en heimili hennar er nú fullt af vatni sem nær langt upp á veggi. Greinin og viðtal við hana birtist á NY Times. „Við björguðum Kænugarði!“ segir hún stolt. Hafa markvisst eyðilagt innviði Það sem gerðist í Demydiv er ekki einsdæmi. Úkraínumenn hafa reglubundið valdið skemmdum á innviðum landsins til að torvelda Rússum í sókn sinni. Vatn byrjaði að flæða yfir Demydiv þegar herinn opnaði fyrir stíflu rétt utan við bæinn. Á öðrum stöðum í landinu hefur herinn sprengt brýr og vegi og gert lestarteina og flugvelli ónothæfa. Yfir 300 brýr í Úkraínu eru skemmdar samkvæmt innviðaráðherranum Oleksanr Kubrakov. Þegar Rússar reyndu að ná yfirráðum yfir mikilvægum flugvelli í nágrenni Kænugarðs sprengdu Úkraínumenn flugbrautina og kom í veg fyrir að Rússar gætu tekið á móti hersveitum sínum. Íbúar bæjarins hafa þurft að nota báta til að komast leiða sinna.Skjáskot/AP Þessi aðferð Úkraínumanna hefur verið lykilatriði varðandi að halda aftur af Rússum í norðri og koma í veg fyrir að þeir nái yfirráðum í Kænugarði. Kostnaður vegna eyðileggingarinnar er auðvitað gríðarlegur. Áætlað er að kostnaður vegna ónýtra samgöngumannvirkja sé um 85 milljarðar dollara samkvæmt tölum frá ríkisstjórn Úkraínu. „Við hefðum ekki sprengt brýrnar okkar ef stríðið hefði ekki farið af stað. Ástæðan er ein, grimmd Rússlands.“ Engin eftirsjá Íbúar Demydiv segja að eyðileggingin í bænum sé ekkert miðað við hvað þessi aðgerð hefur hjálpað mikið. „Fimmtíu hús sem flætt hefur inn í er ekki mikið,“ segir Volodymyr Artemchuk, sjálfboðaliði sem var að hjálpa til við að koma vatninu undan. Demydiv í ÚkraínuSkjáskot/AP Þó einhverjir hafi kvartað undan hreinsunarstarfinu, sem áætlað er að taki marga mánuði, hafa bæjarbúar tekið sig saman í að gera það vel. Roman Bykhovchenko, sextíu ára gamall öryggisvörður, er ekki í neinum vafa að rétt ákvörðun var tekin þrátt fyrir að flætt hafi inn í húsið hans. „Þetta var þess virði.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Í bænum Demydiv rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð í Úkraínu hafa íbúar verið að jafna sig eftir mikil flóð, sem undir venjulegum kringumstæðum væru einn af mörgum slæmum atburðum síðustu vikna. Í þetta skiptið var hins vegar um að ræða taktískan sigur Úkraínumanna. Vatnið var látið flæða yfir bæinn og akrana þar í kring með vilja. Þá varð til mýri sem kom í veg fyrir að skriðdrekar Rússa kæmust að Kænugarði og gaf úkraínska hernum tíma til að undirbúa sig fyrir árás. Í mörgum húsum er vatnsmagnið mikið.Skjáskot/AP Íbúar Demydiv sitja uppi með íbúðarhús sem mörg hafa skemmst vegna flóðanna. Þeir gætu hins vegar ekki verið ánægðari. „Allir skilja ástæðuna og enginn sér eftir þessu í eitt augnablik,“ segir Antonina Kostuchenko en heimili hennar er nú fullt af vatni sem nær langt upp á veggi. Greinin og viðtal við hana birtist á NY Times. „Við björguðum Kænugarði!“ segir hún stolt. Hafa markvisst eyðilagt innviði Það sem gerðist í Demydiv er ekki einsdæmi. Úkraínumenn hafa reglubundið valdið skemmdum á innviðum landsins til að torvelda Rússum í sókn sinni. Vatn byrjaði að flæða yfir Demydiv þegar herinn opnaði fyrir stíflu rétt utan við bæinn. Á öðrum stöðum í landinu hefur herinn sprengt brýr og vegi og gert lestarteina og flugvelli ónothæfa. Yfir 300 brýr í Úkraínu eru skemmdar samkvæmt innviðaráðherranum Oleksanr Kubrakov. Þegar Rússar reyndu að ná yfirráðum yfir mikilvægum flugvelli í nágrenni Kænugarðs sprengdu Úkraínumenn flugbrautina og kom í veg fyrir að Rússar gætu tekið á móti hersveitum sínum. Íbúar bæjarins hafa þurft að nota báta til að komast leiða sinna.Skjáskot/AP Þessi aðferð Úkraínumanna hefur verið lykilatriði varðandi að halda aftur af Rússum í norðri og koma í veg fyrir að þeir nái yfirráðum í Kænugarði. Kostnaður vegna eyðileggingarinnar er auðvitað gríðarlegur. Áætlað er að kostnaður vegna ónýtra samgöngumannvirkja sé um 85 milljarðar dollara samkvæmt tölum frá ríkisstjórn Úkraínu. „Við hefðum ekki sprengt brýrnar okkar ef stríðið hefði ekki farið af stað. Ástæðan er ein, grimmd Rússlands.“ Engin eftirsjá Íbúar Demydiv segja að eyðileggingin í bænum sé ekkert miðað við hvað þessi aðgerð hefur hjálpað mikið. „Fimmtíu hús sem flætt hefur inn í er ekki mikið,“ segir Volodymyr Artemchuk, sjálfboðaliði sem var að hjálpa til við að koma vatninu undan. Demydiv í ÚkraínuSkjáskot/AP Þó einhverjir hafi kvartað undan hreinsunarstarfinu, sem áætlað er að taki marga mánuði, hafa bæjarbúar tekið sig saman í að gera það vel. Roman Bykhovchenko, sextíu ára gamall öryggisvörður, er ekki í neinum vafa að rétt ákvörðun var tekin þrátt fyrir að flætt hafi inn í húsið hans. „Þetta var þess virði.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira