Icebox verður haldið í annað sinn í dag: „Fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2022 08:01 Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari og skipuleggjandi Icebox, er vægast sagt spenntur fyrir deginum. Stöð 2 „Ég ákvað bara að stökkva út í djúpu laugina og fara alla leið,“ segir Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari og einn af skipuleggjendum boxmótsins Icebox sem haldið verður í dag. „Ég tók bara Kaplakrika og breytti honum í alvöru bardagaviðburð. Það heldur betur pakkaðist húsið á 16 dögum fyrir síðasta viðburð og við erum að taka þetta svona þrem til fjórum „levelum“ lengra núna. Þetta verður miklu stærra, miklu flottara, fleiri erlendir keppendur og meiri umgjörð. Það verður alvöru fílingur og skemmtun fyrir alla til að horfa á.“ Boxmótið Icebox verður haldið í annað sinn í dag og í þetta sinnið kemur sterkt lið frá Noregi og meðal annars landsliðsmenn í Norska landsliðinu til þess að keppa við fremsta hnefaleikafólk landsins ásamt margra bardaga á milli klúbba á Íslandi. Davíð segir þó að þetta sé miklu meira en bara box sem fer fram í Kaplakrikanum í dag. „Ég er heldur betur að taka þetta alla leið. Ég er búinn að gera nýtt belti, Icebox Champion belti. Það er alltaf nýtt belti á hverjum viðburði. Ég er með tónlistaratriði í hléi, það eru veitingar í VIP-sætin og þetta er alvöru rokk í þessu. Fólk er að koma þarna ekki bara til að horfa á boxbardaga, heldur að mæta á box-sýningu og þetta er bara upplifun.“ Íslendingar hafa verið nokkuð þyrstir í bardagaíþróttir seíðustu misseri og sást það best á fjölda Íslendinga sem gerðu sér ferð til Lundúna til að horfa á Gunnar Nelson berjast fyrir nokkrum vikum. Davíð vill sjá svipaða stemningu í Kaplakrikanum í dag. „Já alla leið. Þetta er okkar fremsta hnefaleikafólk og obbinn af íslensku hnefaleikastarfi að mæta mjög mörgum flottum boxurum frá Noregi.“ „Líka bara að fylgja Íslandi inn í hring. Allir að öskra: „Ísland, Ísland!“ og þetta er alvöru. Ég fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta. Þetta var geggjað síðast og þetta verður sinnum tíu núna.“ Mótið sjálft hefst klukkan 16.00 í Kaplakrika (íþróttahús FH í Hafnafirði) en húsið opnar 15.00. Klippa: Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari Box Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
„Ég tók bara Kaplakrika og breytti honum í alvöru bardagaviðburð. Það heldur betur pakkaðist húsið á 16 dögum fyrir síðasta viðburð og við erum að taka þetta svona þrem til fjórum „levelum“ lengra núna. Þetta verður miklu stærra, miklu flottara, fleiri erlendir keppendur og meiri umgjörð. Það verður alvöru fílingur og skemmtun fyrir alla til að horfa á.“ Boxmótið Icebox verður haldið í annað sinn í dag og í þetta sinnið kemur sterkt lið frá Noregi og meðal annars landsliðsmenn í Norska landsliðinu til þess að keppa við fremsta hnefaleikafólk landsins ásamt margra bardaga á milli klúbba á Íslandi. Davíð segir þó að þetta sé miklu meira en bara box sem fer fram í Kaplakrikanum í dag. „Ég er heldur betur að taka þetta alla leið. Ég er búinn að gera nýtt belti, Icebox Champion belti. Það er alltaf nýtt belti á hverjum viðburði. Ég er með tónlistaratriði í hléi, það eru veitingar í VIP-sætin og þetta er alvöru rokk í þessu. Fólk er að koma þarna ekki bara til að horfa á boxbardaga, heldur að mæta á box-sýningu og þetta er bara upplifun.“ Íslendingar hafa verið nokkuð þyrstir í bardagaíþróttir seíðustu misseri og sást það best á fjölda Íslendinga sem gerðu sér ferð til Lundúna til að horfa á Gunnar Nelson berjast fyrir nokkrum vikum. Davíð vill sjá svipaða stemningu í Kaplakrikanum í dag. „Já alla leið. Þetta er okkar fremsta hnefaleikafólk og obbinn af íslensku hnefaleikastarfi að mæta mjög mörgum flottum boxurum frá Noregi.“ „Líka bara að fylgja Íslandi inn í hring. Allir að öskra: „Ísland, Ísland!“ og þetta er alvöru. Ég fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta. Þetta var geggjað síðast og þetta verður sinnum tíu núna.“ Mótið sjálft hefst klukkan 16.00 í Kaplakrika (íþróttahús FH í Hafnafirði) en húsið opnar 15.00. Klippa: Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari
Box Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira