The Dropout: Frábær þáttaröð og hrollvekjandi áminning Heiðar Sumarliðason skrifar 2. maí 2022 07:42 Sunny og Elizabeth, óvænt en áhugavert par. Nú er hægt að sjá þáttaröðina The Dropout á Disney+/STAR. Hún fjallar um Elizabeth Holmes (Amanda Seyfried), sem árið 2003, aðeins 19 ára gömul, stofnaði lyfjatæknifyrirtækið Theranos. Hún skaust hratt upp á stjörnuhimininn og var fyrirmynd ungra kvenna sem vildu fóta sig í karllægum viðskiptaheimi. Tólf árum síðar hrundi Theranos eins og spilaborg. Elizabeth var loddari. Það er snúið að segja sögu af manneskju sem hefur verið sakfelld fyrir stórfellda svikastarfsemi, sem auk þess virðist ekki ganga alveg heil til skógar. Það tekst höfundum The Dropout þó ótrúlega vel og það sem bjargar þessu er hve hrein og bein persóna Elizabeth kemur inn í söguna. Þó svo áhorfandinn viti nokkurnveginn hvernig fer fyrir henni, er ekki annað hægt en að halda eilítið með henni, enda virðist vilji hennar til að breyta heiminum og hjálpa fólki að lifa lengur, vera einlægur. Svo notar höfundurinn, Elizabeth Meriwether, m.a. klassískt dramatúrgískt tól til að vinna sér inn samúð áhorfenda; lætur einhvern vera vondan við aðalpersónuna. T.d. skiptir miklu máli senan þar sem Elizabeth gengur upp að kvenkyns prófessor (Laurie Metcalf) við háskólann sinn, kynnir hana fyrir hugmyndum sínum og er skotin niður (eðlilega). Það er mjög mannlegt að ætla þeim sem taka illa í hugmyndir manns (og það á niðurlægjandi máta) að gera það af illum hug. Því finnum við til samhygðar með Elizabeth og höldum með henni. Hún er á þessum tímapunkti staðgengill áhorfenda, en hversu lengi getur hún í raun þjónað því hlutverki? Frá upphafi er ljóst að hún mun ganga myrkari öflum á hönd, því áhorfendum er gerð grein fyrir glæpum hennar strax í byrjun. Ég velti því einmitt fyrir mér mjög snemma við áhorfið hvernig höfundurinn Meriwether ætlaði að halda áhorfendum við efnið. Þetta eru heilir átta þættir, rúmlega sex og hálfur klukkutími af efni og miðað við glæpi aðalpersónunnar, ætti ekki að vera möguleiki að halda samúð okkar svo lengi. Höfundurinn bregst við þessu með því að víkka út persónugalleríið eftir því sem á líður. Fyrri hluti þáttaraðarinnar er að mestu helgaður Elizabeth, en eftir því sem sígur á seinni hlutann fara uppljóstrararnir að taka yfir sviðið. Blaðamaður Washington Post og fyrrverandi starfsmenn Theranos bera hitann og þungann af framvindunni í þeim hluta (þó Elizabeth sé aldrei langt undan). Frábær leikhópur Leikhópurinn samanstendur af mörgum skemmtilegum andlitum, sem sum hver hafa í gegnum tíðina verið senuþjófar hér og þar. Ebon Moss-Bachrach leikur blaðamanninn sem reynir að fletta ofan af Theranos, en áhorfendur ættu að þekkja hann sem hinn aulahrollsskapandi Desi úr þáttaröðinni Girls. Hér leikur hann allt öðruvísi persónu og ferst það vel úr hendi. Moss-Bachrach var eftirminnilega óþolandi í HBO-þáttaröðinni Girls. William H. Macy er frábær að vanda. Hann leikur nágranna Elizabeth, sem fer í mál við hana vegna smásmugulegra ástæðna. Persóna hans er gott tól fyrir söguna í byrjun, því það sem hann gerir á hlut Elizabeth er ótrúlega annarlegt og ljótt. Hann endar svo í réttu liði, en ekki er það vegna góðmennsku sem hann klárar söguna í góða liðinu, enda lítið betri en Elizabeth. Naveen Andrews leikur Sunny Balwani, eldri mann sem Elizabeth kynnist í tungumálaskóla í Peking, áður en hún hefur háskólanám. Sunny fer frá því að vera góðlátlegur (og eilítið brjóstumkennanlegur) yfir í að vera algjört skoffín. Andrews er frábær í hlutverki sínu og persónan ógnvænlega raunveruleg, og er ég ekki frá því að ég hafi kynnst nokkrum áþekkum yfirmönnum um ævina. Sérstaklega er eftirminnileg senan þar sem ein af hetjum síðari þáttanna, Erika Cheung (Camryn Mi-young Kim), er leidd að starfstöð sinni og sér þar Sunny öskra á hálf grátandi starfsmann. Eftir að hafa kynnt mér Sunny eilítið betur kemur í ljós að hann er enn meiri loddari og hálfviti en þættirnir gefa til kynna. Eða eins og stendur á Wikipedia-síðu hans: He had no training in biological sciences or medical devices, which became an issue due to the absence of medical experts on the company's board of directors and Balwani's behavior. He was described by former Theranos employees as overbearing, uncompromising and so concerned about industrial espionage that he verged on paranoia. Within Theranos, Balwani was known for using technical terms he seemingly did not understand in what others believed were attempts to appear more knowledgeable. Sjálf könnumst við mörg persónulega við svona yfirmenn, fólk sem er vart hæft í starfið sem það gegnir, ofan á það að vera gjörsamlega vanhæft til mannlegra samskipta. Þetta eru einstaklingar sem nota ógn við atvinnuöryggi undirmanna sinna sem vopn, skjóta sendiboðann, hengja bakara fyrir smið og viðurkenna ekki undir nokkrum kringumstæðum að þeir hafi rangt fyrir sér. Það þarf reyndar ekki nema að opna íslenska fjölmiðla til að finna fréttir af slíku fólki, önnur hvor frétt virðist fjalla um það. Það sem mér þykir einna verst er fólkið í kringum menn og konur eins og Sunny og Elizabeth, hitt starfsfólkið, fólk sem hefur ekki hugrekki til að standa með samstarfsfólki sínu sem yfirmenn eru að svína á. Eða jafnvel trúa orðum siðblindra yfirmanna sinna frekar. Það eru hreinlega hrollvekjandi senur í þáttunum, þar sem starfsfólkið er gjörsamlega undir áhrifum siðblindra yfirmanna sinna, á einskonar valdeflingar fjöldafundum. Að sjá þetta fólk vú-andi og hú-andi með lygar og ofbeldi Elizabeth og Sunny sem bakgrunnstónlist, mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Eða, líkt og John Stuart Mills sagði árið 1867: Let not any one pacify his conscience by the delusion that he can do no harm if he takes no part, and forms no opinion. Bad men need nothing more to compass their ends, than that good men should look on and do nothing. He is not a good man who, without a protest, allows wrong to be committed in his name, and with the means which he helps to supply, because he will not trouble himself to use his mind on the subject. Við búum hins vegar við kerfi sem hefur bálegan hönnunargalla, það viðheldur völdum slæms fólks og The Dropout er lifandi sönnun þess; í raun mætti allt eins merkja þáttaröðina sem hrollvekju. Seyfried slær í gegn Svo er það rúsínan í pylsuendanum, aðalstjarna þáttanna Elizabeth Holmes, en þegar öllu er á botninn hvolft er hún bilaðasta persónan af þeim öllum og listilega túlkuð af Amöndu Seyfried. Ég hef í gegnum tíðina ekki gefið Seyfried mikinn gaum og aldrei nokkurn tíma hugsað: „Heyrðu, Amanda Seyfried er í þessari mynd, ég verð að horfa á hana.“ Ég tengdi hana frekar við verkefni í lægri gæðaflokki, því var ég hreinlega ekkert að drífa mig að horfa á The Dropout. Seyfried er hins vegar stórkostleg í hlutverki sínu. Maður óttast um hana og vorkennir, sem og að fyrirlíta hana og hræðast, allt á sama tíma. Er Seyfried mögulega að sanna sig hér sem leikkona í hæsta gæðaflokki? Hún fellur a.m.k. eins og flís við rass í hlutverk sitt. Hún nær að skapa sannfærandi persónu sem spilar á allan skalann, frá því að vera aumkunarverð í að vera aðdáunarverð og enda á því að vera fyrirlitleg. Ég hreinlega gat ekki tekið augun af henni þegar hún var á skjánum. Ef hún verður ekki tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir hlutverk sitt, er eitthvað mikið að. Variety telur Seyfried líklegast allra til að fá tilnefningu í sínum flokki til Emmy-verðlauna. Mikilvægar lexíur The Dropout er lexía um hvað gerist þegar einstaklingar missa sjónar af sínu upprunlega markmiði og tapa mennskunni, sem og áminning til okkar hinna um að rétta upp hendi og láta í okkur heyra þegar komið er illa fram við fólk. Hollusta fólks eins og Elizabeth og Sunny er á endanum aðeins við peninga og egóið sitt, annað fólk skiptir það engu máli; og mikið djöfull eiga þau makaleg málagjöld sín skilið. Þess má geta að stutt er í að dómari ákveði refsingu Elizabeth, en hún á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. Spurningin sem ég hef þó mestan áhuga á að fá svarað er hvernig Elizabeth tókst að halda Theranos á floti í meira en áratug, án þess að gera nokkuð af því sem hún lofaði. Það er til nóg af ítarefni til um málið, bækur, hlaðvarpsþættir, fréttaskýringar og heimildamyndir. Ég hef það á tilfinningunni að rannsókn minni á Elizabeth Holmes og Theranos sé hvergi nærri lokið. Niðurstaða: Ég var gjörsamlega heillaður af The Dropout, sem er með því betra sem ég hef séð í sjónvarpi í langan tíma. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Það er snúið að segja sögu af manneskju sem hefur verið sakfelld fyrir stórfellda svikastarfsemi, sem auk þess virðist ekki ganga alveg heil til skógar. Það tekst höfundum The Dropout þó ótrúlega vel og það sem bjargar þessu er hve hrein og bein persóna Elizabeth kemur inn í söguna. Þó svo áhorfandinn viti nokkurnveginn hvernig fer fyrir henni, er ekki annað hægt en að halda eilítið með henni, enda virðist vilji hennar til að breyta heiminum og hjálpa fólki að lifa lengur, vera einlægur. Svo notar höfundurinn, Elizabeth Meriwether, m.a. klassískt dramatúrgískt tól til að vinna sér inn samúð áhorfenda; lætur einhvern vera vondan við aðalpersónuna. T.d. skiptir miklu máli senan þar sem Elizabeth gengur upp að kvenkyns prófessor (Laurie Metcalf) við háskólann sinn, kynnir hana fyrir hugmyndum sínum og er skotin niður (eðlilega). Það er mjög mannlegt að ætla þeim sem taka illa í hugmyndir manns (og það á niðurlægjandi máta) að gera það af illum hug. Því finnum við til samhygðar með Elizabeth og höldum með henni. Hún er á þessum tímapunkti staðgengill áhorfenda, en hversu lengi getur hún í raun þjónað því hlutverki? Frá upphafi er ljóst að hún mun ganga myrkari öflum á hönd, því áhorfendum er gerð grein fyrir glæpum hennar strax í byrjun. Ég velti því einmitt fyrir mér mjög snemma við áhorfið hvernig höfundurinn Meriwether ætlaði að halda áhorfendum við efnið. Þetta eru heilir átta þættir, rúmlega sex og hálfur klukkutími af efni og miðað við glæpi aðalpersónunnar, ætti ekki að vera möguleiki að halda samúð okkar svo lengi. Höfundurinn bregst við þessu með því að víkka út persónugalleríið eftir því sem á líður. Fyrri hluti þáttaraðarinnar er að mestu helgaður Elizabeth, en eftir því sem sígur á seinni hlutann fara uppljóstrararnir að taka yfir sviðið. Blaðamaður Washington Post og fyrrverandi starfsmenn Theranos bera hitann og þungann af framvindunni í þeim hluta (þó Elizabeth sé aldrei langt undan). Frábær leikhópur Leikhópurinn samanstendur af mörgum skemmtilegum andlitum, sem sum hver hafa í gegnum tíðina verið senuþjófar hér og þar. Ebon Moss-Bachrach leikur blaðamanninn sem reynir að fletta ofan af Theranos, en áhorfendur ættu að þekkja hann sem hinn aulahrollsskapandi Desi úr þáttaröðinni Girls. Hér leikur hann allt öðruvísi persónu og ferst það vel úr hendi. Moss-Bachrach var eftirminnilega óþolandi í HBO-þáttaröðinni Girls. William H. Macy er frábær að vanda. Hann leikur nágranna Elizabeth, sem fer í mál við hana vegna smásmugulegra ástæðna. Persóna hans er gott tól fyrir söguna í byrjun, því það sem hann gerir á hlut Elizabeth er ótrúlega annarlegt og ljótt. Hann endar svo í réttu liði, en ekki er það vegna góðmennsku sem hann klárar söguna í góða liðinu, enda lítið betri en Elizabeth. Naveen Andrews leikur Sunny Balwani, eldri mann sem Elizabeth kynnist í tungumálaskóla í Peking, áður en hún hefur háskólanám. Sunny fer frá því að vera góðlátlegur (og eilítið brjóstumkennanlegur) yfir í að vera algjört skoffín. Andrews er frábær í hlutverki sínu og persónan ógnvænlega raunveruleg, og er ég ekki frá því að ég hafi kynnst nokkrum áþekkum yfirmönnum um ævina. Sérstaklega er eftirminnileg senan þar sem ein af hetjum síðari þáttanna, Erika Cheung (Camryn Mi-young Kim), er leidd að starfstöð sinni og sér þar Sunny öskra á hálf grátandi starfsmann. Eftir að hafa kynnt mér Sunny eilítið betur kemur í ljós að hann er enn meiri loddari og hálfviti en þættirnir gefa til kynna. Eða eins og stendur á Wikipedia-síðu hans: He had no training in biological sciences or medical devices, which became an issue due to the absence of medical experts on the company's board of directors and Balwani's behavior. He was described by former Theranos employees as overbearing, uncompromising and so concerned about industrial espionage that he verged on paranoia. Within Theranos, Balwani was known for using technical terms he seemingly did not understand in what others believed were attempts to appear more knowledgeable. Sjálf könnumst við mörg persónulega við svona yfirmenn, fólk sem er vart hæft í starfið sem það gegnir, ofan á það að vera gjörsamlega vanhæft til mannlegra samskipta. Þetta eru einstaklingar sem nota ógn við atvinnuöryggi undirmanna sinna sem vopn, skjóta sendiboðann, hengja bakara fyrir smið og viðurkenna ekki undir nokkrum kringumstæðum að þeir hafi rangt fyrir sér. Það þarf reyndar ekki nema að opna íslenska fjölmiðla til að finna fréttir af slíku fólki, önnur hvor frétt virðist fjalla um það. Það sem mér þykir einna verst er fólkið í kringum menn og konur eins og Sunny og Elizabeth, hitt starfsfólkið, fólk sem hefur ekki hugrekki til að standa með samstarfsfólki sínu sem yfirmenn eru að svína á. Eða jafnvel trúa orðum siðblindra yfirmanna sinna frekar. Það eru hreinlega hrollvekjandi senur í þáttunum, þar sem starfsfólkið er gjörsamlega undir áhrifum siðblindra yfirmanna sinna, á einskonar valdeflingar fjöldafundum. Að sjá þetta fólk vú-andi og hú-andi með lygar og ofbeldi Elizabeth og Sunny sem bakgrunnstónlist, mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Eða, líkt og John Stuart Mills sagði árið 1867: Let not any one pacify his conscience by the delusion that he can do no harm if he takes no part, and forms no opinion. Bad men need nothing more to compass their ends, than that good men should look on and do nothing. He is not a good man who, without a protest, allows wrong to be committed in his name, and with the means which he helps to supply, because he will not trouble himself to use his mind on the subject. Við búum hins vegar við kerfi sem hefur bálegan hönnunargalla, það viðheldur völdum slæms fólks og The Dropout er lifandi sönnun þess; í raun mætti allt eins merkja þáttaröðina sem hrollvekju. Seyfried slær í gegn Svo er það rúsínan í pylsuendanum, aðalstjarna þáttanna Elizabeth Holmes, en þegar öllu er á botninn hvolft er hún bilaðasta persónan af þeim öllum og listilega túlkuð af Amöndu Seyfried. Ég hef í gegnum tíðina ekki gefið Seyfried mikinn gaum og aldrei nokkurn tíma hugsað: „Heyrðu, Amanda Seyfried er í þessari mynd, ég verð að horfa á hana.“ Ég tengdi hana frekar við verkefni í lægri gæðaflokki, því var ég hreinlega ekkert að drífa mig að horfa á The Dropout. Seyfried er hins vegar stórkostleg í hlutverki sínu. Maður óttast um hana og vorkennir, sem og að fyrirlíta hana og hræðast, allt á sama tíma. Er Seyfried mögulega að sanna sig hér sem leikkona í hæsta gæðaflokki? Hún fellur a.m.k. eins og flís við rass í hlutverk sitt. Hún nær að skapa sannfærandi persónu sem spilar á allan skalann, frá því að vera aumkunarverð í að vera aðdáunarverð og enda á því að vera fyrirlitleg. Ég hreinlega gat ekki tekið augun af henni þegar hún var á skjánum. Ef hún verður ekki tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir hlutverk sitt, er eitthvað mikið að. Variety telur Seyfried líklegast allra til að fá tilnefningu í sínum flokki til Emmy-verðlauna. Mikilvægar lexíur The Dropout er lexía um hvað gerist þegar einstaklingar missa sjónar af sínu upprunlega markmiði og tapa mennskunni, sem og áminning til okkar hinna um að rétta upp hendi og láta í okkur heyra þegar komið er illa fram við fólk. Hollusta fólks eins og Elizabeth og Sunny er á endanum aðeins við peninga og egóið sitt, annað fólk skiptir það engu máli; og mikið djöfull eiga þau makaleg málagjöld sín skilið. Þess má geta að stutt er í að dómari ákveði refsingu Elizabeth, en hún á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. Spurningin sem ég hef þó mestan áhuga á að fá svarað er hvernig Elizabeth tókst að halda Theranos á floti í meira en áratug, án þess að gera nokkuð af því sem hún lofaði. Það er til nóg af ítarefni til um málið, bækur, hlaðvarpsþættir, fréttaskýringar og heimildamyndir. Ég hef það á tilfinningunni að rannsókn minni á Elizabeth Holmes og Theranos sé hvergi nærri lokið. Niðurstaða: Ég var gjörsamlega heillaður af The Dropout, sem er með því betra sem ég hef séð í sjónvarpi í langan tíma.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira