Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Tryggvi Páll Tryggvason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 27. apríl 2022 23:40 Anna Sigurlína Tómasdóttir og Ólöf Helga Adolfsdóttir. Vísir Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. Fjölmennur félagsfundur Eflingar var haldinn í kvöld þar sem meðal annars var tekin afstaða til þess hvort draga ætti umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka. Nokkur hiti var á fundinum en svo fór að tillagan var felld með 152 atkvæðum gegn 106. Anna Sigurlína var ein af þeim sem fór fram á að fundurinn yrði haldinn og lagði hún fram tillöguna um að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. Aðspurð um andrúmsloftið á fundinum segir hún að orðræðan hafi veri hvöss á milli andstæðra fylkinga. „Það er mjög klofið félagið, að mínu mati. Ég upplifi það þannig,“ segir Anna Sigurlína í samtali við fréttastofu. Erfitt að sjá stéttarfélagið verja hag annarra sem lenda í því sama Hún segist hafa tekið ákvörðun um að yfirgefa stéttarfélagið. Hún ætlar að hefja viðræður við önnur stéttarfélög um að taka við ósáttum félagsmönnum Eflingar „Ég hef tekið þá ákvörðun að ég mun óska eftir því að önnur félög muni taka við okkur félagsmönnun sem að sjáum okkur kleift að vera lengur hjá Eflingu,“ segir hún. Hún segir að frá hennar sjónarhólið snúist þetta ekki um tilteknar persónur sem sitji í stjórn félagsins, það sé einfaldlega óverjandi að stéttarfélag standi fyrir hópuppsögn. „Okkur finnst erfitt að sjá stéttarfélag sem fram með þessum hætti, að það geti varið hag okkar ef við lendum í því sama.“ Hvetur félagsmenn til að vera virkari Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins og mótframbjoðandi Sólveigar Önnu í nýafstöðnum formannskosningum Eflingar segist telja að hávær minnihluti hafi haft betur á fundinum, í ljósi þess að um fimm hundruð manns hafi krafist þess að fundur yrði haldinn en um helmingur þess fjölda mætt á fundinn. „Þetta var hávær minnihluti að ég held. Við vorum með tæpar fimm hundruð undirskriftir en því miður voru margir sem hefðu viljað koma á fundinn á föstudeginum eins og við báðum um að hafa fundinn en gátu ekki fengið sig lausa í dag,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Ólöf Helga er á sama máli og Anna Sigurlína varðandi hópuppsagnirnar og segir þær senda út slæm skilaboð. Sólveig Anna Jónsdóttir og Ólöf Helga Adolfsdóttir kepptust um formannsembætti Eflingar.Vísir/Vilhelm. „Ég held að þetta sé gífurlega alvarlegt og muni hafa miklar afleiðingar. Þarna er Efling búið að sýna fram á það að við styðjum hópuppsagnir. Okkur finnst ekkert að því að hópuppsagnir séu fyrsta úrræðið. Mér finnst það mjög alvarlegt. Maður spyr sig svolítið hversu alvarlega atvinnurekendur geta tekið okkur þegar við förum að mótmæla hópuppsögnum annars staðar,“ segir hún. Ólíkt Önnu Sigurlínu ætlar Ólöf Helga þó ekki að yfirgefa Eflinu. Hún segist þó skilja þá sem það vilji gera. „Ég skil það mjög vel. Ég skil þá hugsun og ef að fólk gerir þá bara gerir það. Ég vona að fólk sjái þann kost að halda áfram í félaginu og beita sér frekar innan félagsins. Við erum með trúnaðarráð. Við getum alltaf kallað saman félagsfund. Það er hægt að bjóða sig fram í stjórn og svo framvegis. Þannig að vera bara virkari því að félagsmenn sannarlega hafa valdið ef þeir sækjast eftir því. Við erum eigendur félagsins þannig að þó að stjórnin hafi umboð frá okkur þá þýðir það ekki að við getum ekki gripið í taumana þegar okkur er ofboðið.“ Hvetur hún félagsmenn Eflingar til að vera virkari í störfum félagsins. „Það eru fleiri mál eftir þetta. Ef að allir sem eru ósammála Sólveigu segja sig úr félaginu þá færðu engu fram, þá nærðu ekki að breyta þessu. Þú þarft að vera á staðnum, þú þarft mæta, þú þarft að mótmæla, þú þarft að knýja fram þær breytingar sem þú vilt sjá.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Fjölmennur félagsfundur Eflingar var haldinn í kvöld þar sem meðal annars var tekin afstaða til þess hvort draga ætti umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka. Nokkur hiti var á fundinum en svo fór að tillagan var felld með 152 atkvæðum gegn 106. Anna Sigurlína var ein af þeim sem fór fram á að fundurinn yrði haldinn og lagði hún fram tillöguna um að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. Aðspurð um andrúmsloftið á fundinum segir hún að orðræðan hafi veri hvöss á milli andstæðra fylkinga. „Það er mjög klofið félagið, að mínu mati. Ég upplifi það þannig,“ segir Anna Sigurlína í samtali við fréttastofu. Erfitt að sjá stéttarfélagið verja hag annarra sem lenda í því sama Hún segist hafa tekið ákvörðun um að yfirgefa stéttarfélagið. Hún ætlar að hefja viðræður við önnur stéttarfélög um að taka við ósáttum félagsmönnum Eflingar „Ég hef tekið þá ákvörðun að ég mun óska eftir því að önnur félög muni taka við okkur félagsmönnun sem að sjáum okkur kleift að vera lengur hjá Eflingu,“ segir hún. Hún segir að frá hennar sjónarhólið snúist þetta ekki um tilteknar persónur sem sitji í stjórn félagsins, það sé einfaldlega óverjandi að stéttarfélag standi fyrir hópuppsögn. „Okkur finnst erfitt að sjá stéttarfélag sem fram með þessum hætti, að það geti varið hag okkar ef við lendum í því sama.“ Hvetur félagsmenn til að vera virkari Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins og mótframbjoðandi Sólveigar Önnu í nýafstöðnum formannskosningum Eflingar segist telja að hávær minnihluti hafi haft betur á fundinum, í ljósi þess að um fimm hundruð manns hafi krafist þess að fundur yrði haldinn en um helmingur þess fjölda mætt á fundinn. „Þetta var hávær minnihluti að ég held. Við vorum með tæpar fimm hundruð undirskriftir en því miður voru margir sem hefðu viljað koma á fundinn á föstudeginum eins og við báðum um að hafa fundinn en gátu ekki fengið sig lausa í dag,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Ólöf Helga er á sama máli og Anna Sigurlína varðandi hópuppsagnirnar og segir þær senda út slæm skilaboð. Sólveig Anna Jónsdóttir og Ólöf Helga Adolfsdóttir kepptust um formannsembætti Eflingar.Vísir/Vilhelm. „Ég held að þetta sé gífurlega alvarlegt og muni hafa miklar afleiðingar. Þarna er Efling búið að sýna fram á það að við styðjum hópuppsagnir. Okkur finnst ekkert að því að hópuppsagnir séu fyrsta úrræðið. Mér finnst það mjög alvarlegt. Maður spyr sig svolítið hversu alvarlega atvinnurekendur geta tekið okkur þegar við förum að mótmæla hópuppsögnum annars staðar,“ segir hún. Ólíkt Önnu Sigurlínu ætlar Ólöf Helga þó ekki að yfirgefa Eflinu. Hún segist þó skilja þá sem það vilji gera. „Ég skil það mjög vel. Ég skil þá hugsun og ef að fólk gerir þá bara gerir það. Ég vona að fólk sjái þann kost að halda áfram í félaginu og beita sér frekar innan félagsins. Við erum með trúnaðarráð. Við getum alltaf kallað saman félagsfund. Það er hægt að bjóða sig fram í stjórn og svo framvegis. Þannig að vera bara virkari því að félagsmenn sannarlega hafa valdið ef þeir sækjast eftir því. Við erum eigendur félagsins þannig að þó að stjórnin hafi umboð frá okkur þá þýðir það ekki að við getum ekki gripið í taumana þegar okkur er ofboðið.“ Hvetur hún félagsmenn Eflingar til að vera virkari í störfum félagsins. „Það eru fleiri mál eftir þetta. Ef að allir sem eru ósammála Sólveigu segja sig úr félaginu þá færðu engu fram, þá nærðu ekki að breyta þessu. Þú þarft að vera á staðnum, þú þarft mæta, þú þarft að mótmæla, þú þarft að knýja fram þær breytingar sem þú vilt sjá.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18