„Það tengja allir við sína sundlaug“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. apríl 2022 07:01 Listamaðurinn Unnar Ari setur allar sundlaugar landsins á vegg fyrir sýningu sína SundForm á HönnunarMars. Instagram: @unnar.ari.baldvinsson Myndlistarmaðurinn Unnar Ari opnar sýninguna Sundform á HönnunarMars þann fjórða maí næstkomandi. Á sýningunni verða 105 prentverk eftir Unnar af hverri einustu sundlaug landsins. Blaðamaður heyrði í Unnari og fékk að heyra nánar frá þessu skapandi verkefni. Hvaðan kviknaði hugmyndin að verkefninu Sundform? Hugmyndin kom þegar ég var einhvern tímann að surfa á google maps og sá sundlaugina á Seltjarnarnesi. Formið og liturinn heillaði mig strax og fannst mér merkilegt hvað laugin var öðruvísi en þegar maður situr í heita pottinum. Hugmyndin af SundForm kom strax og mig langaði að sjá allar laugarnar saman á einum vegg. View this post on Instagram A post shared by Sundform (@sund.form) Ert þú mikill sundmaður? Já ég fer í sund mjög oft, bæði til að synda og slaka. Hefur verkefnið verið lengi í bígerð og hvernig hefur ferlið gengið? Verkefnið er búið að vera í vinnslu síðan í byrjun 2020 en fékk svo styrk frá Hönnunarmiðstöð seinna á því ári. Það þurfti að taka ljósmyndir af öllum laugunum á landinu með dróna til þess að formin væru nógu skýr, myndirnar eru síðan teiknaðar út frá loftmyndum í ákveðnu litakerfi svo maður geti greint auðveldlega hvað er hvað. View this post on Instagram A post shared by Sundform (@sund.form) Hefur þú tekið þátt í Hönnunarmars áður? Nei þetta er fyrsta skipti sem ég tek þátt. Hvar verður sýningin? Sýningin verður í Bíó Paradís og opnar 4. maí. Það verður líka hægt að skoða allar laugarnar á sundform.is. View this post on Instagram A post shared by Sundform (@sund.form) Hvaðan sækir þú almennt innblástur í listsköpun þína? Ég skoða mikið form og andstæð form, hvaða hlutverk hefur ramminn utan um mynd og samspilið þar á milli. Litir eru líka mikill innblástur og stundum pæli ég aðeins of mikið í hvaða litur er á sjónum eða hvaða tónn af grænum eða gulum er í grasinu. View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Annað sem þú vilt taka fram? Það sem mér finnst svo skemmtilegt við SundForm eða sundlaugar yfir höfuð er að það tengja allir við sína laug, það eru svo margar sundlaugar á íslandi að fólk í mismunandi hverfum eða landshlutum hefur stundum mjög sterkar skoðanir á hvaða laug er betri og af hverju sumir fara aldrei í þessa sundlaug. Til dæmis er ég af Nesinu og konan mín úr Vesturbænum og áður en við eignuðumst börn þá fórum við daglega í sund og það var alltaf umræða um hvort við ættum að fara í Seltjarnarneslaugina eða Vesturbæjarlaugina. Einu sinni vorum við það ósammála að við fórum í sitthvora laugina því hvorugt okkar gat gefið eftir, hittumst bara heima klukkan 14:00. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. HönnunarMars Myndlist Menning Sundlaugar Tengdar fréttir Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hvaðan kviknaði hugmyndin að verkefninu Sundform? Hugmyndin kom þegar ég var einhvern tímann að surfa á google maps og sá sundlaugina á Seltjarnarnesi. Formið og liturinn heillaði mig strax og fannst mér merkilegt hvað laugin var öðruvísi en þegar maður situr í heita pottinum. Hugmyndin af SundForm kom strax og mig langaði að sjá allar laugarnar saman á einum vegg. View this post on Instagram A post shared by Sundform (@sund.form) Ert þú mikill sundmaður? Já ég fer í sund mjög oft, bæði til að synda og slaka. Hefur verkefnið verið lengi í bígerð og hvernig hefur ferlið gengið? Verkefnið er búið að vera í vinnslu síðan í byrjun 2020 en fékk svo styrk frá Hönnunarmiðstöð seinna á því ári. Það þurfti að taka ljósmyndir af öllum laugunum á landinu með dróna til þess að formin væru nógu skýr, myndirnar eru síðan teiknaðar út frá loftmyndum í ákveðnu litakerfi svo maður geti greint auðveldlega hvað er hvað. View this post on Instagram A post shared by Sundform (@sund.form) Hefur þú tekið þátt í Hönnunarmars áður? Nei þetta er fyrsta skipti sem ég tek þátt. Hvar verður sýningin? Sýningin verður í Bíó Paradís og opnar 4. maí. Það verður líka hægt að skoða allar laugarnar á sundform.is. View this post on Instagram A post shared by Sundform (@sund.form) Hvaðan sækir þú almennt innblástur í listsköpun þína? Ég skoða mikið form og andstæð form, hvaða hlutverk hefur ramminn utan um mynd og samspilið þar á milli. Litir eru líka mikill innblástur og stundum pæli ég aðeins of mikið í hvaða litur er á sjónum eða hvaða tónn af grænum eða gulum er í grasinu. View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Annað sem þú vilt taka fram? Það sem mér finnst svo skemmtilegt við SundForm eða sundlaugar yfir höfuð er að það tengja allir við sína laug, það eru svo margar sundlaugar á íslandi að fólk í mismunandi hverfum eða landshlutum hefur stundum mjög sterkar skoðanir á hvaða laug er betri og af hverju sumir fara aldrei í þessa sundlaug. Til dæmis er ég af Nesinu og konan mín úr Vesturbænum og áður en við eignuðumst börn þá fórum við daglega í sund og það var alltaf umræða um hvort við ættum að fara í Seltjarnarneslaugina eða Vesturbæjarlaugina. Einu sinni vorum við það ósammála að við fórum í sitthvora laugina því hvorugt okkar gat gefið eftir, hittumst bara heima klukkan 14:00. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars Myndlist Menning Sundlaugar Tengdar fréttir Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01