Arnar biðst afsökunar eftir Vikuna með Gísla Marteini Eiður Þór Árnason skrifar 27. apríl 2022 09:44 Arnar þjálfar Víking í Bestu deild karla. Vísir/Hulda Margrét „Þó ég sé vel vanur að koma fram í sjónvarpi þá er ég ekki vanur umræðu á opinberum vettvangi um málefni er varðar kynþáttamisrétti og svör mín gætu hafa komið þannig út eins og ég væri ekki alveg í takt við raunveruleikann.“ Þetta segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings í Bestu deild karla, í yfirlýsingu á Facebook í kjölfar gagnrýni á ummæli sem hann lét falla í þættinum Vikunni hjá Gísla Marteini á föstudag. Hann biðjist innilegrar afsökunar ef einhver upplifði særindi eða vonbrigði vegna orða sinna. Arnar var einn þriggja gesta í þættinum en þar var meðal annars til umræðu mál unglingspilts sem lögregla hafði í tvígang afskipti af í tengslum við leit af strokufanga. Unglingspilturinn var alls ótengdur málinu en átti það sameiginlegt með hinum eftirlýsta að vera dökkur á hörund. „Sérstaklega var ég ósáttur við sjálfan mig vegna einstakra orða sem ég notaði. Mér til varnar, þá er alltaf stressandi að vera í beinni útsendingu, sama hversu vanur þú ert og orð eru sögð sem hljóma illa og endurspegla ekki endilega meininguna,“ segir Arnar en hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að hafa notað orðið svertingi. Getur fólk hætt að opna umræðu um rasisma sérstaklega í sjónvarpi og útvarpi þegar enginn svartur aðili er til staðar.— valakreynis💙💛 (@valakreynis1) April 23, 2022 „Staðreyndin er sú að ég hef búið í mörgum löndum og eignast marga vini af öllum kynþáttum og sem aðhyllast mismunandi trúarbrögðum. Það hefur aldrei skipt mig neinu máli vegna þess að í mínum huga er fólk bara fólk, óháð litarhætti eða hvaða Guð viðkomandi tilbiður, nú eða ekki.“ Antirasistarnir, hópur þriggja kvenna sem hefur frætt fólk um kynþáttafordóma og mismunun á Íslandi, hefur sérstaklega gagnrýnt eftirfarandi ummæli sem Arnar lét falla í Vikunni: „Ég er búinn að búa í Frakklandi mikið meðal fransks fólks og svertingja og þess háttar og ég bara, ég hef aldrei einhvern veginn orðið vitni að einhverjum alvöru rasisma.“ Málið var rætt í nýjasta þætti Vikunnar með Gísla Marteini þar sem Arnar var gestur ásamt Halldóri Halldórssyni og Sunnu Valgerðardóttur. RÚV Viti vel að rasismi leynist víða Arnar segir í yfirlýsingunni á Facebook-síðu sinni sem hann birti í morgun að blessunarlega hafi hann ekki mikið orðið var við rasisma í sínu umhverfi. „En það er ekki þar með sagt að ég geri mér ekki fullvel grein fyrir því að rasismi leynist víða. Þetta kom ekki fram og það var rangt af mér að ljást að nefna það því það sýnir virðingarleysi gagnvart fólki sem hefur lent í fordómum sökum húðlitar, trúarbragða eða skoðanna. Það sem ég var að reyna að koma frá mér, en gerði ekki næginlega vel, er að umburðarlyndi gagnvart rasisma er á undanhaldi þó betur megi ef duga skal.“ Þú ert hvítur karlmaður í forréttindastöðu??? pic.twitter.com/mXqEa8B9kN— Hafrún Elísa (@hafrunelisa) April 22, 2022 Á Twitter-síðu Antirasistanna, sem samanstanda af aðgerðasinnunum Önnu Sonde, Kristínu Reynisdóttur, og Valgerði Kehinde Reynisdóttur er Arnar sagður hafa grafið undan upplifunum alls litaðs fólks og notað orð „sem ekki eigi að nota um manneskjur.“ „Við erum svart fólk. Ekki svertingjar. Að nota svona talsmáta er ekki ásættanlegt og að opna inn á þessa umræðu þar sem enginn gestanna hefur upplifað þá fordóma sem að litaður einstaklingur mætir, á ekki að gerast,“ segir í færslu Antirasista. Ummælin sem komu fram í Vikunni, þætti Gísla Marteins föstudaginn 22. apríl. The remarks made in Vikan, held by Gísli Marteinn friday the 22nd of April. pic.twitter.com/6EWgVAgvCS— antrirasistarnir (@antirasistarnir) April 26, 2022 Arnar segir að íslenskt samfélag verði fjölskrúðugra með hverju árinu. „Börnin okkar alast upp af þeim sökum án fordóma og það er okkar sem eldri eru að halda því þannig. Vildi bara koma þessu á framfæri og biðjast innilegrar afsökunar ef einhver upplifði særindi eða vonbrigði vegna orða minna.“ Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Víkingur Reykjavík Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Þetta segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings í Bestu deild karla, í yfirlýsingu á Facebook í kjölfar gagnrýni á ummæli sem hann lét falla í þættinum Vikunni hjá Gísla Marteini á föstudag. Hann biðjist innilegrar afsökunar ef einhver upplifði særindi eða vonbrigði vegna orða sinna. Arnar var einn þriggja gesta í þættinum en þar var meðal annars til umræðu mál unglingspilts sem lögregla hafði í tvígang afskipti af í tengslum við leit af strokufanga. Unglingspilturinn var alls ótengdur málinu en átti það sameiginlegt með hinum eftirlýsta að vera dökkur á hörund. „Sérstaklega var ég ósáttur við sjálfan mig vegna einstakra orða sem ég notaði. Mér til varnar, þá er alltaf stressandi að vera í beinni útsendingu, sama hversu vanur þú ert og orð eru sögð sem hljóma illa og endurspegla ekki endilega meininguna,“ segir Arnar en hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að hafa notað orðið svertingi. Getur fólk hætt að opna umræðu um rasisma sérstaklega í sjónvarpi og útvarpi þegar enginn svartur aðili er til staðar.— valakreynis💙💛 (@valakreynis1) April 23, 2022 „Staðreyndin er sú að ég hef búið í mörgum löndum og eignast marga vini af öllum kynþáttum og sem aðhyllast mismunandi trúarbrögðum. Það hefur aldrei skipt mig neinu máli vegna þess að í mínum huga er fólk bara fólk, óháð litarhætti eða hvaða Guð viðkomandi tilbiður, nú eða ekki.“ Antirasistarnir, hópur þriggja kvenna sem hefur frætt fólk um kynþáttafordóma og mismunun á Íslandi, hefur sérstaklega gagnrýnt eftirfarandi ummæli sem Arnar lét falla í Vikunni: „Ég er búinn að búa í Frakklandi mikið meðal fransks fólks og svertingja og þess háttar og ég bara, ég hef aldrei einhvern veginn orðið vitni að einhverjum alvöru rasisma.“ Málið var rætt í nýjasta þætti Vikunnar með Gísla Marteini þar sem Arnar var gestur ásamt Halldóri Halldórssyni og Sunnu Valgerðardóttur. RÚV Viti vel að rasismi leynist víða Arnar segir í yfirlýsingunni á Facebook-síðu sinni sem hann birti í morgun að blessunarlega hafi hann ekki mikið orðið var við rasisma í sínu umhverfi. „En það er ekki þar með sagt að ég geri mér ekki fullvel grein fyrir því að rasismi leynist víða. Þetta kom ekki fram og það var rangt af mér að ljást að nefna það því það sýnir virðingarleysi gagnvart fólki sem hefur lent í fordómum sökum húðlitar, trúarbragða eða skoðanna. Það sem ég var að reyna að koma frá mér, en gerði ekki næginlega vel, er að umburðarlyndi gagnvart rasisma er á undanhaldi þó betur megi ef duga skal.“ Þú ert hvítur karlmaður í forréttindastöðu??? pic.twitter.com/mXqEa8B9kN— Hafrún Elísa (@hafrunelisa) April 22, 2022 Á Twitter-síðu Antirasistanna, sem samanstanda af aðgerðasinnunum Önnu Sonde, Kristínu Reynisdóttur, og Valgerði Kehinde Reynisdóttur er Arnar sagður hafa grafið undan upplifunum alls litaðs fólks og notað orð „sem ekki eigi að nota um manneskjur.“ „Við erum svart fólk. Ekki svertingjar. Að nota svona talsmáta er ekki ásættanlegt og að opna inn á þessa umræðu þar sem enginn gestanna hefur upplifað þá fordóma sem að litaður einstaklingur mætir, á ekki að gerast,“ segir í færslu Antirasista. Ummælin sem komu fram í Vikunni, þætti Gísla Marteins föstudaginn 22. apríl. The remarks made in Vikan, held by Gísli Marteinn friday the 22nd of April. pic.twitter.com/6EWgVAgvCS— antrirasistarnir (@antirasistarnir) April 26, 2022 Arnar segir að íslenskt samfélag verði fjölskrúðugra með hverju árinu. „Börnin okkar alast upp af þeim sökum án fordóma og það er okkar sem eldri eru að halda því þannig. Vildi bara koma þessu á framfæri og biðjast innilegrar afsökunar ef einhver upplifði særindi eða vonbrigði vegna orða minna.“
Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Víkingur Reykjavík Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira