Körfuboltakonan sem var skotin tíu sinnum í partíi ætlar að spila næsta vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 11:30 Aaliyah Gayles í myndatöku á vegum USC skólans fyrir skotárásina afdrifaríku. Instagram/uscwbb Körfuboltakonan Aaliyah Gayles ætlar ekki að láta það stoppa sig að hafa orðið fyrir tíu byssuskotum fyrr í þessum mánuði því hún hefur samþykkt að spila með USC-skólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum á næsta tímabili. USC, eða University of Southern California, tilkynnti það í gær að Gayles hafði ákveðið að spila með skólanum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by USC Women's Basketball (WBB) (@uscwbb) Gayles hefur verið eftirsóttur leikmaður í nokkurn tíma en allt hefði getað endað á hryllilegan hátt þegar hún varð fyrir kúlnahríð í partíi í Las Vegas 16. apríl síðastliðinn. Gayles var ein af fjórum í teitinu sem urðu fyrir skotum en öll lifðu þau það af. Gayles þurfti að gangast undir þrjár skurðaðgerðir á höndum og fótum vegna skotsáranna. Gayles spilaði vel með gagnfræðiskólaliði Spring Valley í Las Vegas og var valin í McDonald's All American úrvalsliðið í vetur. Hún spilaði í Jordan Brand Classic leiknum í Chicago 15. apríl eða daginn áður en hún varð fyrir skotunum. Hún er 175 sm leikstjórnandi sem var með 13,8 stig, 4,9 fráköst, 3,5 stolna bolta og 3,3 stoðsendingar í leik á lokaári sínu. Áhyggjuefnið er auðvitað hvernig hún kemur út úr þessum meiðslum. Í viðtali við Fox5 sjónvarpsstöðina í Las Vegas sagðist hún vera komin með tilfinningu í höndunum en ekki í fótunum. Það gæti því farið svo að það taki hana meira en þetta sumar að ná sér góðri af meiðslum sínum en endurkoma hennar mun eflaust fá mikla fjölmiðlaathygli í Bandaríkjunum eftir þessar ótrúlegu kringumstæður sem hún lenti í. View this post on Instagram A post shared by 3 (@ag3ree) <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wMbwYiJBwws">watch on YouTube</a> Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
USC, eða University of Southern California, tilkynnti það í gær að Gayles hafði ákveðið að spila með skólanum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by USC Women's Basketball (WBB) (@uscwbb) Gayles hefur verið eftirsóttur leikmaður í nokkurn tíma en allt hefði getað endað á hryllilegan hátt þegar hún varð fyrir kúlnahríð í partíi í Las Vegas 16. apríl síðastliðinn. Gayles var ein af fjórum í teitinu sem urðu fyrir skotum en öll lifðu þau það af. Gayles þurfti að gangast undir þrjár skurðaðgerðir á höndum og fótum vegna skotsáranna. Gayles spilaði vel með gagnfræðiskólaliði Spring Valley í Las Vegas og var valin í McDonald's All American úrvalsliðið í vetur. Hún spilaði í Jordan Brand Classic leiknum í Chicago 15. apríl eða daginn áður en hún varð fyrir skotunum. Hún er 175 sm leikstjórnandi sem var með 13,8 stig, 4,9 fráköst, 3,5 stolna bolta og 3,3 stoðsendingar í leik á lokaári sínu. Áhyggjuefnið er auðvitað hvernig hún kemur út úr þessum meiðslum. Í viðtali við Fox5 sjónvarpsstöðina í Las Vegas sagðist hún vera komin með tilfinningu í höndunum en ekki í fótunum. Það gæti því farið svo að það taki hana meira en þetta sumar að ná sér góðri af meiðslum sínum en endurkoma hennar mun eflaust fá mikla fjölmiðlaathygli í Bandaríkjunum eftir þessar ótrúlegu kringumstæður sem hún lenti í. View this post on Instagram A post shared by 3 (@ag3ree) <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wMbwYiJBwws">watch on YouTube</a>
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira