„Ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2022 21:45 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var eðlilega í himinlifandi eftir öruggan sigur sinna manna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu oddaleik sem fram fer í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur. „Mér líður mjög vel, ég get ekki neitað því. En vá, ég var ekki rólegur. En mér líður ógeðslega vel,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga eftir að liðið tryggði sér oddaleik gegn Selfyssingum í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og komust fljótt í 5-0. Einar Örn Sindrason átti stóran þátt í góðum sóknarleik gestanna í upphafi leiks og Sigursteinn hrósaði honum, sem og öðrum leikmönnum liðsins „Ég er bara ótrúlega ánægður með framgang Einars og alls liðsins. Við töluðum um það að við vildum fá liðsframmistöðu og við fengum það svo sannarlega.“ Gestirnir frá Hafnarfirði fengu fullt af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum í kvöld og Sigursteinn segir að það hafi verið einn af þeim þáttum sem liðið ætlaði að bæta á milli leikja. „Við vorum ekki ánægðir með það hvað við fengum út úr þeim þætti í seinasta leik og við töluðum mikið um það að við ætluðum að hlaupa og við gerðum það.“ Eitt af því sem skilaði öllum þessum hraðaupphlaupum var góður varnarleikur gestanna, en aðspurður að því hvort að FH-ingar væru með bestu vörn deildarinnar vildi Sigursteinn ekki taka of djúpt í árina. „Það er ykkar að vera með svona yfirlýsingar. Við erum bara ánægðir með okkar varnarleik og við vitum svo sannarlega hvað þeir geta. Ég er bara mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld.“ „En mig langar að nýta tækifærið og þakka þessum FH-ingum sem mættu hérna á Selfoss í kvöld. Þeir voru stórkostlegir og gáfu Selfyssingum ekkert eftir og ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn. Þetta einvígi á það svo sannarlega skilið og þetta eru klassa áhorfendur hjá báðum liðum. Við viljum fullan Krika.“ Að lokum sagðist Sigursteinn ekki ætla að breyta út af vananum í undirbúningi fyrir oddaleikinn sem fram fer á fimmtudaginn í Kaplakrika. „Við undirbúum okkur bara á nákvæmlega sama hátt. Núna þurfum við bara að hugsa um líkamann, ná hausnum góðum og svo er bara ný orusta á fimmtudaginn og þá þurfum við bara að vera klárir. Við erum jafn mikið með bakið upp við vegg þá eins og í kvöld.“ Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel, ég get ekki neitað því. En vá, ég var ekki rólegur. En mér líður ógeðslega vel,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga eftir að liðið tryggði sér oddaleik gegn Selfyssingum í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og komust fljótt í 5-0. Einar Örn Sindrason átti stóran þátt í góðum sóknarleik gestanna í upphafi leiks og Sigursteinn hrósaði honum, sem og öðrum leikmönnum liðsins „Ég er bara ótrúlega ánægður með framgang Einars og alls liðsins. Við töluðum um það að við vildum fá liðsframmistöðu og við fengum það svo sannarlega.“ Gestirnir frá Hafnarfirði fengu fullt af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum í kvöld og Sigursteinn segir að það hafi verið einn af þeim þáttum sem liðið ætlaði að bæta á milli leikja. „Við vorum ekki ánægðir með það hvað við fengum út úr þeim þætti í seinasta leik og við töluðum mikið um það að við ætluðum að hlaupa og við gerðum það.“ Eitt af því sem skilaði öllum þessum hraðaupphlaupum var góður varnarleikur gestanna, en aðspurður að því hvort að FH-ingar væru með bestu vörn deildarinnar vildi Sigursteinn ekki taka of djúpt í árina. „Það er ykkar að vera með svona yfirlýsingar. Við erum bara ánægðir með okkar varnarleik og við vitum svo sannarlega hvað þeir geta. Ég er bara mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld.“ „En mig langar að nýta tækifærið og þakka þessum FH-ingum sem mættu hérna á Selfoss í kvöld. Þeir voru stórkostlegir og gáfu Selfyssingum ekkert eftir og ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn. Þetta einvígi á það svo sannarlega skilið og þetta eru klassa áhorfendur hjá báðum liðum. Við viljum fullan Krika.“ Að lokum sagðist Sigursteinn ekki ætla að breyta út af vananum í undirbúningi fyrir oddaleikinn sem fram fer á fimmtudaginn í Kaplakrika. „Við undirbúum okkur bara á nákvæmlega sama hátt. Núna þurfum við bara að hugsa um líkamann, ná hausnum góðum og svo er bara ný orusta á fimmtudaginn og þá þurfum við bara að vera klárir. Við erum jafn mikið með bakið upp við vegg þá eins og í kvöld.“
Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25