Segir starfsmann skrifstofu Eflingar fara með rangt mál Bjarki Sigurðsson skrifar 25. apríl 2022 20:23 Sólveig Anna harmar að lygasögur um störf félagsins eigi greiðan aðgang að fjölmiðlum. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur leiðrétt fullyrðingar sem trúnaðarmaður á vinnustaðnum lét falla í viðtali við mbl.is. Hún segir hann fara með rangt mál. Í dag birtist grein á mbl.is þar sem rætt var við Gabríel Benjamin sem er starfsmaður á kjaramálasviði Eflingar og jafnframt trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Þar sagði hann að hann sæi fyrir sér að ekki yrði hægt að greiða úr sjúkrasjóði um næstu mánaðamót, nema að hluta til. Fyrir tveimur vikum var öllu starfsfólki Eflingar sagt upp og hafa fáir á skrifstofunni mætt til vinnu síðan þá. Í pósti sem Sólveig Anna sendi á félagsmenn í gærkvöldi kemur fram að þrátt fyrir manneklu væri það forgangsatriði að tryggja útgreiðslur á sjúkradagpeningum. Þá sagði hún að það stefndi ekki í annað en að það myndi ganga eins og vanalega um næstu mánaðamót. Ein manneskja mætt til vinnu Gabríel sagði að aðeins einn starfsmaður væri við störf hjá sjúkrasjóðnum þessa dagana og að það kæmi honum á óvart ef það væri hægt að borga helming úr sjóðnum. „Ég veit ekki hvað gerist um mánaðamótin. Ef það tekst að greiða eitthvað út þá er það stórsigur og sýnir fram á þrautseigju þeirra sem eru hér enn. […] Venjulega eru margir sem sinna þessu starfi, en það er ein manneskja hérna núna,“ sagði Gabríel. Þá hélt Gabríel því einnig fram að launakröfur meðlima myndu ekki innheimtast og sakaði Sólveigu um að ljúga í áðurnefndum tölvupósti. Rangfærslur og áróður Sólveig segir í færslu á Facebook-síðu sinni að um sé að ræða rangfærslur og harmar að „lygasögur sem slíkar“ eigi greiðan aðgang að fjölmiðlum. „Ég vona að fólk sjái í gegnum þennan grófa áróður, þrátt fyrir að hann endurómi af einhverjum ástæðum linnulaust um allt samfélagið okkar,“ segir Sólveig. Hún segir að starfsmaður skrifstofu Eflingar hafi rætt við Gabríel í dag og leiðrétt rangfærslur hans. Sjúkradagpeningar verði greiddir og launakröfur innheimtar þrátt fyrir tafir á þjónustunni. Stendur við orð sín Í samtali við Vísi segir Gabríel að hann standi við orð sín og vill ekki meina að um sé að ræða rangfærslur. „Vissulega ræddi ég við hæstráðandi starfsmann á skrifstofunni og við áttum frekar almennilegt spjall. Um hvað verður um launakröfur, hvað verður um sjúkrasjóðinn og við vorum ekki sammála en við áttum þessar samræður með fullri virðingu fyrir skoðunum hvors annars. Það var ekki um að ræða að hann hafi verið að skipa mér fyrir að ég þurfi að draga eitthvað til baka enda er ekki erindi til þess,“ segir Gabríel. Þrátt fyrir að hann búist ekki við því að greitt verði úr sjúkrasjóði þá vonar hann innilega að það takist. „Það eru fjölmargir einstaklingar sem sinna þessu sviði og hafa verið að gera það en það er bara enginn þeirra núna í vinnunni. Það eru allir í veikindaleyfi,“ segir Gabríel en nú sinnir einstaklingur, sem ekki er hluti af sviðinu, starfinu. „Ég sé ekki hvernig ein manneskja á að dekka vinnu þriggja, fjögurra einstaklinga.“ Félagsfundur á miðvikudaginn Í gær var greint frá því að félagsfundur yrði haldinn fyrir meðlimi Eflingar. Fundurinn fer fram á miðvikudaginn næstkomandi í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Upphaflega átti hann að fara fram í félagsheimili stéttarfélagsins í Guðrúnartúni en í dag var tekin ákvörðun um að færa hann í stærra húsnæði. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling boðar til félagsfundar Stjórn stéttarfélagsins Eflingar fundaði í kvöld og ákvað tímasetningu fyrir félagsfund. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til félagsmanna Eflingar í kvöld. 24. apríl 2022 22:28 Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. 20. apríl 2022 22:03 Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Í dag birtist grein á mbl.is þar sem rætt var við Gabríel Benjamin sem er starfsmaður á kjaramálasviði Eflingar og jafnframt trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Þar sagði hann að hann sæi fyrir sér að ekki yrði hægt að greiða úr sjúkrasjóði um næstu mánaðamót, nema að hluta til. Fyrir tveimur vikum var öllu starfsfólki Eflingar sagt upp og hafa fáir á skrifstofunni mætt til vinnu síðan þá. Í pósti sem Sólveig Anna sendi á félagsmenn í gærkvöldi kemur fram að þrátt fyrir manneklu væri það forgangsatriði að tryggja útgreiðslur á sjúkradagpeningum. Þá sagði hún að það stefndi ekki í annað en að það myndi ganga eins og vanalega um næstu mánaðamót. Ein manneskja mætt til vinnu Gabríel sagði að aðeins einn starfsmaður væri við störf hjá sjúkrasjóðnum þessa dagana og að það kæmi honum á óvart ef það væri hægt að borga helming úr sjóðnum. „Ég veit ekki hvað gerist um mánaðamótin. Ef það tekst að greiða eitthvað út þá er það stórsigur og sýnir fram á þrautseigju þeirra sem eru hér enn. […] Venjulega eru margir sem sinna þessu starfi, en það er ein manneskja hérna núna,“ sagði Gabríel. Þá hélt Gabríel því einnig fram að launakröfur meðlima myndu ekki innheimtast og sakaði Sólveigu um að ljúga í áðurnefndum tölvupósti. Rangfærslur og áróður Sólveig segir í færslu á Facebook-síðu sinni að um sé að ræða rangfærslur og harmar að „lygasögur sem slíkar“ eigi greiðan aðgang að fjölmiðlum. „Ég vona að fólk sjái í gegnum þennan grófa áróður, þrátt fyrir að hann endurómi af einhverjum ástæðum linnulaust um allt samfélagið okkar,“ segir Sólveig. Hún segir að starfsmaður skrifstofu Eflingar hafi rætt við Gabríel í dag og leiðrétt rangfærslur hans. Sjúkradagpeningar verði greiddir og launakröfur innheimtar þrátt fyrir tafir á þjónustunni. Stendur við orð sín Í samtali við Vísi segir Gabríel að hann standi við orð sín og vill ekki meina að um sé að ræða rangfærslur. „Vissulega ræddi ég við hæstráðandi starfsmann á skrifstofunni og við áttum frekar almennilegt spjall. Um hvað verður um launakröfur, hvað verður um sjúkrasjóðinn og við vorum ekki sammála en við áttum þessar samræður með fullri virðingu fyrir skoðunum hvors annars. Það var ekki um að ræða að hann hafi verið að skipa mér fyrir að ég þurfi að draga eitthvað til baka enda er ekki erindi til þess,“ segir Gabríel. Þrátt fyrir að hann búist ekki við því að greitt verði úr sjúkrasjóði þá vonar hann innilega að það takist. „Það eru fjölmargir einstaklingar sem sinna þessu sviði og hafa verið að gera það en það er bara enginn þeirra núna í vinnunni. Það eru allir í veikindaleyfi,“ segir Gabríel en nú sinnir einstaklingur, sem ekki er hluti af sviðinu, starfinu. „Ég sé ekki hvernig ein manneskja á að dekka vinnu þriggja, fjögurra einstaklinga.“ Félagsfundur á miðvikudaginn Í gær var greint frá því að félagsfundur yrði haldinn fyrir meðlimi Eflingar. Fundurinn fer fram á miðvikudaginn næstkomandi í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Upphaflega átti hann að fara fram í félagsheimili stéttarfélagsins í Guðrúnartúni en í dag var tekin ákvörðun um að færa hann í stærra húsnæði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling boðar til félagsfundar Stjórn stéttarfélagsins Eflingar fundaði í kvöld og ákvað tímasetningu fyrir félagsfund. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til félagsmanna Eflingar í kvöld. 24. apríl 2022 22:28 Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. 20. apríl 2022 22:03 Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Efling boðar til félagsfundar Stjórn stéttarfélagsins Eflingar fundaði í kvöld og ákvað tímasetningu fyrir félagsfund. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til félagsmanna Eflingar í kvöld. 24. apríl 2022 22:28
Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. 20. apríl 2022 22:03
Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31