Fótbolti

Aron Elís og félagar höfðu betur í Íslendingaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Elís Þrándarson í leik með OB.
Aron Elís Þrándarson í leik með OB. Getty/Lars Ronbog

Tveir íslenskir knattspyrnumenn áttust við í síðasta leik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Aron Elís Þrándarson lék á miðju OB þegar liðið hélt til Árósa og atti kappi við AGF.

Í liði AGF var Mikael Neville Anderson og lék hann á miðjunni við hlið Jack Wilshere.

AGF komst yfir strax á þriðju mínútu leiksins og héldu forystunni allt þar til á 58.mínútu þegar Sander Svendsen jafnaði metin.

Aroni og Mikael var báðum skipt af velli eftir rúmlega 80 mínútna leik en í uppbótartíma náðu gestirnir í OB inn sigurmarki því Issam Jebali skoraði af vítapunktinum á 93.mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×