Innlent

Allt að fimmtán stiga hiti

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Búast má við allt að fimmtán stiga hita á Suður- og Suðausturlandi í dag. Myndin sýnir spá klukkan 17.00 í dag.
Búast má við allt að fimmtán stiga hita á Suður- og Suðausturlandi í dag. Myndin sýnir spá klukkan 17.00 í dag. Veðurstofan

Útlit er fyrir hæga vestlæga eða breytilega átt og skýjað en bjart með köflum á Suður- og Suðausturlandi. Hiti á bilinu 6 til 14 stig yfir daginn en hlýjast á sunnanverðu landinu.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður áfram rólegt veður á landinu öllu en víða mun skýjaðara en var síðdegis í gær. Hiti allt að 15 stig á Suður- og Suðausturlandi en 6 til 12 stig annars staðar.

Í vikunni má gera ráð fyrir dálítilli umkomu en veðurfræðingur segir að ekki verði um neitt hret að ræða.

Á mánudag:

Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað og sums staðar þokuloft við ströndina. Hiti 4 til 11 stig og mildast suðvestantil.

Á þriðjudag:

Hæg suðvestanátt og víða dálítil súld eða rigning með köflum en slydda til fjalla. Hiti 2 til 9 stig, mildast suðaustanlands.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Hæg breytileg átt, skýjað og sums staðar lítilsháttar væta. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Suðvestanátt og súld eða rigning, en þurrt um landið austanvert.

Á laugardag:

Útlit fyrir norðlæga átt með skúrum eða slydduéljum fyrir norðan, en skýjað með köflum syðra. Fremur svalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×