„Við erum komin inn í gostímabil“ Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2022 08:41 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur ræddi við umsjónarmenn Bítisins í morgun um skjálftana sem hafa verið á Reykjanesskaga síðustu daga og vikur. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að talsverðar líkur séu á öðru gosi á Reykjanesskaga „á næstunni“. „Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða eftir tíu ár.“ Þetta sagði Þorvaldur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að Reykjanesskaginn sé greinilega búinn að taka við sér, en nokkuð hefur verið um skjálftahrinur á svæðinu síðustu daga og vikur. Hann segir skjálftahrinurnar nú ekkert ósvipaðar þeim sem voru fyrir gosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. „Það sem er merkilegt, þegar maður horfir á þetta, þá virðist þetta vera betur afmarkað núna. Afmarkast við ákveðna rein ef maður getur sagt svo. [Skjálftarnir] fylgja ákveðinni línu. Þessir sem hafa verið undanfarana viku hafa fyrst og fremst verið inni á kerfi sem við köllum Reykjanes, og hafi þá verið úti á því sem menn þekkja kannski best sem Reykjanestá, og þar fyrir utan,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Miðað við það sem á undan gekk og það sem við vitum, síðasta gosi og aðdragandann að því sem kom mörgum á óvart... Hverjar eru líkurnar á að gæti gosið núna? „Líkurnar eru talsverðar. Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða efitr tíu ár. Það er erfitt fyrir okkur að segja til um það nákvæmlega. Öll teiknin sem við höfum – skjálftarnir sem við vorum að sjá núna og það eru alltaf að verða meiri og meiri gliðnunarskjálftar tengdir þessum hrinum, sem bendir til þess að hugsanlega sé kvika að koma inn og þenja þetta út. Það eru greinilega líka einhverjar hreyfingar á plötuskilunum. Þetta er bara komið af stað. Spennusviðið er þannig á Reykjanesskaganum í dag að það virðist vera auðveldara fyrir kviku að koma nálægt yfirborðinu og jafnvel upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Bítið Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Þetta sagði Þorvaldur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að Reykjanesskaginn sé greinilega búinn að taka við sér, en nokkuð hefur verið um skjálftahrinur á svæðinu síðustu daga og vikur. Hann segir skjálftahrinurnar nú ekkert ósvipaðar þeim sem voru fyrir gosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. „Það sem er merkilegt, þegar maður horfir á þetta, þá virðist þetta vera betur afmarkað núna. Afmarkast við ákveðna rein ef maður getur sagt svo. [Skjálftarnir] fylgja ákveðinni línu. Þessir sem hafa verið undanfarana viku hafa fyrst og fremst verið inni á kerfi sem við köllum Reykjanes, og hafi þá verið úti á því sem menn þekkja kannski best sem Reykjanestá, og þar fyrir utan,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Miðað við það sem á undan gekk og það sem við vitum, síðasta gosi og aðdragandann að því sem kom mörgum á óvart... Hverjar eru líkurnar á að gæti gosið núna? „Líkurnar eru talsverðar. Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða efitr tíu ár. Það er erfitt fyrir okkur að segja til um það nákvæmlega. Öll teiknin sem við höfum – skjálftarnir sem við vorum að sjá núna og það eru alltaf að verða meiri og meiri gliðnunarskjálftar tengdir þessum hrinum, sem bendir til þess að hugsanlega sé kvika að koma inn og þenja þetta út. Það eru greinilega líka einhverjar hreyfingar á plötuskilunum. Þetta er bara komið af stað. Spennusviðið er þannig á Reykjanesskaganum í dag að það virðist vera auðveldara fyrir kviku að koma nálægt yfirborðinu og jafnvel upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Bítið Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06