Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2022 11:34 Drífa Snædal er forseti ASÍ. vísir/arnar Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. Drífa var gestur Kristjáns Kristjánssonar í páskaþætti Sprengisands í dag. Þar fóru þau yfir víðan völl í kjaramálum, stöðuna í verkalýðshreyfingunni og átök sem þar hafa átt sér stað að undanförnu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Töluvert púður fór í að ræða stöðuna sem upp er kominn í Eflingu eftir að öllum starfsmönnum skrifstofu félagsins var sagt upp í hópuppsögn sem samþykkt var af stjórn Eflingar, þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður. „Þetta kom mér mjög á óvart. Ég held að þetta hafi komið flestum algjörlega í opna skjöldu af því að svona hópuppsagnir eins og þú segir réttilega eru eitthvað sem verkalýðshreyfingin hefur barist gegn. Barist fyrir aukinni vernd vinnandi fólks, hvort sem það er verkafólk eða skrifstofufólk eða hverjir það eru. Þetta er algjörlega fordæmalaus gjörningur,“ sagði Drífa um uppsagnirnar. Hún segir þær ástæður sem gefnar voru fyrir hópuppsögnunum ekki halda vatni. „Það eru ekki ástæður til þess að fara í hópuppsagnir. Hvort sem það er að breyta launastrúktur, standast jafnlaunavottun eða breyta kjörum einhvern veginn,“ sagði Drífa. Minntist hún að ráðist hafi verið í ýmsar breytingar á skrifstofu ASÍ, skipuriti breytt, launabil minnkað og farið í jafnlaunavottun án þess að ráðast hafi þurft í uppsagnir. „Það er hægt að gera það án þess að fara í hreinsanir.“ Þú kallar þetta hreinsanir? „Já, það er verið að hreinsa út. Algjörlega. Það er ekkert annað en hreinsanir. Ég veit að það er alveg hægt að fara í umbætur án þess að fara slíkt.“ Myndi gagnrýna hvern einasta atvinnurekanda sem gerði hið sama Hún segir hópuppsagnirnar slæmt fordæmi. „Ég myndi gagnrýna hvern einasta atvinnurekenda sem myndi taka svona ákvarðanir. Mér kom það afskaplega mikið á óvart að átta manns skyldu standa að baki svona ákvörun,“ sagði Drífa og vísaði til stjórnar Eflingar. Benti Drífa einnig á að meirihluti þess starfsfólks sem sagt var upp störfum hjá Eflingu hafi verið ráðið inn í formannstíð Sólveigar Önnu. „Þannig að þetta eru ekki gamlar leifar, þetta er ekki fólk sem var þarna fyrir eða eitthvað slíkt. Það er kannski ágætt að hafa það í huga,“ sagði Drífa. Segir starfsfólkið látið kyssa vöndinn vilji það sækja um að nýju Aðspurð um hvort að þarna væri Sólveig Anna ekki að reyna að losa sig við ákveðna menningu sem hún kynni ekki við inn á skrifstofum Eflingar, sagði Drífa að það væri á ábyrgð stjórnenda að skapa vinnustaðamenningu. „Það hefði verið ágætt að fá inn bara utanaðkomandi aðstoð eða breyta menningunni með einhverjum öðrum leiðum,“ sagði Drífa. Starfsfólkinu sem sagt var upp hefur verið hvatt til að sækja um hin nýju störf, sem auglýst voru formlega um helgina. Starfsfólkið hefur gagnrýnt starfslýsingarnar á nýju störfunum. Drífa segir að þetta fólk sé sett í vonda stöðu. „Nú er starfsfólk sett í þá hryllilegu aðstöðu að vera boðið að sækja um störfin sín aftur. Á hvaða kjörum það er liggur ekki ljóst fyrir. Þetta er svolítið eins og bjóða þér að kyssa vöndinn þegar þér hefur verið sagt upp,“ sagði Drífa. Ekki búin að ákveða hvort hún bjóði sig fram aftur Drífa hefur mátt þola töluverða ganrýni á störf hennar sem forseti ASÍ undanfarnar vikur. Ragnar Þór Ingólfssin, formaður VR sagði nýverið að Drífu hefði mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann sagði eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann sagði mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þyrfti að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. Þá boðaði Vilhjálmur Birgisson, nýr formaður Starfsgreinasambandsins hallarbyltingu innan ASÍ á dögunum. Forsetakjör verður á þingi ASÍ í haust og hefur Drífa ekki gefið upp hvort hún muni bjóða sig fram til endurkjörs. Hefurðu áhuga á því? „Það bara kemur í ljós. Alveg heiðarlega sagt, þá er ég ekki búinn að ákveða mig.“ Er það eftirsóknarvert að vera foringi í hópi sem kann ekki vel við mann.? „Það getur verið lýjandi stundum, suma daga.“ Þannig að þú ert ekki búinn að gera upp hug þinn um þetta? „Nei.“ Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Sprengisandur Tengdar fréttir Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 „Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. 12. apríl 2022 11:48 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Drífa var gestur Kristjáns Kristjánssonar í páskaþætti Sprengisands í dag. Þar fóru þau yfir víðan völl í kjaramálum, stöðuna í verkalýðshreyfingunni og átök sem þar hafa átt sér stað að undanförnu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Töluvert púður fór í að ræða stöðuna sem upp er kominn í Eflingu eftir að öllum starfsmönnum skrifstofu félagsins var sagt upp í hópuppsögn sem samþykkt var af stjórn Eflingar, þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður. „Þetta kom mér mjög á óvart. Ég held að þetta hafi komið flestum algjörlega í opna skjöldu af því að svona hópuppsagnir eins og þú segir réttilega eru eitthvað sem verkalýðshreyfingin hefur barist gegn. Barist fyrir aukinni vernd vinnandi fólks, hvort sem það er verkafólk eða skrifstofufólk eða hverjir það eru. Þetta er algjörlega fordæmalaus gjörningur,“ sagði Drífa um uppsagnirnar. Hún segir þær ástæður sem gefnar voru fyrir hópuppsögnunum ekki halda vatni. „Það eru ekki ástæður til þess að fara í hópuppsagnir. Hvort sem það er að breyta launastrúktur, standast jafnlaunavottun eða breyta kjörum einhvern veginn,“ sagði Drífa. Minntist hún að ráðist hafi verið í ýmsar breytingar á skrifstofu ASÍ, skipuriti breytt, launabil minnkað og farið í jafnlaunavottun án þess að ráðast hafi þurft í uppsagnir. „Það er hægt að gera það án þess að fara í hreinsanir.“ Þú kallar þetta hreinsanir? „Já, það er verið að hreinsa út. Algjörlega. Það er ekkert annað en hreinsanir. Ég veit að það er alveg hægt að fara í umbætur án þess að fara slíkt.“ Myndi gagnrýna hvern einasta atvinnurekanda sem gerði hið sama Hún segir hópuppsagnirnar slæmt fordæmi. „Ég myndi gagnrýna hvern einasta atvinnurekenda sem myndi taka svona ákvarðanir. Mér kom það afskaplega mikið á óvart að átta manns skyldu standa að baki svona ákvörun,“ sagði Drífa og vísaði til stjórnar Eflingar. Benti Drífa einnig á að meirihluti þess starfsfólks sem sagt var upp störfum hjá Eflingu hafi verið ráðið inn í formannstíð Sólveigar Önnu. „Þannig að þetta eru ekki gamlar leifar, þetta er ekki fólk sem var þarna fyrir eða eitthvað slíkt. Það er kannski ágætt að hafa það í huga,“ sagði Drífa. Segir starfsfólkið látið kyssa vöndinn vilji það sækja um að nýju Aðspurð um hvort að þarna væri Sólveig Anna ekki að reyna að losa sig við ákveðna menningu sem hún kynni ekki við inn á skrifstofum Eflingar, sagði Drífa að það væri á ábyrgð stjórnenda að skapa vinnustaðamenningu. „Það hefði verið ágætt að fá inn bara utanaðkomandi aðstoð eða breyta menningunni með einhverjum öðrum leiðum,“ sagði Drífa. Starfsfólkinu sem sagt var upp hefur verið hvatt til að sækja um hin nýju störf, sem auglýst voru formlega um helgina. Starfsfólkið hefur gagnrýnt starfslýsingarnar á nýju störfunum. Drífa segir að þetta fólk sé sett í vonda stöðu. „Nú er starfsfólk sett í þá hryllilegu aðstöðu að vera boðið að sækja um störfin sín aftur. Á hvaða kjörum það er liggur ekki ljóst fyrir. Þetta er svolítið eins og bjóða þér að kyssa vöndinn þegar þér hefur verið sagt upp,“ sagði Drífa. Ekki búin að ákveða hvort hún bjóði sig fram aftur Drífa hefur mátt þola töluverða ganrýni á störf hennar sem forseti ASÍ undanfarnar vikur. Ragnar Þór Ingólfssin, formaður VR sagði nýverið að Drífu hefði mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann sagði eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann sagði mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þyrfti að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. Þá boðaði Vilhjálmur Birgisson, nýr formaður Starfsgreinasambandsins hallarbyltingu innan ASÍ á dögunum. Forsetakjör verður á þingi ASÍ í haust og hefur Drífa ekki gefið upp hvort hún muni bjóða sig fram til endurkjörs. Hefurðu áhuga á því? „Það bara kemur í ljós. Alveg heiðarlega sagt, þá er ég ekki búinn að ákveða mig.“ Er það eftirsóknarvert að vera foringi í hópi sem kann ekki vel við mann.? „Það getur verið lýjandi stundum, suma daga.“ Þannig að þú ert ekki búinn að gera upp hug þinn um þetta? „Nei.“
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Sprengisandur Tengdar fréttir Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 „Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. 12. apríl 2022 11:48 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18
„Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. 12. apríl 2022 11:48