Innlent

Lítils­háttar skúrir en þurrt síð­degis

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Reikna má með að það verði léttskýjað síðar í dag.
Reikna má með að það verði léttskýjað síðar í dag. Vísir/Vilhelm

Reikna má með suðvestlægri átt, 3-10 m/s, og lítilsháttar skúrum á víð og dreif í dag, en yfirleitt verður léttskýjað síðdegis.

Hiti verður á bilinu þrjú til tólf stig, hlýjast á Austurlandi. Heldur hvassara verður norðantil en yfirleitt skýjað með köflum og lítilsháttar skúrir á víð og dreif en þurrt að kalla síðdegis.

Svipað veður verður á morgun en eftir hádegi verður vaxandi norðanátt fyrir austan með rigningu eða slyddu. Hiti 7 til 12 stig en mun svalara á norðaustanverðu landinu.

Veðurhorfur á landinu

Suðvestlæg átt 3-10 m/s og líttilsháttar skúrir á víð og dreif, en yfirleitt léttskýjað síðdegis. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á Austurlandi.

Fremur hæg breytileg átt á morgun og víða bjartviðri en gengur í norðan 5-13 m/s með rigningu eða slyddu um landið austanvert eftir hádegi. Hiti frá 1 stigi í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 9 stig syðst

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag (annar í páskum):

Fremur hæg breytileg átt og víða bjartviðri en gengur í norðan 5-13 m/s með rigningu eða slyddu um landið austanvert eftir hádegi. Hiti frá 1 stigi í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 9 stig syðst.

Á þriðjudag:

Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu og hiti um frostmark, en rofar til síðdegis. Bjart með köflum sunnanlands og hiti að 10 stigum yfir daginn.

Á miðvikudag:

Stíf suðaustanátt og rigning með köflum á sunnanverðu landinu, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 3 til 8 stig.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):

Austlæg átt og skýjað með köflum, en úrkomulítið. Hiti 4 til 12 stig að deginum, svalast á Vestfjörðum.

Á föstudag og laugardag:

Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en líkur á þokusúld við sjávarsíðuna. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×