Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Víkingum 1. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH í dag, mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Víkingi 1. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið verji þar með Íslandsmeistaratitilinn sem það vann í fyrra. Ævintýri Víkinga undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar virðist engan enda ætla að taka. Eftir digurbarkalegar yfirlýsingar á sínum tíma þá lét hann verkin tala síðasta sumar. Liðið breytti örlítið um leikstíl og gerði einfaldlega það sem þurfti til að vinna. Það gekk heldur betur eftir en Víkingar urðu fyrsta liðið í áratug til að vinna tvöfalt. Eftir draumatímabilið 2021 lögðu Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen skóna á hilluna. Þeir eru þó báðir áfram í kringum liðið; Kári sem yfirmaður knattspyrnumála og Sölvi sem aðstoðarþjálfari. Auk þeirra Kára og Sölva er Atli Barkarson farinn í atvinnumennsku og Víkingar mæta því til leiks með nokkuð breytta vörn. En þrátt fyrir að þessir stóru póstar séu horfnir á braut hefur varla séð högg á vatni á Víkingsliðinu í vetur. Víkingur spilaði stórvel á undirbúningstímabilinu, komst í úrslitaleik Lengjubikarsins en tapaði með laskað lið gegn FH og vann Meistarakeppnina. Víkingar voru bestir í fyrra og engin breyting virðist hafa orðið þar á. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu sex sætum ofar en þeim var spáð (7. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 78 prósent stiga í húsi (14 af 18) Júní: 42 prósent stiga í húsi (5 af 12) Júlí: 83 prósent stiga í húsi (10 af 12) Ágúst: 67 prósent stiga í húsi (10 af 15) September: 100 prósent stiga í húsi (9 af 9) - Besti dagur: 25. september Íslandsmeistarar í sjötta sinn og í fyrsta sinn í þrjátíu ár eftir 2-0 sigur á Leikni sem var sjötti deildarsigur liðsins í röð. Versti dagur: 2. ágúst 4-0 stórtap fyrir Blikum í Kópavogi þýddi að Víkingsliðið hafði tapað fimm stigum í Kópavogi á innan við mánuði og ekki náð að skora í hvorugum leiknum. - Tölfræðin Árangur: 1. sæti (48 stig) Sóknarleikur: 3. sæti (38 mörk skoruð) Varnarleikur: 3. sæti (21 mark fengið á sig) Árangur á heimavelli: 2. sæti (27 stig) Árangur á útivelli: 3. sæti (21 stig) Flestir sigurleikir í röð: 6 (16. ágúst til 25. september) Flestir tapleikir í röð: 1 (Tvisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Nikolaj Hansen 16 Flestar stoðsendingar: Pablo Punyed 10 Þáttur í flestum mörkum: Nikolaj Hansen 21 Flest gul spjöld: Pablo Punyed 6 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Víkings í sumar.vísir/hulda margrét Halldór Smári Sigurðsson, miðvörður (f. 1988): Herra Víkingur að öðrum ólöstuðum og leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Hávaxinn miðvörður sem er einkar vel spilandi. Grætur það eflaust að Arnar hafi ekki tekið fyrr við liðinu þar sem hann hefur blómstrað nær allar götur síðan. Var með Víkingum í skítnum í B-deildinni á sínum tíma og er nú að uppskera. Pablo Punyed, miðjumaður (f. 1990): Titlaóði El-Salvadorinn er einn þriggja lykilmanna Víkings annað árið í röð. Kom eins og stormsveipur inn í lið Víkinga á síðustu leiktíð og þó miðja liðsins sé einkar vel mönnuð er Pablo þessi margumtalaði X-factor. Fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í fyrra en byrjar tímabilið í ár í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í Meistarakeppninni. Nikolaj Hansen, framherji (f. 1993): „Hvaðan kom hann? Hvert er hann að fara? Hvað er hann?“ Ef fræg lýsing Adolfs Inga Erlingssonar frá EM 2010 á einhvern tímann við um heilt tímabil þá er það tímabil danska framherjans í fyrra. Eftir að hafa skorað sextán mörk í sjötíu leikjum í efstu deild þá skoraði Hansen sextán mörk í 21 leik og tryggði sér gullskóinn, sem hann á þó eftir að fá. Hann stefnir eflaust á að vinna sér inn annan og fá tvo á lokahófi KSÍ næsta haust. Halldór Smári Sigurðsson, Pablo Punyed og Nikolaj Hansen eru burðarstólparnir í liði Víkings.vísir/bára/hulda margrét Fylgist með: Ari Sigurpálsson, sóknarmaður (f. 2003) Einkar hraðskreiður sóknarmaður sem fékk smjörþefinn af efstu deild með HK 2020. Fór þaðan til Ítalíu en er nú snúinn heim og eitthvað er að marka aðra leikmenn sem Arnar Gunnlaugs hefur fengið heim eftir stutta dvöl í atvinnumennsku má ætla að Ari springi út fyrr en síðar. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi Víkings.vísir/hjalti Víkingar þurfa að læra á lífið án Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen innan vallar, og kannski munar jafnvel enn meira um að vinstri bakvörðurinn Atli Barkarson sé farinn en hann var frábær á síðustu leiktíð. Í vörnina eru mættir Oliver Ekroth, sem var fyrirliði liðs í sænsku úrvalsdeildinni, og Kyle McLagan sem sló algjörlega í gegn með Fram í Lengjudeildinni. Birnir Snær Ingason og Ari Sigurpálsson færa Víkingum alls konar hæfileika á köntunum og Arnór Borg Guðjohnsen mun einnig efla sóknarleikinn þegar hann jafnar sig af meiðslum. Þá er bakvörðurinn frábæri Davíð Örn Atlason mættur aftur þangað sem honum líður best, eftir stutt stopp í Kópavogi. Hversu langt er síðan að Víkingur .... ... varð Íslandsmeistari: 1 ár (2021) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2021) ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2021) ... féll úr deildinni: 11 ár (2011) ... átti markakóng deildarinnar: 1 ár (Nikolaj Hansen 2021) ... átti besta leikmann deildarinnar: 1 ár (Nikolaj Hansen 2021) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 1 ár (Kristall Máni Ingason 2021) Að lokum … Víkingar fagna sigrinum í Meistarakeppni KSÍ.vísir/hulda margrét Að verja titil er erfiðara en að vinna hann er gömul klisja sem reynist þó oftar en ekki rétt. En Víkingar eru vel í stakk búnir til að afsanna hana. Þeir gerðu vel á félagaskiptamarkaðnum og eru með fjölmörg beitt vopn í sínu vopnabúri. Kári, Sölvi og Atli skilja eftir sig stór skörð en hingað til virðist það ekki ætla að hafa of mikil áhrif á meistarana. Spurning er hvort Nikolaj geti endurtekið leikinn frá því í fyrra en Víkingar eru með leikmenn framarlega á vellinum sem voru góðir í fyrra en geta hæglega orðið enn betri. Má þar meðal annars nefna Kristal Mána Ingason og Erling Agnarsson. Víkingar hafa verið í draumalandi Arnars Gunnlaugssonar undanfarna mánuði og fátt bendir til annars en að þeir haldi þar kyrru fyrir. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Ákvarðanir sem Heimir gæti séð eftir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. 15. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Níunda líf Óla Jó Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 14. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Déjà Vu í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 13. apríl 2022 10:00 Besta spáin-2022: Raungerist Ewing-kenningin í Garðabænum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 12. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Job á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 11. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH í dag, mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Víkingi 1. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið verji þar með Íslandsmeistaratitilinn sem það vann í fyrra. Ævintýri Víkinga undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar virðist engan enda ætla að taka. Eftir digurbarkalegar yfirlýsingar á sínum tíma þá lét hann verkin tala síðasta sumar. Liðið breytti örlítið um leikstíl og gerði einfaldlega það sem þurfti til að vinna. Það gekk heldur betur eftir en Víkingar urðu fyrsta liðið í áratug til að vinna tvöfalt. Eftir draumatímabilið 2021 lögðu Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen skóna á hilluna. Þeir eru þó báðir áfram í kringum liðið; Kári sem yfirmaður knattspyrnumála og Sölvi sem aðstoðarþjálfari. Auk þeirra Kára og Sölva er Atli Barkarson farinn í atvinnumennsku og Víkingar mæta því til leiks með nokkuð breytta vörn. En þrátt fyrir að þessir stóru póstar séu horfnir á braut hefur varla séð högg á vatni á Víkingsliðinu í vetur. Víkingur spilaði stórvel á undirbúningstímabilinu, komst í úrslitaleik Lengjubikarsins en tapaði með laskað lið gegn FH og vann Meistarakeppnina. Víkingar voru bestir í fyrra og engin breyting virðist hafa orðið þar á. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu sex sætum ofar en þeim var spáð (7. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 78 prósent stiga í húsi (14 af 18) Júní: 42 prósent stiga í húsi (5 af 12) Júlí: 83 prósent stiga í húsi (10 af 12) Ágúst: 67 prósent stiga í húsi (10 af 15) September: 100 prósent stiga í húsi (9 af 9) - Besti dagur: 25. september Íslandsmeistarar í sjötta sinn og í fyrsta sinn í þrjátíu ár eftir 2-0 sigur á Leikni sem var sjötti deildarsigur liðsins í röð. Versti dagur: 2. ágúst 4-0 stórtap fyrir Blikum í Kópavogi þýddi að Víkingsliðið hafði tapað fimm stigum í Kópavogi á innan við mánuði og ekki náð að skora í hvorugum leiknum. - Tölfræðin Árangur: 1. sæti (48 stig) Sóknarleikur: 3. sæti (38 mörk skoruð) Varnarleikur: 3. sæti (21 mark fengið á sig) Árangur á heimavelli: 2. sæti (27 stig) Árangur á útivelli: 3. sæti (21 stig) Flestir sigurleikir í röð: 6 (16. ágúst til 25. september) Flestir tapleikir í röð: 1 (Tvisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Nikolaj Hansen 16 Flestar stoðsendingar: Pablo Punyed 10 Þáttur í flestum mörkum: Nikolaj Hansen 21 Flest gul spjöld: Pablo Punyed 6 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Víkings í sumar.vísir/hulda margrét Halldór Smári Sigurðsson, miðvörður (f. 1988): Herra Víkingur að öðrum ólöstuðum og leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Hávaxinn miðvörður sem er einkar vel spilandi. Grætur það eflaust að Arnar hafi ekki tekið fyrr við liðinu þar sem hann hefur blómstrað nær allar götur síðan. Var með Víkingum í skítnum í B-deildinni á sínum tíma og er nú að uppskera. Pablo Punyed, miðjumaður (f. 1990): Titlaóði El-Salvadorinn er einn þriggja lykilmanna Víkings annað árið í röð. Kom eins og stormsveipur inn í lið Víkinga á síðustu leiktíð og þó miðja liðsins sé einkar vel mönnuð er Pablo þessi margumtalaði X-factor. Fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í fyrra en byrjar tímabilið í ár í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í Meistarakeppninni. Nikolaj Hansen, framherji (f. 1993): „Hvaðan kom hann? Hvert er hann að fara? Hvað er hann?“ Ef fræg lýsing Adolfs Inga Erlingssonar frá EM 2010 á einhvern tímann við um heilt tímabil þá er það tímabil danska framherjans í fyrra. Eftir að hafa skorað sextán mörk í sjötíu leikjum í efstu deild þá skoraði Hansen sextán mörk í 21 leik og tryggði sér gullskóinn, sem hann á þó eftir að fá. Hann stefnir eflaust á að vinna sér inn annan og fá tvo á lokahófi KSÍ næsta haust. Halldór Smári Sigurðsson, Pablo Punyed og Nikolaj Hansen eru burðarstólparnir í liði Víkings.vísir/bára/hulda margrét Fylgist með: Ari Sigurpálsson, sóknarmaður (f. 2003) Einkar hraðskreiður sóknarmaður sem fékk smjörþefinn af efstu deild með HK 2020. Fór þaðan til Ítalíu en er nú snúinn heim og eitthvað er að marka aðra leikmenn sem Arnar Gunnlaugs hefur fengið heim eftir stutta dvöl í atvinnumennsku má ætla að Ari springi út fyrr en síðar. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi Víkings.vísir/hjalti Víkingar þurfa að læra á lífið án Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen innan vallar, og kannski munar jafnvel enn meira um að vinstri bakvörðurinn Atli Barkarson sé farinn en hann var frábær á síðustu leiktíð. Í vörnina eru mættir Oliver Ekroth, sem var fyrirliði liðs í sænsku úrvalsdeildinni, og Kyle McLagan sem sló algjörlega í gegn með Fram í Lengjudeildinni. Birnir Snær Ingason og Ari Sigurpálsson færa Víkingum alls konar hæfileika á köntunum og Arnór Borg Guðjohnsen mun einnig efla sóknarleikinn þegar hann jafnar sig af meiðslum. Þá er bakvörðurinn frábæri Davíð Örn Atlason mættur aftur þangað sem honum líður best, eftir stutt stopp í Kópavogi. Hversu langt er síðan að Víkingur .... ... varð Íslandsmeistari: 1 ár (2021) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2021) ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2021) ... féll úr deildinni: 11 ár (2011) ... átti markakóng deildarinnar: 1 ár (Nikolaj Hansen 2021) ... átti besta leikmann deildarinnar: 1 ár (Nikolaj Hansen 2021) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 1 ár (Kristall Máni Ingason 2021) Að lokum … Víkingar fagna sigrinum í Meistarakeppni KSÍ.vísir/hulda margrét Að verja titil er erfiðara en að vinna hann er gömul klisja sem reynist þó oftar en ekki rétt. En Víkingar eru vel í stakk búnir til að afsanna hana. Þeir gerðu vel á félagaskiptamarkaðnum og eru með fjölmörg beitt vopn í sínu vopnabúri. Kári, Sölvi og Atli skilja eftir sig stór skörð en hingað til virðist það ekki ætla að hafa of mikil áhrif á meistarana. Spurning er hvort Nikolaj geti endurtekið leikinn frá því í fyrra en Víkingar eru með leikmenn framarlega á vellinum sem voru góðir í fyrra en geta hæglega orðið enn betri. Má þar meðal annars nefna Kristal Mána Ingason og Erling Agnarsson. Víkingar hafa verið í draumalandi Arnars Gunnlaugssonar undanfarna mánuði og fátt bendir til annars en að þeir haldi þar kyrru fyrir.
Væntingarstuðullinn: Enduðu sex sætum ofar en þeim var spáð (7. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 78 prósent stiga í húsi (14 af 18) Júní: 42 prósent stiga í húsi (5 af 12) Júlí: 83 prósent stiga í húsi (10 af 12) Ágúst: 67 prósent stiga í húsi (10 af 15) September: 100 prósent stiga í húsi (9 af 9) - Besti dagur: 25. september Íslandsmeistarar í sjötta sinn og í fyrsta sinn í þrjátíu ár eftir 2-0 sigur á Leikni sem var sjötti deildarsigur liðsins í röð. Versti dagur: 2. ágúst 4-0 stórtap fyrir Blikum í Kópavogi þýddi að Víkingsliðið hafði tapað fimm stigum í Kópavogi á innan við mánuði og ekki náð að skora í hvorugum leiknum. - Tölfræðin Árangur: 1. sæti (48 stig) Sóknarleikur: 3. sæti (38 mörk skoruð) Varnarleikur: 3. sæti (21 mark fengið á sig) Árangur á heimavelli: 2. sæti (27 stig) Árangur á útivelli: 3. sæti (21 stig) Flestir sigurleikir í röð: 6 (16. ágúst til 25. september) Flestir tapleikir í röð: 1 (Tvisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Nikolaj Hansen 16 Flestar stoðsendingar: Pablo Punyed 10 Þáttur í flestum mörkum: Nikolaj Hansen 21 Flest gul spjöld: Pablo Punyed 6
Hversu langt er síðan að Víkingur .... ... varð Íslandsmeistari: 1 ár (2021) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2021) ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2021) ... féll úr deildinni: 11 ár (2011) ... átti markakóng deildarinnar: 1 ár (Nikolaj Hansen 2021) ... átti besta leikmann deildarinnar: 1 ár (Nikolaj Hansen 2021) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 1 ár (Kristall Máni Ingason 2021)
Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Ákvarðanir sem Heimir gæti séð eftir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. 15. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Níunda líf Óla Jó Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 14. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Déjà Vu í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 13. apríl 2022 10:00
Besta spáin-2022: Raungerist Ewing-kenningin í Garðabænum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 12. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Job á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 11. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti