Mikill vindur er nú undir Hafnarfjalli en slysið bar að þegar kerra fauk á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.
Tveir bílar skemmdust mikið og urðu óökuhæfir. Umferð var stöðvuð tímabundið í kjölfarið, segir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu.
Töluverð umferð er á svæðinu en unnið er að því að opna fyrir umferð að nýju.
