„Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Snorri Másson skrifar 14. apríl 2022 15:54 Guðmundur Baldursson, fyrrverandi stjórnarmaður Eflingar og frambjóðandi til formanns, gagnrýnir ákvörðun Sólveigar harðlega. Stöð 2/Egill Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. Guðmundur Baldursson kom inn í stjórn Eflingar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur árið 2018, en bauð sig svo fram til formanns félagsins gegn Sólveigu í nýafstöðnum kosningum í febrúar. „Maður á varla orð yfir þetta. Ég þekki Sólveigu frá 2018. Mér hefði aldrei nokkurn tímann dottið í hug að hún gerði svona. Væntanlega kemur þá þarna inn nýtt fólk. Gríðarlega dýrmæt þekking sem er farin í burtu, hún tekur mörg ár að koma til baka. Þú lærir þetta ekki í bókum þetta kemur með reynslunni. Þannig að þetta eru gífurleg afglöp hvað þetta fólk hefur staðið fyrir,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna hefur sagt uppsögnina nauðsynlega til ráðast í nauðsynlegar skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Hún hefur beðið um vinnufrið til þess að koma starfseminni í samt lag og kveðst ekki hafa áhyggjur af því að skrifstofan verði óstarfhæf í millitíðinni. Átta kusu með uppsögnunum í stjórn Eflingar og sjö kusu gegn. Guðmundur segir að nú sé til umræðu að kalla saman fund á meðal félagsmanna. „Ég heyri það svona utan af mér að það sé möguleiki í stöðunni að kallaður verði saman félagsfundur, sem myndi þá ákveða framhaldið á þessu. Þá væri jafnvel hægt að hugsa sér það að þessi félagsfundur myndi kjósa þetta fólk í burtu,“ segir Guðmundur. Ekkert hefur heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR en Vilhjálmur Birgisson lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær. „Hann hefði getað sagt þetta svo sem sem formaður Verkalýðsfélags Akraness en nú er hann kominn í nýja stöðu sem formaður Starfsgreinasambandsins og inni í þessu sambandi eru tugir félaga. Það eitt og útaf fyrir sig er mjög svo athyglivert að hann skuli ekki gagnrýna þessi vinnubrögð að þarna sé rekin heil skrifstofa í verkalýðsfélagi. Þetta er einmitt hlutur sem Vilhjálmur Birgisson á að standa vörð um að geti ekki gerst,“ segir Guðmundur. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Guðmundur Baldursson kom inn í stjórn Eflingar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur árið 2018, en bauð sig svo fram til formanns félagsins gegn Sólveigu í nýafstöðnum kosningum í febrúar. „Maður á varla orð yfir þetta. Ég þekki Sólveigu frá 2018. Mér hefði aldrei nokkurn tímann dottið í hug að hún gerði svona. Væntanlega kemur þá þarna inn nýtt fólk. Gríðarlega dýrmæt þekking sem er farin í burtu, hún tekur mörg ár að koma til baka. Þú lærir þetta ekki í bókum þetta kemur með reynslunni. Þannig að þetta eru gífurleg afglöp hvað þetta fólk hefur staðið fyrir,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna hefur sagt uppsögnina nauðsynlega til ráðast í nauðsynlegar skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Hún hefur beðið um vinnufrið til þess að koma starfseminni í samt lag og kveðst ekki hafa áhyggjur af því að skrifstofan verði óstarfhæf í millitíðinni. Átta kusu með uppsögnunum í stjórn Eflingar og sjö kusu gegn. Guðmundur segir að nú sé til umræðu að kalla saman fund á meðal félagsmanna. „Ég heyri það svona utan af mér að það sé möguleiki í stöðunni að kallaður verði saman félagsfundur, sem myndi þá ákveða framhaldið á þessu. Þá væri jafnvel hægt að hugsa sér það að þessi félagsfundur myndi kjósa þetta fólk í burtu,“ segir Guðmundur. Ekkert hefur heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR en Vilhjálmur Birgisson lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær. „Hann hefði getað sagt þetta svo sem sem formaður Verkalýðsfélags Akraness en nú er hann kominn í nýja stöðu sem formaður Starfsgreinasambandsins og inni í þessu sambandi eru tugir félaga. Það eitt og útaf fyrir sig er mjög svo athyglivert að hann skuli ekki gagnrýna þessi vinnubrögð að þarna sé rekin heil skrifstofa í verkalýðsfélagi. Þetta er einmitt hlutur sem Vilhjálmur Birgisson á að standa vörð um að geti ekki gerst,“ segir Guðmundur.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira