Agnieszku sagt upp og segist hún telja Sólveigu í hefndarhug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2022 15:39 Agnieszku Ewu Ziólkowsku hefur verið sagt upp störfum á skrifstofu Eflingar. vísir/Vilhelm Agnieszku Ewu Ziółkowsku, varaformanni Eflingar, barst í gærkvöldi uppsagnarbréf frá stjórn Eflingu. Hún segist óviss hvað þetta þýði, enda hafi hún verið lýðræðislega kjörin af félagsmönnum, ekki ráðin eftir auglýsingu. „Ég er ein af þeim sem fékk uppsagnarbréf frá Eflingu í gærkvöldi. Þar er ég hvött til að sækja aftur um stöðuna þegar hún verður auglýst. Ég var kjörin varaformaður eflingar árið 2019 og aftur árið 2021. Síðast þegar ég gáði var varaformaður félagsins lýðræðislega kjörin, ekki ráðinn eftir auglýsingu,“ skrifar Agnieszka í færslu á Facebook. Þar birtir hún uppsagnarbréfið sem henni barst í gærkvöldi. Fram kemur í bréfinu að ástæða uppsagnar séu skipulags- og rekstrarbreytingar sem nái til allra stöðugilda Eflingar. Ný störf hjá félaginu verði þá auglýst og hún hvött til að sækja aftur um. „Er þetta hluti af nýrri stefnu B-listans? Hvað næst? Ætla þau að auglýsa eftir fólki í stjórn? Nýjum formanni?“ spyr Agnieszka. Hún segir í samtali við Vísi viss um það að Sólveig Anna sé í hefndarhug. Agnieszka var ein þeirra sem hvatti félagsmenn Eflingar til að kjósa Ólöfu Helgu Adolfsdóttur til formanns í kjöri sem fór fram í vor. Agnieszka var varaformaður í fyrri formannssetu Sólveigar Önnu og tók við formennskunni þegar Sólveig Anna sagði sig frá henni. Sólveig Anna hefur frá því að greint var frá hópuppsögnunum ítrekað að stjórn félagsins hafi verið lýðræðislega kjörin og hafi því umboð félagsmanna til að framkvæma það sem stjórnin telji réttast. „Við erum lýðræðislega kjörin forysta í þessu félagi við höfum umboð félagsfólks í þessu félagi til að leiða félagið, það er það sem við erum að gera,“ sagði Sólveig meðal annars í samtali við fréttastofu í gær. Sólveig segir í samtali við Vísi að ekki sé verið að segja Agnieszku upp sem varaformanni félagsins. Hún sé hins vegar á ráðningarkjörum og allir sem eru við störf og séu launafólk hjá félaginu hafi fengið sama uppsagnarbréfið. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13. apríl 2022 15:21 Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 13. apríl 2022 12:08 Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Ég er ein af þeim sem fékk uppsagnarbréf frá Eflingu í gærkvöldi. Þar er ég hvött til að sækja aftur um stöðuna þegar hún verður auglýst. Ég var kjörin varaformaður eflingar árið 2019 og aftur árið 2021. Síðast þegar ég gáði var varaformaður félagsins lýðræðislega kjörin, ekki ráðinn eftir auglýsingu,“ skrifar Agnieszka í færslu á Facebook. Þar birtir hún uppsagnarbréfið sem henni barst í gærkvöldi. Fram kemur í bréfinu að ástæða uppsagnar séu skipulags- og rekstrarbreytingar sem nái til allra stöðugilda Eflingar. Ný störf hjá félaginu verði þá auglýst og hún hvött til að sækja aftur um. „Er þetta hluti af nýrri stefnu B-listans? Hvað næst? Ætla þau að auglýsa eftir fólki í stjórn? Nýjum formanni?“ spyr Agnieszka. Hún segir í samtali við Vísi viss um það að Sólveig Anna sé í hefndarhug. Agnieszka var ein þeirra sem hvatti félagsmenn Eflingar til að kjósa Ólöfu Helgu Adolfsdóttur til formanns í kjöri sem fór fram í vor. Agnieszka var varaformaður í fyrri formannssetu Sólveigar Önnu og tók við formennskunni þegar Sólveig Anna sagði sig frá henni. Sólveig Anna hefur frá því að greint var frá hópuppsögnunum ítrekað að stjórn félagsins hafi verið lýðræðislega kjörin og hafi því umboð félagsmanna til að framkvæma það sem stjórnin telji réttast. „Við erum lýðræðislega kjörin forysta í þessu félagi við höfum umboð félagsfólks í þessu félagi til að leiða félagið, það er það sem við erum að gera,“ sagði Sólveig meðal annars í samtali við fréttastofu í gær. Sólveig segir í samtali við Vísi að ekki sé verið að segja Agnieszku upp sem varaformanni félagsins. Hún sé hins vegar á ráðningarkjörum og allir sem eru við störf og séu launafólk hjá félaginu hafi fengið sama uppsagnarbréfið.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13. apríl 2022 15:21 Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 13. apríl 2022 12:08 Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13. apríl 2022 15:21
Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 13. apríl 2022 12:08
Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25