Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2022 10:25 Valgerður Árnadóttir, frænka Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar og starfsmaður Eflingar, segir að ef einhver annnar vinnustaður kæmi fram við starfsmenn sína eins og Efling geri nú væri Efling fyrst að fordæma það. Vísir „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ Þetta skrifar Valgerður Árnadóttir, starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar Önnu Jónsdóttir formanns félagsins, í færslu á Facebook. Valgerður hefur verið í veikindaleyfi síðan hún lenti í slysi síðasta sumar og skrifar í færslunni að hún hafi ekki ætlað að mæta aftur til starfa. Hún hafi hins vegar fengið uppsagnarbréf frá „lögmanni út í bæ“ klukkan tvö í nótt. „Mánuði eftir slysið mitt var mér tilkynnt að félags- og þróunarsvið sem ég starfaði hjá sem teymisstjóri félagsmála hefði verið lagt niður „vegna skipulagsbreytinga“ og mér var bboðið starf á öðru sviði, sem ég afþakkaði,“ skrifar Valgerður í færslunni, sem birtist í morgun. Segir félags- og þróunarsvið verið lagt niður til að búa til starf fyrir Viðar Hún segir að stuttu eftir að félags- og þróunarsvið hafi verið lagt niður hafi skrifstofa félagsmála verið stofnuð innan Eflingar og Viðar Þorsteinsson verið gerður að yfirmanni þar. Skrifstofa hans og starfsfólk hafi þjónað sama tilgangi og félags- og þróunarsvið gerði fyrir skipulagsbreytingarnar. „Svo skipulagsbreytingin var nánast engin, nema til þess fallin að losa sig við sumt starfsfólk og setja Viðar yfir einingu sem hann myndi geta sætt sig við eftir að fjölda kvartanna í hans garð gerðu honum erfitt um vik að starfa áfram sem framkvæmdastjóri,“ skrifar Valgerður. Hún segist hafa stutt þær konur sem kvörtuðu undan „framgöngu og eineltistilburðum“ Viðars og hún hafi sjálf beðið Sólveigu Önnu um að standa með þeim líka. „En þá haðfi hún í stað þess að taka kvartanir þeirra alvarlega sagt upp þeim sviðsstjóra „sem þau töldu að ætti upptök af þeim kvörtunum.“ Ég reyndi að biðla til hennar að standa með þeim konum sem alltaf hefðu staðið með henni, konur sem komu til starfa hjá Eflingu til að styðja við hennar baráttu og ég trúði því ekki að hún myndi bregðast þeim, en allt kom fyrir ekki,“ skrifar Valgerður. Hún segir að ekki hafi verið um að ræða starfsmenn fyrri stjórnar, eins og „þau Viðar hafa viljað halda fram.“ Þau hafi sjálf ráðið konurnar til starfa. „Ekki var um „plott fyrrum trúnaðarmanns Eflingar“ að ræða eins og þau hafa einnig haldið fram og ekki var um að ræða einhverjar „leifar af gamalli vinnustaðamenningu Eflingar“. Þetta er allt einfaldlega lygi og hefur það margoft komið í ljós bæði í viðtölum við starfsmenn og í úttekt sálfræðistofu á vinnustaðamenningunni,“ segir Valgerður. Segir engan græða á „farsanum“ sem hafi hafist í lok október Hún segist vegna veikinda sinna og fjölskyldutengsla við Sólveigu Önnu ekki viljað tjá sig um málið hingað til. „En nú er nóg komið, ég starfaði fyrir Eflingu í þrjú ár fyrir slysið og leiddi með þeim baráttuna fyrir betri kjörum Eflingarfélaga. Ég heimsótti hundruði vinnustaða, var m.a. með umsjón yfir trúnaðarmannakosningum og verkfallsaðgerðm og kynntist fjölda félaga vel. Félaga sem ég svo mækldi með til trúnaðarstarfa hjá Eflingu, bæði í trúnaðarráð og stjórn, margt af þeim gegn þar embætti núna,“ skrifar Valgerður. Hún segir þessa félaga ekki skulda sér neitt en hún eigi erfitt með að mörg þeirra trúi því upp á starfsmenn Eflingar að hafa á annan hátt átt með atburðarrásina að gera en að kvarta undan framkomu yfirmanns. „Og vonað að Sólveig Anna myndi taka kvartanir alvarlega og standa með sínu starfsfólki sem sannarlega hafa staðið með henni. Það græðir enginn á þeim farsa sem hófst í lok október í fyrra, ekki starfsmenn og ekki félagsmenn Eflingar,“ segir Valgerður. „Ég er djúpt vonsvikin með stjórn og trúnaðarráð Eflingar og öll þau sem í blindni trúa eftiráskýringum sem standast ekki skoðun. Ég er stolt af því að starfa fyrir Eflingu og trúði því að okkar barátta væri réttlát og árangursrík fyrir félagsmenn. Vanvirðing við okkur starfsfólkið er fordæmalaus.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmenn megi fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samkomulag hafi náðst við trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar um framkvæmd á skipulagsbreytingum á vinnustaðnum. 13. apríl 2022 09:55 Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Þetta skrifar Valgerður Árnadóttir, starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar Önnu Jónsdóttir formanns félagsins, í færslu á Facebook. Valgerður hefur verið í veikindaleyfi síðan hún lenti í slysi síðasta sumar og skrifar í færslunni að hún hafi ekki ætlað að mæta aftur til starfa. Hún hafi hins vegar fengið uppsagnarbréf frá „lögmanni út í bæ“ klukkan tvö í nótt. „Mánuði eftir slysið mitt var mér tilkynnt að félags- og þróunarsvið sem ég starfaði hjá sem teymisstjóri félagsmála hefði verið lagt niður „vegna skipulagsbreytinga“ og mér var bboðið starf á öðru sviði, sem ég afþakkaði,“ skrifar Valgerður í færslunni, sem birtist í morgun. Segir félags- og þróunarsvið verið lagt niður til að búa til starf fyrir Viðar Hún segir að stuttu eftir að félags- og þróunarsvið hafi verið lagt niður hafi skrifstofa félagsmála verið stofnuð innan Eflingar og Viðar Þorsteinsson verið gerður að yfirmanni þar. Skrifstofa hans og starfsfólk hafi þjónað sama tilgangi og félags- og þróunarsvið gerði fyrir skipulagsbreytingarnar. „Svo skipulagsbreytingin var nánast engin, nema til þess fallin að losa sig við sumt starfsfólk og setja Viðar yfir einingu sem hann myndi geta sætt sig við eftir að fjölda kvartanna í hans garð gerðu honum erfitt um vik að starfa áfram sem framkvæmdastjóri,“ skrifar Valgerður. Hún segist hafa stutt þær konur sem kvörtuðu undan „framgöngu og eineltistilburðum“ Viðars og hún hafi sjálf beðið Sólveigu Önnu um að standa með þeim líka. „En þá haðfi hún í stað þess að taka kvartanir þeirra alvarlega sagt upp þeim sviðsstjóra „sem þau töldu að ætti upptök af þeim kvörtunum.“ Ég reyndi að biðla til hennar að standa með þeim konum sem alltaf hefðu staðið með henni, konur sem komu til starfa hjá Eflingu til að styðja við hennar baráttu og ég trúði því ekki að hún myndi bregðast þeim, en allt kom fyrir ekki,“ skrifar Valgerður. Hún segir að ekki hafi verið um að ræða starfsmenn fyrri stjórnar, eins og „þau Viðar hafa viljað halda fram.“ Þau hafi sjálf ráðið konurnar til starfa. „Ekki var um „plott fyrrum trúnaðarmanns Eflingar“ að ræða eins og þau hafa einnig haldið fram og ekki var um að ræða einhverjar „leifar af gamalli vinnustaðamenningu Eflingar“. Þetta er allt einfaldlega lygi og hefur það margoft komið í ljós bæði í viðtölum við starfsmenn og í úttekt sálfræðistofu á vinnustaðamenningunni,“ segir Valgerður. Segir engan græða á „farsanum“ sem hafi hafist í lok október Hún segist vegna veikinda sinna og fjölskyldutengsla við Sólveigu Önnu ekki viljað tjá sig um málið hingað til. „En nú er nóg komið, ég starfaði fyrir Eflingu í þrjú ár fyrir slysið og leiddi með þeim baráttuna fyrir betri kjörum Eflingarfélaga. Ég heimsótti hundruði vinnustaða, var m.a. með umsjón yfir trúnaðarmannakosningum og verkfallsaðgerðm og kynntist fjölda félaga vel. Félaga sem ég svo mækldi með til trúnaðarstarfa hjá Eflingu, bæði í trúnaðarráð og stjórn, margt af þeim gegn þar embætti núna,“ skrifar Valgerður. Hún segir þessa félaga ekki skulda sér neitt en hún eigi erfitt með að mörg þeirra trúi því upp á starfsmenn Eflingar að hafa á annan hátt átt með atburðarrásina að gera en að kvarta undan framkomu yfirmanns. „Og vonað að Sólveig Anna myndi taka kvartanir alvarlega og standa með sínu starfsfólki sem sannarlega hafa staðið með henni. Það græðir enginn á þeim farsa sem hófst í lok október í fyrra, ekki starfsmenn og ekki félagsmenn Eflingar,“ segir Valgerður. „Ég er djúpt vonsvikin með stjórn og trúnaðarráð Eflingar og öll þau sem í blindni trúa eftiráskýringum sem standast ekki skoðun. Ég er stolt af því að starfa fyrir Eflingu og trúði því að okkar barátta væri réttlát og árangursrík fyrir félagsmenn. Vanvirðing við okkur starfsfólkið er fordæmalaus.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmenn megi fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samkomulag hafi náðst við trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar um framkvæmd á skipulagsbreytingum á vinnustaðnum. 13. apríl 2022 09:55 Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Starfsmenn megi fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samkomulag hafi náðst við trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar um framkvæmd á skipulagsbreytingum á vinnustaðnum. 13. apríl 2022 09:55
Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00
Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18