„Ég ætla að fara á HM áður en ég hætti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2022 18:27 Glódís Perla Viggósdóttir ætlar sér á HM. Stöð 2 Sport „Þessi leikur fór kannski bara eins og við bjuggumst við,“ sagði landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir eftir mikilvægan sigur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í dag. „Við bjuggumst við að þetta yrði mikil barátta og að líklega yrðu ekkert mjög mörg mörk skoruð. Við náum að skora þetta mark tiltölulega snemma og eftir það finnst mér við bara spila þennan leik eins og lið. Við tökum öll hlaup og baráttur fyrir hverja aðra. Stelpurnar sem eru að koma inn á koma með mikinn kraft.“ „Við sýndum að við erum liðsheild frá fyrsta og upp í 23. mann í dag og ég er ótrúleg stolt af liðinu mínu.“ Íslenska liðið fékk á sig mark í uppbótartíma, en sem betur fer var það dæmt af. Glódís viðurkennir að hjartað hafi líklegast tekið eitt aukaslag þegar boltinn fór í netið. „Jú það gerði það aðeins. En maður fór strax í að sækja boltann og við urðum þá bara að skora aftur. En sem betur fer þá var þetta brot. Ég vona að þetta hafi verið brot,“ sagði Glódís og hló. „En það skiptir kannski engu máli og ég er bara ótrúlega ánægð með þetta í dag. Nú erum við í þeirri stöðu sem við vildum vera í fyrir haustið og nú förum við að einbeita okkur að EM.“ Nú er það alfarið í höndum íslenska liðsins að tryggja sér sæti á HM í fyrsta skipti og Glódís segir það vera algjöra draumastöðu. „Já, það er það. Við vorum búnar að tala um það fyrir þessa tvo leiki að ef við klárum þá þá erum við í draumastöðu og okkur auðvitað langar að fara á HM. Við höfum aldrei farið á HM áður og ég ætla að fara á HM áður en ég hætti. Það væri geggjað ef það myndi gerast núna,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís Perla eftir leik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 0-1 | Handarmark Gunnhildar kom Íslandi skrefi nær HM Ísland steig stórt skref í átt að því markmiði sínu að komast á HM á næsta ári með 0-1 sigri á Tékklandi í Teplice í dag. 12. apríl 2022 19:25 „Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 12. apríl 2022 18:14 „Elskum við ekki svona?“ Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu. 12. apríl 2022 18:14 „Boltinn fór í lærið og eitthvað“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag. 12. apríl 2022 18:02 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
„Við bjuggumst við að þetta yrði mikil barátta og að líklega yrðu ekkert mjög mörg mörk skoruð. Við náum að skora þetta mark tiltölulega snemma og eftir það finnst mér við bara spila þennan leik eins og lið. Við tökum öll hlaup og baráttur fyrir hverja aðra. Stelpurnar sem eru að koma inn á koma með mikinn kraft.“ „Við sýndum að við erum liðsheild frá fyrsta og upp í 23. mann í dag og ég er ótrúleg stolt af liðinu mínu.“ Íslenska liðið fékk á sig mark í uppbótartíma, en sem betur fer var það dæmt af. Glódís viðurkennir að hjartað hafi líklegast tekið eitt aukaslag þegar boltinn fór í netið. „Jú það gerði það aðeins. En maður fór strax í að sækja boltann og við urðum þá bara að skora aftur. En sem betur fer þá var þetta brot. Ég vona að þetta hafi verið brot,“ sagði Glódís og hló. „En það skiptir kannski engu máli og ég er bara ótrúlega ánægð með þetta í dag. Nú erum við í þeirri stöðu sem við vildum vera í fyrir haustið og nú förum við að einbeita okkur að EM.“ Nú er það alfarið í höndum íslenska liðsins að tryggja sér sæti á HM í fyrsta skipti og Glódís segir það vera algjöra draumastöðu. „Já, það er það. Við vorum búnar að tala um það fyrir þessa tvo leiki að ef við klárum þá þá erum við í draumastöðu og okkur auðvitað langar að fara á HM. Við höfum aldrei farið á HM áður og ég ætla að fara á HM áður en ég hætti. Það væri geggjað ef það myndi gerast núna,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís Perla eftir leik
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 0-1 | Handarmark Gunnhildar kom Íslandi skrefi nær HM Ísland steig stórt skref í átt að því markmiði sínu að komast á HM á næsta ári með 0-1 sigri á Tékklandi í Teplice í dag. 12. apríl 2022 19:25 „Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 12. apríl 2022 18:14 „Elskum við ekki svona?“ Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu. 12. apríl 2022 18:14 „Boltinn fór í lærið og eitthvað“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag. 12. apríl 2022 18:02 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 0-1 | Handarmark Gunnhildar kom Íslandi skrefi nær HM Ísland steig stórt skref í átt að því markmiði sínu að komast á HM á næsta ári með 0-1 sigri á Tékklandi í Teplice í dag. 12. apríl 2022 19:25
„Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 12. apríl 2022 18:14
„Elskum við ekki svona?“ Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu. 12. apríl 2022 18:14
„Boltinn fór í lærið og eitthvað“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag. 12. apríl 2022 18:02